Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 14
MiðViKudAgur 14. júLÍ 202114 Hinseginhátíð Vesturlands var haldin með pompi og prakt í fyrsta skipti í Borgarnesi um helgina. Hátíðin var gríðar- lega vel sótt og margir sem skreyttu sig regnbogalitum ým- ist í klæðum, höfuðbúnaði eða andlitsmálningu, eða veifuðu fánunum litríku. Fjölmenni tók þátt í skrúðgöngunni á laug- ardaginn sem endaði með skemmtidagskrá í dalhallanum. Veðrið lék við gesti hátíðarinnar allan daginn og langt fram eftir nóttu þegar gestir ásamt bæjarbúum tjúttuðu á dansgólf- inu við söng Páls Óskars í Hjálmakletti. Stefnt er að því að Hinseginhátíð Vesturlands færist á milli sveitarfélaga ár hvert. Tilkynnt var á laugardaginn að hátíðin verður haldin í Snæfellsbæ árið 2022. Leyfum myndum frá litríkum, skemmtilegum og kærleiksríkum degi að tala sínu máli. glh Litadýrð á Hinseginhátíð Vesturlands í Borgarnesi Gleðigangan leggur af stað. Laugardagurinn byrjaði á regnboga- spinning með Gunnu Dan fyrir utan Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Gleðigangan byrjaði á bílaplaninu fyrir utan Brákarhlíð og gengið var áleiðis í Dalhallann þar sem sérstök hátíðardagskrá tók við. Það sem einkenndi hátíðina var mikil gleði, kærleikur og litadýrð. Vagnarnir í gleðigöngunni voru af öllum stærðum og gerðum. Hér má sjá krakka úr Grunnskólanum í Borgarnesi um borð í sturtubíl frá JBH Vélum ehf. Mikill mannfjöldi var samankominn í Borgarnesi á laugardaginn þegar hátíðin náði hápunkti. Aldrei nóg af konfetti við hátíðarhöld. Ingvar Breiðfjörð Skúlason hélt uppi stuðinu á vagni sínum í skrúðgöngunni með tilheyrandi tónlist, dansi og konfetti. Kynnar skemmtidagskrár í Dalhall- anum, þær Ingileif og María Rut frá Hinseginleikanum. Góð stemning var á meðal gesta hátíðarinnar og brekkan í Dalhallanum þétt setin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.