Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 17
MiðViKudAgur 14. júLÍ 2021 17 Krossgáta Skessuhorns Síðdegi Spurn Kropp Mynni Hvíld Hindrun Lag Þrep Dropi Ónæði Ásaka Gerð Sýl Glaumur 1000 Gáleysi Litar- efni Eldur Kögur Leyfist Happ Læti Skref Hnoða 7 Tímabil Óttast Bönd Kylfa 50 Skjökt Áhald Elfur Ílát Fyrr Runur Knæpa Þátt- takanda Samhlj. 4 Barn Skop- leikari Hnöttur Stóra Gufa Sál Glaða Berg- mála Skelin Æsta Bit Rétt Grípa Hnoða Kraftur Dró úr 8 Alúð- lega For 2 Gæði Fugl 550 Aðstoð Ekra Kjána Raska Ótta Lumma Röð Poki Leit Góðar Maður Slóða Meiður Dæs Keikur Kvaka Ergir 1 Leik- fang Virðir Runa Óþæg Málm- þynnan Mjöður Næði Fundur Svefn 6 Gramur 3 Tók Karl Hálsa Fruma Tangi Laðaði Skýr Læti Eld- stæði Sérhlj. 9 Dæld 5 Hása Skelin 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vakin á því að krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyr- ir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, garðabraut 2A, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birt- ist). dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum. Í síðustu krossgátu var rétt lausn „Vorkoman“. Heppinn þátttakandi var Þórir Finnsson, Hóli Norðurár- dal, 311 Borgarnes. Vísnahorn Séra Emil Björnsson var uppalinn í Breiðdal og ekki við neina auðlegð. Í viðtali sem Valgeir Sigurðsson tók við hann fyrir Tímann kom fram að þegar hann hélt suður til náms átti hann ekki koffort til að geyma í jarðneskar eigur sínar heldur hélt á þeim í poka. Þá kvað gamall sveit- ungi hans gísli Björgvinsson í Þrastahlíð: Blaðið sagna klerkinn krafði. Kom þá fram í ræðu hans að pokann með að heiman hafði en hempuna fékk hann sunnanlands. Sá ágæti klerkur séra Hjálmar jónsson hefur lengst af notið tölu- verðra vinsælda bæði sem kenni- maður og einstaklingur enda mað- urinn heldur skemmtilegur. Þegar hann útskrifaðist sem guðfræðingur fékk hann þessa kveðju frá frænku sinni Nönnu Bjarnadóttur: Út á brautir auðs og frama ertu stiginn. Prýðisefni í það sama eins og striginn. Það er nú þetta með auðinn. Prestaköllin höfðu mismikil hlunn- indi og áttu „laxveiði alla í tilteknum hyl“ eða „fjaðratekju alla á tiltekinni heiði“ og ýmislegt fleira þarflegt. Laufás í Eyjafirði mun hafa átt hval- reka í Fjörðum og eitt sinn er þar rak hval varð hreppstjórinn að fara á vettvang til að gæta allra lögform- legra hagsmuna og hafði með sér sóknarprestinn til trausts og halds. Þá kvað Sigfús á grýtubakka: Hreppstjórinn á hræið reið, hafði með sér poka. Rataði ávallt rétta leið þótt rigning væri og þoka. Séra Þorvarður Þormar í Lauf- ási hafði góða kímnigáfu og skildi skensið. Hann hafði gaman af að hafa þetta fyrir aðra og bætti þá gjarnan við: „Ég skil ekkert í Fúsa að nefna mig ekki.“ Þessi vísa hefur reyndar orðið þekktari í lítilshátt- ar breyttri útgáfu en eftir því sem ég kemst næst mun þessi vera upp- runalegust. Það var hinsvegar Sig- urður Helgason á jörfa eða Fitjum sem grunaði strák nokkurn um að hafa stolið frá sér skötu og kvað: Stal hér mötu stór sem jötunn strákur grófur. Beygði af götu bölvaður skötu- barða þjófur. Næsta vísa er að minnsta kosti um áttrætt en gæti sem best hafa verið ort á meðan útrásarvíkingarnir voru upp á sitt besta eða stuttu fyrir hrun en höfundurinn mun hafa verið Skarphéðinn Einarsson: Sá sem aldrei krækti kló í kjaftbita frá hinum horaður við hungur bjó, hafði fátt af vinum. Á sínum tíma sáu hreppsnefnd- ir eða skattanefndir um niðurjöfn- un útsvara og var alltítt að menn kærðu útsvar sitt og tóku þá gjarnan samanburðarmenn sem kallað var og tíndu til flest sem