Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Page 10

Skessuhorn - 14.07.2021, Page 10
MiðViKudAgur 14. júLÍ 202110 úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur með úrskurði sínum 7. júlí síðastliðinn komist að þeirri nið- urstöðu að sveitarfélaginu Borg- arbyggð hafi borið að veita íbúum aðgang að fjárhagslegum upplýs- ingum sem beðið var um en hafn- að að veita í krafti trúnaðarupplýs- inga. Það var guðsteinn Einars- son íbúi í Borgarbyggð sem leitaði til nefndarinnar í framhaldi af því að hann hafði fengið synjun á ósk um upplýsingar sem fram komu í skýrslu sem KPMg vann fyrir sveitarstjórn og kynnt var á fundi byggðarráðs 7. janúar síðastliðinn. Í skýrslunni koma fram upplýsing- ar úr innra eftirliti og fjárhagskerfi sveitarsjóðs árið 2020 og fjallað var um á fundi byggðarráðs. Í svari sveitarfélagsins til guðsteins, sem dagsett var 9. mars 2021, var vísað til þess að á fundi byggðarráðs sem fram fór 21. janúar 2021, hefði ver- ið bókað að sveitarstjóri hefði lagt fram minnisblað um ástæður þess að fara bæri með skýrslu KPMg sem vinnuskjal og því trúnaðar- mál. guðveig Lind Eyglóardóttir, fulltrúi minnihlutans í byggðar- ráði, lagði fram bókun í byggðar- ráði þess efnis að hún teldi óásætt- anlegt að ekki væri hægt að greina frá helstu veikleikum og ábending- um sem sveitarfélaginu hefðu bor- ist og tillögur að úrbótum. Eðli- legast væri að byggðarráð myndi greina íbúum í meginatriðum frá hverjar athugasemdirnar væru. Meirihluti byggðarráðs ítrekaði að um vinnuskjal væri að ræða. Aflað hefði verið upplýsinga hjá KPMg um hvers vegna umrætt gagn inni- héldi trúnaðarupplýsingar. Þau svör hefðu fengist að skjal af þess- um toga gæti innihaldið upplýsing- ar um einstaka starfsmenn og ann- að sem félli undir persónuvernd. Alvarlegustu athugasemdum yrðu gerð skil í skýrslu endurskoðenda sem lögð yrði fram opinberlega með endurskoðuðum ársreikn- ingi síðar á árinu. Í svari Borgar- byggðar til guðsteins kom fram að litið væri á gagnið sem vinnuskjal í skilningi upplýsingalaga þar sem verið væri að vinna að undirbún- ingi lokaskýrslu með ársreikningi sem birt yrði opinberlega að lok- inni samþykkt hans. Af þeim sök- um væri beiðni guðsteins hafnað. Taldi óreiðu í umsýslu framkvæmda Í kæru guðsteins til úrskurðar- nefndarinnar kemur fram að hann teldi talsverða óreiða hafa verið á framkvæmdum á vegum sveitar- félagsins sem lýstu sér m.a. í því að framkvæmdir hafi farið langt fram úr áætlunum. Ákvörðun um þær væru á ábyrgð stjórnenda sveitar- félagsins og því eðlilegt að upplýst væri hver bæri ábyrgð á þeim. Þá dró hann í efa að í skýrslunni væri að finna persónugreinanlegar upp- lýsingar. Því fór hann fram á að úr- skurðarnefndin hlutaðist til um að hann fengi umrædda skýrslu af- henta. Almennar athugasemdir og tillögur að lausnum Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afgerandi. Varð- andi trúnaðarþáttinn sem vísað var til kom fram að þegar umrædd skýrsla hafi verið afhent öðrum teld- ust upplýsingar í henni ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi ein- vörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Loks segir í niðurstöðu úrskurðarnefndar að í skýrslu KPMg hafi verið að finna almennar athugasemdir og ábend- ingar um atriði sem fram hafa kom- ið við endurskoðun á reikningsskil- um sveitarfélagsins. „Þar er einnig að finna tillögur að lausnum og við- brögðum við