Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 23
MiðViKudAgur 14. júLÍ 2021 23 ÍA tók á móti Haukum í Lengju- deild kvenna í knattspyrnu á Akra- nesvelli síðastliðinn fimmtudag. Fyrir leikinn var búist við jöfn- um og spennandi leik og það varð raunin en liðin eru á svipuðum stað í töflunni eða um miðja deild. Leik- urinn var baráttuleikur frá fyrstu mínútu og þrátt fyrir blautt gras og smá golu náðu leikmenn upp góðum samleik og mörg hættuleg tækifæri fóru forgörðum í leikn- um. Haukar misnotuðu vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik og undir lok leiksins skutu þær í þverslána og niður og skömmu síðar fengu Skagastúlkur gott færi en þrumu- skot þeirra fór rétt fram hjá. Loka- staðan því markalaust jafntefli og líklega sanngjörn niðurstaða. Næsti leikur ÍA er gegn liði gróttu í dag, miðvikudag, á Akra- nesvelli og hefst klukkan 19.15. vaks Knattspyrnufélagið Kári, sem á í harðri fallbaráttu í 2. deild karla í knattspyrnu, lék á laugardaginn gegn liði Magna frá grenivík sem var með fjórum stigum meira en Kári fyrir leikinn og því um svokall- aðan sex stiga leik að ræða. Magna- menn komust yfir á 18. mínútu leiksins með marki guðna Sigþórs- sonar en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Andri júlíusson fyrir Kára og staðan í hálfleik 1-1. Eftir um fimmtán mínútna leik í þeim seinni komst Magni aftur yfir með marki Alejandro Vaballe en misstu síðan rúmlega tíu mínútum seinna Alexander Ívan Bjarnason af velli eftir að hann hafði fengið beint rautt spjald. Einum fleiri tókst þó Kára ekki að nýta sér liðsmuninn og sjöunda tap liðsins í sumar stað- reynd. Kári er nú í næst neðsta sæti deild- arinnar með sex stig þegar mótið er hálfnað. Næsti leikur liðsins er gegn liði KV á fimmtudag á Kr-velli og hefst klukkan 19.15. vaks reynismenn léku tvo leiki í lið- inni viku en sá fyrri var gegn liði Mídasar í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Víkingsvelli á þriðju- daginn í síðustu viku. Mídas komst fljótlega yfir í leiknum með skalla- marki guðmundar jóhanns Arn- grímssonar eftir hornspyrnu en Kristinn Magnús Pétursson jafnaði fyrir reyni á 39. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Atla Má gunnarssyni inn- an vítateigs og staðan jöfn í hálfleik 1-1. Í seinni hálfleik reyndu bæði lið að sækja til sigurs og það tókst hjá reyni undir lok leiksins þegar Benedikt Björn ríkharðsson skor- aði mark í uppbótatíma eftir stungu- sendingu frá Þráni Sigtryggssyni en þeir höfðu báðir komið inn á sem varamenn í leiknum. reynir Hellissandi lék síðan gegn toppliði KÁ á Ólafsvíkurvelli á sunnudag. Lítið markvert gerð- ist í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik opnuðust allar flóðgáttir. Hafnar- fjarðarpiltar skoruðu þá alls fimm mörk á 45 mínútum, Aron Hólm júlíusson skoraði tvö mörk og þeir daði Snær ingason, Egill Örn Atl- ason og Ólafur Sveinmar guð- mundsson skoruðu eitt mark hver og lokatölur 0-5 fyrir gestina. reynismenn eru nú í sjötta sæti í C-riðli með átta stig eftir tíu leiki og sigla lygnan sjó en hörku barátta er um sætin tvö sem gefa sæti í úrslita- keppninni. Fjögur lið berjast þar en það eru auk KÁ lið Harðar frá Ísafirði, Álftaness og Ýmis. Næsti leikur reynis er einmitt gegn liði Ýmis næsta sunnudag á Versalavelli í Kópavogi og hefst klukkan 20. vaks Skagamenn gerðu ekki góða ferð í Breiðholtið á mánudaginn þeg- ar þeir mættu reykjavíkur Leikni í Pepsi Max deild karla í knatt- spyrnu. Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum yfir á 19. mínútu og þeir hefðu í raun geta skorað nokk- ur mörk til viðbótar í fyrri hálfleik en staðan 1-0 í hálfleik. Sindri Snær Magnússon, leik- maður ÍA, var ljónheppinn að fá ekki beint rautt spjald eftir 20 mín- útna leik í þeim seinni en slapp með það gula eftir hörku tæklingu. Tveimur mínútum síðar skoraði Manga Escobar eftir einstaklings- framtak með góðu skoti í fjærhorn- ið og gulltryggði Leiknismönnum sigurinn. Skagamenn reyndu eins og þeir gátu að minnka muninn og fengu tvö fín færi undir lokin en inn vildi boltinn ekki og lokastaðan 2-0 fyrir Leikni. jóhannes Karl, þjálfari Skaga- manna, var svekktur í viðtali eft- ir leik og sagði að það hefði verið kjaftshögg að fá á sig mark snemma í leiknum og að það hefði vant- að mikið upp á, þeir hefðu verið hræddir: „Það er hræðsla í mínu liði, það vantar grimmd og við erum allt of varkárir í ákveðnum hlutum sem er hættulegt. Okkur finnst þetta hafa verið stöngin út tímabil en við ætlum ekki að væla og láta vorkenna okkur.“ Skagamenn sitja sem fastast á botninum í Pepsi Max deildinni með sex stig eftir tólf leiki og eru nú fimm stigum frá öruggu sæti og virkilega í vondum málum. Næsti leikur Skagamanna er gegn toppliði Vals næsta laugardag á Akranesvelli og hefst klukkan 16. vaks Skallagrímur lék gegn Skautafélagi reykjavíkur í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Skallagrímsvelli síðastliðinn miðvikudag. Hrólfur Sveinsson kom Skautafélaginu yfir á 36. mínútu þegar hann skaut að marki og boltinn skrúfaðist í mark- ið. Hrafn ingi jóhannsson bætti við öðru marki rétt fyrir leikhlé þegar hann skautaði framhjá varnarmanni Skallagríms og staðan 2-0 í hálfleik fyrir Skautafélagið. Lítið markvert gerðist í seinni hálfleik en það var Hjörtur Hjartar- son sem gerði út um leikinn þrem- ur mínútum fyrir leikslok þegar hann mætti svellkaldur á vítapunkt- inn. Alexander jón Finnsson skor- aði sárabótamark fyrir Skallagrím í uppbótartíma en lokastaðan 3-1 fyrir gestina. Skallagrímur situr nú í fimmta sæti riðilsins með átta stig eftir átta leiki og ljóst eftir leik kvöldsins að lítil eða nánast engin von er um að liðið komist í úrslitakeppnina. Næsti leikur Skallagríms er gegn KFB sem situr nú á botni riðilsins eftir að lið gullfálkans dró sig úr keppni nýlega. gullfálkinn hafði tapað öllum sjö leikjum sínum í deildinni og var með markatöl- una 2-52. Leikur KFB og Skalla- gríms fer fram á OnePlus vellinum á Álftanesi í dag, miðvikudag, og hefst klukkan 20. vaks Víkingur lék gegn grindavík í Lengjudeild karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli á föstudagskvöldið. grindavík tók forystuna eftir um hálftíma leik þegar Sigurður Bjart- ur Hallsson skoraði úr vítaspyrnu og staðan 0-1 í hálfleik. Harley Willard fékk svo gull- ið tækifæri til að jafna leikinn fyr- ir Víking eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik af vítapunktinum en Aron dagur Birnuson, markvörð- ur grindavíkur, varði spyrnuna. Ólsarar gáfust hins vegar ekki upp við þetta og náðu að snúa leiknum sér í hag. Miðvörðurinn Emmanu- el Eli Keke kom heimamönnum yfir á 80. mínútu með góðu skalla- marki og Kareem isiaka kom þeim yfir tveimur mínútum fyrir leikslok og allt útlit fyrir fyrsta sigur þeirra í sumar. En á lokamínútu leiksins jöfnuðu grindvíkingar eftir horn- spyrnu og lokastaðan 2-2. Víkingur situr því enn í neðsta sæti Lengjudeildarinnar með tvö stig eftir ellefu leiki og eru eins og staðan er nú í baráttu við Þrótt r. og Selfoss um að halda sæti sínu í deildinni. Næsti leikur Víkings er gegn Aftureldingu á morgun, fimmtudag, í Mosfellsbæ og hefst klukkan 19.15. vaks Víkingur Ó ansi nálægt sínum fyrsta sigri Emmanuel Eli Keki að skora mark Víkings í leiknum gegn Grindavík. Ljósm. af. Reynir H. steinlá fyrir KÁ en vann Mídas Svipmynd úr leik Reynis og KÁ. Ljósm. þa. Kári tapaði gegn Magna Skallagrími varð hált á svellinu gegn Skautafélaginu Skagastúlkur að koma sér í gírinn fyrir leik á móti Haukum. Ljósm. sas. Jafntefli hjá ÍA gegn Haukum Skagamenn í vondum málum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.