hægt var til að styðja mál sitt en ekki þótti það vin- sælt að vera valinn samanburðar- maður. Bóndi einn í Staðarsveit sem átti heilsulitla konu bar sig saman við jón g. Sigurðsson í Hofgörðum en kona hans var hinn mesti dugn- aðarforkur og hafði bóndi orð á því meðal annars. Stuttu síðar kom- ust eftirfarandi vísur á flot og voru eignaðar jóni í Hofgörðum: Ég kenni það konunni minni að kemst ég í skuldir og basl, því hún er mér alónýt inni og eins til að haf´ana í drasl. Öll störf hennar griðkan má gera þótt gildi mig fjármunatjón, en verk þessi vott um það bera að verr er ég giftur en Jón. Og útsvar mitt ætti að lækka svo eðli mitt neytt geti sín. Hjá Jóni það helst ætti að hækka því hans kona er duglegri en mín. Meðan þjóðfélagið byggði mest á lífrænum manns- eða hest-öflum var góður og duglegur hestur hin mesta afbragðseign á hverju heim- ili. Norður í Þingeyjarsýslu lifði langa hestsævi fyrir um það bil 100 árum eða svo grár hestur hin mesta þrek- og þarfaskepna og uppáhalds- gripur á heimilinu. Nú fór þó svo að gráni gjörðist saddur lífdaga og var honum lógað. Bræður tveir ungfullorðnir sáu mjög eftir þess- um grip og kváðu um hann erfiljóð sem að vísu stenst kannske tæplega stífustu bragreglur en „meningen er god nok“ það þarf ekki að efa: Nú er Gráni fallinn frá föðursonur pabba. Áratugi lifði þrjá hættur er nú að labba. Dauður er gamli Gráni nú, gloppa kom þar í pabba bú. Oss er því töpuð Lútherstrú og mamma huggar ei pabba nú sem skyldi. Og Gráni var góður vinur hans þess vitrasta og besta manns og margan fór hann í darraða- dans við djöflaskara og þrælafans á þeim gráa. Og fyrir mun koma að faðir minn fer sömu leiðina og Gráni hinn og hittir þar gamla vininn sinn og verður feginn að skríða inn -hjá þeim gamla. Að nýloknu fjórðungsmóti hesta- manna í Borgarnesi væri nú ekki alvitlaust að rifja upp eitthvað frá fornum tímum síðan bæði ég og stórmót hestamanna vorum með örlítið öðru sniði en nú og menn sóttu slíkar samkomur ríðandi. Þeir voru tímar að menn héldu reiðhesta til þess að spara sjálfum sér sporin en það er liðin tíð og menn halda nú úti jeppum og dýrum hestakerr- um til þess að spara reiðhestinum sporin. um þessa þróun kvað guð- mundur Stefánsson: Úr fola má oft góðhest gera. Glíma við hann marga snerru. Fyrir mestu finnst mér vera að fari hann vel í hestakerru. Sá siður að hafa hestakaup á svona samkomum mun nú að mestu aflagður hvort sem mönnum þykir það jákvætt eða neikvætt. Enda er mér tjáð að þegar rætt er um hesta- verslun sé yfirleitt fyrsta spurning „Hvað er hann mikið keyrður.“ Höskuldur Eyjólfsson kom eitt sinn að Veiðilæk og teymdi þá með sínu lagi tvo með annarri hliðinni en þrjá með hinni. Hitti þar úti Sigurð Sigurðsson og skipti við hann ein- hverjum orðum en studdi hendi á meðan á makka taumhests og segir þá Sigurður: Þeir flengríða á fegurðinni - en færast lítt úr stað Tengir saman tvo og þrjá, tauma lætur frjálsa, styður hendi ofan á allvel reista hálsa. Eyjólfur í Sólheimum var stadd- ur á Landsmóti hestamanna og þótti sem fleirum hrossin falleg en afköst á gangi eitthvað minni en hann hafði vonast eftir: Verður lengi mér í minni mér varð á og kvað. Þeir flengríða á fegurðinni en færast lítt úr stað. Kannske hefur eitthvað skilað betur hjá jóhanni Ólafssyni í Mið- húsum þegar hann var að koma ásamt tveimur félögum sínum frá því að gera við fjallgirðinguna. Og þó! Þeim hefur ekkert legið á: Dags úr bætir brasinu bjartar næturstundir að eiga glætu á glasinu og góða fætur undir. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.