þeim. Í skýrslunni er ekki sérstaklega fjallað um aðkomu nafngreindra einstaklinga, starfs- manna eða stjórnenda. Að mati úr- skurðarnefndarinnar eru upplýs- ingarnar sem þar koma fram því ekki þess eðlis að efni skýrslunnar teljist vera viðkvæmar upplýsing- ar sem lúta skuli trúnaði með vís- an til þeirra hagsmuna sem framan- greindum undanþáguákvæðum er ætlað að vernda. Þvert á móti hefur skýrslan að geyma upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og þar með ráðstöfun opinbers fjár og hags- muna sem telja verður að almenn- ingur hafi almennt ríka hagsmuni af því að kynna sér. getur úrskurð- arnefndin því ekki fallist á framan- greinda afstöðu Borgarbyggðar um synjun á afhendingu skýrslunnar.“ mm Malbikunarframkvæmdir hófust í síð- ustu viku við Faxabraut Akranesi. Þá var malbikaður kafli frá litríku sem- entstönkunum og vel áleiðis að enda sjóvarnargarðsins. Því styttist í að hægt verði að taka rúnt á Ástarbraut- inni, eins og þessi vegarkafli er kall- aður af Skagamönnum í daglegu tali. Vegagerðin, Akraneskaupstaður og Veitur eru aðalframkvæmdaaðilar að þessu verkefni en verktaki er Bor- garverk. Áætlað er að framkvæm- dum, endurgerð og grjótvörn, við Faxabraut ljúki 1. september á þes- su ári. vaks Á fundi í byggðarráði Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var lögð fram skýrsla Benedikts Magnússonar eftirlitsmanns sveit- arfélagsins vegna framkvæmda við grunnskólann í Borgarnesi. „Þeg- ar fyrir lá, samkvæmt niðurstöðu í ársreikningi, að framkvæmd- in við grunnskólann í Borgarnesi hafði farið að einhverju fram úr fjárhagsáætlun kom fram að mis- ræmi hafi verið til staðar á milli verkbókhalds eftirlitsaðila og bók- halds Borgarbyggðar. Í kjölfar- ið var ákveðið að farið yrði ofan í saumana á misræminu og lagt til að bornar yrðu saman áætlun fyrir verkið, yfirlit eftirlitsaðila og bók- hald Borgarbyggðar í því skyni að finna frávik og greina þau,“ segir í bókun byggðarráðs. Þá segir að nú liggi niðurstaða þessarar vinnu fyrir og er henni lýst í minnisblaði frá Benedikt frá 20. júní síðastliðn- um. „Samkvæmt framlögðu minn- isblaði frá eftirlitsaðila kemur fram að eftirlitsaðilinn telur ljóst að ekki hafi verið fylgt þeirri ákvörðun að bóka ekki kostnað á verkefnið nema að samþykki eftirlits lægi fyrir. Af þeim sökum hafi þær upp- lýsingar sem hafa reglulega voru kynntar fyrir byggingarnefnd og byggðarráði rangar og gáfu ekki rétta mynd af stöðunni. Í mjög grófum dráttum virðist skv. minn- isblaðinu að 105.040.410 krón- ur hafa verið skráðar á verkefnið án samþykkis eða vitneskju eftir- litsaðila. Eins kemur fram í minn- isblaðinu að mögulega hafi ein- hverjir reikningar verið samþykkt- ir sem hafi ekki átt rétt á sér og því mögulega um ofgreiðslu að ræða á einhverjum þáttum.“ Loks segir að byggðarráð telji þessa stöðu alvarlega og í ljósi framkominna upplýsinga og þeirr- ar stöðu sem lýst er í minnisblaðinu leggur byggðarráð til að fram fari hlutlaus úttekt á verkefninu í heild sinni. „Ljóst er að búið er að vinna heilmargt til að bæta úr þeim verk- ferlum sem hafa verið við lýði og mikilvægt er að læra enn frekar af reynslunni og sjá til þess að þéttar verði haldið utan um næstu stóru verklegu framkvæmdir sveitar- félagsins. Byggðarráð leggur til að KPMg, sem er endurskoðandi sveitarfélagsins, verði fengið til þess að vinna úttekt á ferli og eft- irliti á framkvæmd á viðbyggingu og endurbótum í grunnskólanum í Borgarnesi. gert er ráð fyrir að verkefnatillaga varðandi framan- greint verði lögð fyrir á næsta fundi byggðarráðs þann 22. júlí nk. Þá er nauðsynlegt að fara yfir alla reikn- inga sem hafa verið bókaðir inn á verkið og greina þá sem sannar- lega tilheyra ekki verkinu og sjá til þess að þeir verði endurflokkaðir í eignaskrám sveitarfélagsins.