Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 2
MiðViKudAgur 14. júLÍ 20212 Um næstu helgi er rólegasta helgi ársins ef marka má viðburða- talið. Fólk hefur undanfarið far- ið á flennistóru fellihýsunum sín- um út um allt land og aðallega þar sem veðrið hefur verið sem best. Þá hafa sumir tekið vel á því á hinum ýmsu bæjarhátíðum sem fram hafa farið í júlímánuði. Því er kannski kominn tími á að slaka á um helgina, finna sjálfan sig, vera með sínum nánustu, skella sér í sund eða í lautarferð með nesti nú eða að kíkja á fjölskyldudag á Ei- ríksstöðum í Haukadal. Á morgun verður sunnan- og suð- vestan 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum, en léttskýjað NA-til. Hiti 10 til 20, hlýjast eystra. Á föstudag verður suðlæg og suð- vestlæg átt 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum og svo skúrir seinnipartinn, en léttskýjað NA-til. Hiti 10 til 20, hlýjast NA-til. Á laug- ardag verður vestlæg eða breyti- leg átt, 5-10 m/s. Skýjað með köfl- um og smá skúrir víða. Hiti 9 til 16 stig og á sunnudag vestan og suð- vestan 3-10 m/s, bjart með köflum og hlýtt. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvað af eftirfarandi lesendur Skessuhorns myndu helst vilja. 65% vildu vinna stóran lottóvinning, 23% vilja finna upp hamingjuvélina, 5% vera einvald- ur á Íslandi í eitt ár, 5% vera töfra- menn í einn dag en 3% vera starfs- maður mánaðarins látlaust. Í næstu viku er spurt: Hefurðu farið oft í megrun? Ásdís Baldvinsdóttir í Borgarnesi fagnaði sjötugsafmæli sínu í gær og hættir nú formlega störfum sem leikskólakennari eftir 42 ára farsælt starf. Hún er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Ekkert íbúðar- húsnæði til sölu BÚÐARDALUR: Athygli vek- ur að ekki ein íbúð eða einbýlis- hús var til sölu í Búðardal síð- astliðinn mánudag, ef marka má fasteignasölusíður. Þar hefur lítið verið byggt á liðnum árum, en þó var fimm íbúða raðhús með leiguíbúðum byggt á síð- asta ári. Í dreifbýli dalabyggð- ar eru hins vegar nokkrar jarð- ir og landspildur auglýstar til sölu samkvæmt vef fasteigna- sala. -mm Stefnir í læknaskort VESTURLAND: Í síðustu viku fjallaði fréttastofa ríkis- útvarpsins talsvert um þann læknaskort sem nú er á lands- byggðinni, raunar alls stað- ar utan suðvesturhorns lands- ins. Í þeirri umræðu sagði for- maður Læknafélags Íslands að gera þyrfti læknastarfið úti á landi meira aðlaðandi með því að breyta vaktafyrirkomulagi og minnka álag. Í þessari umfjöll- un var sérstaklega rætt um al- varlega stöðu sem horft er fram á að geti skapast í Borgarnesi með haustinu. Þar er útlit fyrir að enginn læknir verði starfandi eftir sumarið. -mm Dópaður og þrísviptur BORGARNES: Lögreglu- menn á eftirlitsferð, aðfararnótt þriðjudags, stöðvuðu för öku- manns á Borgarbraut í Borgar- nesi. Við athugun reyndist öku- maður vera sviptur ökuréttind- um og var þetta í þriðja skipt- ið sem hann er tekinn próflaus. Þá er hann jafnframt grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. -frg Lífstíls- og gjafavöruverslun, Hyrnutorgi, Borgarnesi & www.fok.is Til hamingju með vel heppnaða Hinseginhátíð Vesturlands um liðna helgi Heyskapur hefur gengið vel hjá bændum á Vesturlandi nú í júlí. Einstaka bændur hófu slátt í júní en flestir um síðustu mánaðamót. Nokkrir hafa nú lokið fyrri slætti, einkum þó kúabændur og þeir sem gátu friðað túnin í vor fyrir beit. Framboðslisti Miðflokksins í Norð- vesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi síðastliðinn fimmtu- dag. Flokkurinn hlaut við síðustu kosningar tvo þingmenn sem nú skipta tvö efstu sætin líkt og þá. „Ég er virkilega ánægður með öfl- ugan lista sem nú hefur verið sam- þykktur. Á honum er margt kröft- ugt og gott fólk sem ég hlakka til að vinna með í kosningabaráttunni sem í hönd fer og á næsta kjörtíma- bili. Þarna næst fram góð blanda af reynslu og yngra fólki sem er til- búið að hella sér í baráttuna,” seg- ir Bergþór Ólason oddviti listans í samtali við Skessuhorn. Sex efstu sæti listans eru þannig skipuð: Í 1. sæti er Bergþór Ólason, alþing- ismaður, Akranesi. Í 2. sæti er Sigurður Páll jónsson, alþingismaður, Stykkishólmi. Í 3. sæti er Finney Aníta Thelmu- dóttir, háskólanemi, rvk/Ísafirði. Í 4. sæti er ilóna Sif Ásgeirsdótt- ir, starfmaður við frístund, Skaga- strönd. Í 5. sæti er Högni Elfar gylfason, bóndi og vélfræðingur, Skagafirði. Í 6. sæti er Hákon Hermannsson, framkvæmdastjóri, Ísafirði. mm Margir langt komnir eða búnir með fyrri slátt grasspretta fór hægt af stað í vor sökum kulda og lítillar vætu, en eftir að hlýna tók í veðri í endaðan júní tók hún hressilega við sér. Ágæt gæði eru á þeim heyfeng sem náðst hefur. Búast má við því að uppskera af sama magni að minnsta kosti fá- ist í öðrum slætti. Nú vantar vætu á túnin en henni er einmitt spáð ein- hverja daga nú í vikunni. grétar Þór reynisson bóndi á Höll í Þverárhlíð kveðst í samtali við Skessuhorn vera búinn með fyrri slátt á jörð sinni og allt hey komið í plast. Hann gerir út hey- vinnutæki og kemur til aðstoðar bændum við heyskap á þremur eða fjórum jörðum í nágrenninu. Að- spurður um hvernig heyskapur hafi gengið fram að þessu segir grétar: „Það hefur gengið vel, enda veð- urspáin aldrei staðist,“ segir hann og hlær, og vísar til þess að oft hafi verið spáð vætu á hans slóðum sem ekki hafi svo skilað sér. „Það var fínasti þurrkur nú um helgina og margir sem náðu að komast langt með fyrri slátt.“ grétar segir að einkum séu það sauðfjárbændur sem hafa þurft að bíða með að hefja slátt enda þurfti að halda fé á tún- um lengi þar sem lítill gróður var á heiðinni og seint hægt að keyra á fjall. mm Grétar í Höll er hér að rúlla heyi á sléttum á Lindarhvoli, næstu jörð við Höll. Miðflokkurinn birtir framboðslista sinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.