Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 15
MiðViKudAgur 14. júLÍ 2021 15 SÍGILD TÓNLIST Í SÖGULEGU UMHVERFI DAGSKRÁIN ÖLL Á REYKHOLTSHATID.IS MIÐASALA Á TIX.IS ARÍUR OG MOZART FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ KL. 20 CLARA OG GLAZUNOV LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ KL. 20 SÖNGLÖG OG SCHUBERT LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ KL. 16 INGIBJÖRG ÝR OG BRAHMS SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ KL. 16 Auður Hafsteinsdóttir Bjarni Frímann Bjarnason Bryndís Halla Gylfadóttir Gunnhildur Daðadóttir Herdís Anna Jónasdóttir Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir Sigurbjörn Bernharðsson Sigurður Bjarki Gunnarsson Steinunn Birna Ragnarsdóttir Þórunn Ósk Marínósdóttir Fyrirlestur í Snorrastofu: Þorsteinn frá Hamri Ástráður Eysteinsson prófessor í bókmenntafræði Hátíðarmessa í Reykholtskirkju sunnudag kl. 14 Nú í júlímánuði verður opið í versl- uninni og upplýsingamiðstöðinni Ljómalind í Borgarnesi frá klukk- an 10 til 21 alla daga. Eins og flest- ir þekkja er Ljómalind sveitamark- aður og til húsa við Brúartorg 4 í Borgarnesi. Þar felst sérhæfingin í matvælum og handverki úr héraði. Ljómalind fékk á síðasta ári styrk úr uppbyggingasjóði Vesturlands í verkefnið Markaðssetning smá- framleiðenda. „Við byrjuðum það verkefni fyrir jól og buðum þeim sem eru að selja vörur í búðinni okkar að vera með rafrænar kynn- ingar fyrir jólin. Þessar kynningar voru teknar upp í búðinni í Borg- arnesi og settar á fésbókarsíðu Ljó- malindar. Kynningarnar vöktu mikla athygli og komu fyrirspurnir víða að. Þetta gerðum við í staðinn fyrir að fá fólk í búðina vegna Co- vid,“ segir guðrún Sigurjónsdótt- ir á glitstöðum einn af eigendum Ljómalindar. Hluti af verkefni smáframleið- enda var að fá fleiri aðila til að selja grænmeti í verslunni í Borgarnesi. „Nú erum við komin með vörur frá Narfaseli í Hvalfjarðarsveit, ferskt og gott grænmeti, og vörur frá Olivia‘s gourmet í Borgarnesi en þar er m.a. búið til marmelaði úr tómötum, bragðbætt ýmist með myntu, chili eða appelsínum. Þetta úrval bætist við það vöruúrval sem fyrir var,“ segir guðrún. Kalla eftir borgfirsku handverki „Þá langar okkur að koma því á framfæri að við köllum eftir hand- verki, munstrum eða uppskriftum sem gætu talist borgfirskar. Víða er hægt að finna handverk sem teng- ist héraði svo sem Svínavatnshyrna og fleira, en okkur vantar að vita um eitthvað sem tengist héraðinu okkar, sögu eða menningu héraðs- ins og við gætum mögulega haf- ið framleiðslu á,“ segir guðrún að endingu. mm/ Ljósm. frg Ljómalind með lengri opnun og ýmsar nýjungar Garn. Ljómalind er til húsa í norður enda „Bananans“ við Brúartorg 4. Handverk og gjafavara í miklu úrvali. Matur úr héraði. Samsett mynd. Afurðir frá Erpsstöðum er hægt að kaupa í Ljómalind. Vigdís Guðrún Sigvaldadóttir við afgreiðslu. Lopapeysur í hundraðatali.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.