Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 7
MiðViKudAgur 14. júLÍ 2021 7 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is bmvalla.is Smellpassar þú í hópinn? Verk-eða tæknifræðingur Húseiningadeild Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð og er umsóknarfrestur til og með 21. júlí 2021. Frekari upplýsingar veitir Bergþór Helgason í tölvupósti, beggi@bmvalla.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem starfa við öflun hráefna, framleiðslu, sölu og þjónustu á byggingarmarkaði og við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin eru Björgun ehf., BM Vallá ehf. og Sementsverksmiðjan ehf., og hafa þessi félög rótgróna sögu á Íslandi sem rekja má allt aftur til fyrri hluta síðustu aldar. Hjá fyrirtækjunum starfa um 200 manns á starfsstöðvum víða um land en skrifstofa Hornsteins ehf. er á Bíldshöfða 7. Mannauðsstefna Mikil áhersla er á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis og við viljum gera starfsfólki okkar kleift að samhæfa vinnu og fjölskylduábyrgð. Helstu verkefni og ábyrgð • Verkefnastjórnun einingaverkefna og samskipti við viðskiptavini • Vinna við hönnun forsteyptra eininga og gerð verkteikninga fyrir framleiðsludeild • Þátttaka í gerð burðavirkisteikninga • Önnur tilfallandi verkefni í tækni- og hönnunardeild Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun í byggingafræði, verkfræði, tæknifræði eða sambærileg menntun • Kunnátta og reynsla af tölvuteikningu í Autocad og Revit ásamt því að geta tileinkað sér hæfni í Impact hönnunarkerfi er nauðsynleg • Reynsla af gerð verkteikninga og byggingavinnu er mikill kostur • Mjög góð tölvukunnátta • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi BM Vallá leitar að reyndum bygginga-,tækni-eða verkfræðingi í hönnunardeild fyrirtækisins, Smellinn. Starfsstöð starfsmanns getur verið að Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík eða á starfsstöð BM Vallá á Akranesi. Jöfn tækifæri Með jafnréttisstefnunni okkar tryggjum við að starfsfólk hafi jafna möguleika óháð kyni, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldurs og fleiri þátta. Um er að ræða 100% framtíðarstarf en skilgreindur vinnutími er frá kl. 8-16 eða samkvæmt samkomulagi. Umboðsaði l i fyr ir Málning hf 301 Hval f jarðarsveit | S ími 896 2356 | gardjons@vis ir. i s útimálun – innanhússmálun sandspör t lun þakmálun múrviðgerðir vinnuly f ta þjónustusamningar Hjá GJ málun eru al l ir með mik la og góða reynslu v ið málningarvinnu, jafnt v ið út imálun sem og innimálun. Um árabi l höfum við þjónustað mörg f yr ir tæki , stofnanir, f asteignafé lög , e instak l inga og húsfé lög með góðum árangri og fengist v ið ýmis spennandi verkefni . Regluleg t v iðhald á fasteignum borgar sig. Málning er góð vörn f yr ir veðri og vindum. Með reglulegu viðhaldi er hæg t að verja fasteignir og koma í veg f yr ir dýrar framkvæmdir. Ný reglugerð um stafræn Covid-19 vottorð tók gildi hér á landi 1. júlí síðastliðinn en vottorðin munu gilda í öllum ríkjum Evrópusam- bandsins auk Íslands, Noregs, Liecthenstein og Sviss. Markmið- ið með vottorðinu er að auka frjálsa för fólks milli ríkja og auka öryggi einstaklinga meðan á Covid-19 far- aldrinum stendur. reglugerðin setur ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenn- ingu á sambærilegum vottorðum um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan Covid-19 heimsfaraldurinn stend- ur yfir. Stafræn Covid-19 vottorð innihalda upplýsingar um bólu- setningar gegn Covid-19, niður- stöður úr PCr-skimunum, hafi þær verið neikvæðar, og bata, hafi viðkomandi sýkst. Vottorð gefin út á grundvelli reglugerðarinnar eru tekin gild við landamæri Íslands. Ísland hef- ur verið framarlega á þessu sviði og verið á undan flestum, ef ekki öll- um, þjóðum að gefa út bólusettn- ingarvottorð og að taka almennt gild vottorð við landamæri. Bólusetningarvottorð sem gefin hafa verið út hér á landi frá byrjun júní hafa verið í samræmi við áður- nefnda reglugerð og áfram verður hægt að nálgast slíkt vottorð gjald- frjálst á vefsíðunni heilsuvera.is. mm Sunnudaginn 18. júlí verður dag- ur íslenska fjárhundsins haldinn há- tíðlegur í sjötta sinn. Eigendur ís- lenskra fjárhunda munu að venju koma saman í stærri og smærri hóp- um og njóta dagsins með ferfættum vinum sínum. Sú hefð hefur skap- ast að Árbæjarsafn í reykjavík hef- ur boðið meðlimum í deild íslenska fjárhundsins að heimsækja safnið með hunda og setja saman dagskrá til að kynna hundinn, eðli hans og sögu fyrir gestum safnsins. Íslensk- ir fjárhundar verða í Árbæjarsafninu frá kl. 13 til 17 á sunnudaginn. Í ár verður dagskráin að mestu á netinu til að gefa fjölmörgum er- lendum unnendum kynsins kost á því að koma að því að gera daginn fræðandi og skemmtilegan. dag- skránni verður streymt á Fb síðunni dagur íslenska fjárhundsins og byrj- ar kl. 13 á sunnudaginn. -fréttatilkynning Íslenskir fjárhundar koma saman á Árbæjarsafni Stafræn samevrópsk Covid-19 vottorð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.