“ mm Bókfærðu 105 milljónir króna á stækkun grunnskólans án heimildar Byrjað að malbika á Faxabraut Eins og sjá má gekk vel að malbika á Faxabrautinni. Borgarbyggð bar að afhenda gögn sem snertu fjárhag Laugardaginn 17. júlí heldur jón gnarr tónleika á Sögulofti Land- námssetursins í Borgarnesi. Þar mun hann syngja Völuspá við eig- ið lag. Með honum verða Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld og alls- herjargoði og Hilmar Örn Agnars- son organisti, en þeir hafa verið jóni til aðstoðar við verkefnið og leika þeir undir flutninginn á ýmis hljóð- færi. Meðal þeirra er steinharpa Páls á Húsafelli og merkilegur koparlúð- ur, svokallaður norskur lur eða Vík- ingalúður. Sú útgáfa sem jón flytur er hin svokallaða Konungsbókargerð. Hún er þekktasta útgáfan og talin elsta útgáfa ljóðsins og er alls 63 erindi. Flutningur tekur um klukkustund og ber viðburðurinn yfirskriftina jón gnarr og Þeyr 2. jón fetar hér inn á alveg nýtt svið sem sýnir að honum er ýmislegt til lista lagt. Blaðamaður náði tali af jóni gnarr þar sem hann var staddur í Stykkishólmi og var að stíga um borð í bát. Bátsferðin er hluti af óvissuferð sem jón hefur varið miklum tíma í að skipuleggja í tilefni af afmæli konu hans, jóhönnu jóhannsdóttur eða jógu. Tilbúinn í allt nema þjóðdansa Aðspurður um hvernig þetta verk- efni hafi komið til segir jón að það sé lokaáfanginn í meistaranámi hans við Listaháskóla Íslands. „Ég ákvað sem lokaverkefni að flytja Völu- spá við lag sem ég samdi sjálfur. Ég hafði samband við Hilmar Örn Agnarsson sem leist strax stórvel á þetta. Við höfðum síðan samband við Hilmar Örn Hilmarsson, alls- herjargoða með meiru, og honum leist sömuleiðis stórvel á þetta,“ segir jón. „Við höfum verið að hitt- ast og æfa og við höfum komið einu sinni fram. Þá héldum við opna æf- ingu í Bókabúð Máls og Menningar sem gekk alveg stórvel,“ heldur jón áfram. „Svo hef ég alltaf haft miklar mætur á Landnámssetrinu og lang- að að koma fram þar.“ Þegar jón er spurður að því hvort verkið verði flutt aftur segir hann að það verði flutt aftur á formlegri útskrift sem haldin verður á Þjóð- minjasafninu 26. ágúst næstkom- andi. Frekari flutningur er óákveð- inn enda; „..enginn flutningur öðr- um líkur. Þetta er algerlega ein- stakt,“ segir jón. Þeir félagar hafa fengið hljóðfæri lánuð, meðal ann- ars flautur og steinhörpu frá Páli guðmundssyni á Húsafelli auk þess sem þeir vonast til þess að norski Lur-inn nái í hús fyrir tónleikana. Hvort þeir félagar græði mik- ið á þessu tiltæki segir jón ólík- legt en segir þó: „Völuspá hefur nú haft mikil áhrif á alla mína tilveru. Völuspá er náttúrulega galdrakvæði og það að stinga sér í Völuspá er óvissuferð sem ég hef ekki hugmynd um hvernig endar.“ Og hann held- ur áfram: „En ég er annars tilbúinn í allt nema það sem inniheldur þjóð- dansa, þá get ég ekki hugsað mér.“ frg Völuspá hefur haft mikil áhrif á alla mína tilveru Hilmar Örn Agnarsson, Jón Gnarr og Hilmar Örn Hilmarsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.