Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 8
MiðViKudAgur 14. júLÍ 20218 Á 134 kílómetra VESTURLAND: Ökumað- ur var stöðvaður á 134 kíló- metra hraða á Vesturlands- vegi á móts við Þjófakletta á fimmtudag í síðustu viku. Sekt fyrir slíkt brot nem- ur 120 þúsund krónum auk tveggja punkta í ökuferils- skrá. -frg Á óskráðu fjór- hjóli með barn SNÆFELLSNES: Lög- reglumenn veittu ökumanni fjórhjóls á Snæfellsnesi eft- irför á laugardag. Ökumað- urinn var hjálmlaus auk þess sem hann var með lítið barn fyrir framan sig á hjólinu. reyndist barnið vera þriggja ára. Hjólið var óskráð, ekki á númerum, og þar af leið- andi ótryggt. Barnaverndar- yfirvöldum var tilkynnt um málið og á ökumaður nokkr- ar kærur yfir höfði sér. -frg Á 136 á Vesturlandsvegi VESTURLAND: Öku- maður mældist á 136 kíló- metra hraða á Vesturlands- vegi á móts við Hótel Hamar síðdegis á laugardag. Hann hlaut fyrir tiltækið 150 þús- und króna sekt auk þriggja punkta í ökuferilsskrá. -frg Lottó leitar að vinningshafa LANDIÐ: Vinningshafi sem fékk fjórfaldan pott óskiptan, rúmlega 54,5 milljónir króna, í Lottó 12. júní síðastliðinn hefur enn ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Miðinn var keyptur á N1 Háholti í Mosfellsbæ. „Því biðlar Ís- lensk getspá til allra þeirra sem keyptu sér miða hjá N1 Háholti fyrir útdráttinn 12. júní að renna vel yfir miðana og tölurnar í von um að þessi stóri vinningur komist sem fyrst í réttar hendur,“ seg- ir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. -mm Höfuðstöðvar Vegagerðarinn- ar fluttar RVK: Með nýjum höfuð- stöðvum Vegagerðarinnar verður starfsemi stofnunar- innar á höfuðborgarsvæð- inu sameinuð á einn stað, en Vegagerðin var áður á þremur stöðum; í Borgar- túni, Vesturvör í Kópavogi og Hringhellu í Hafnarfirði. „Flutningurinn á starfsemi miðstöðvar Vegagerðarinn- ar hefur staðið yfir undan- farna daga og vikur og hef- ur stærstur hluti starfsmanna hafið störf í nýju húsnæði. Viðskiptavinum Vegagerðar- innar á höfuðborgarsvæðinu er nú vísað á nýjan stað en móttaka gesta og allra sem þurfa að leita til Vegagerðar- innar er nú formlega flutt að Suðurhrauni 3 í garðabæ.“ Fréttatilkynning Aflatölur fyrir Vesturland 3. til 9. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 24 bátar. Heildarlöndun: 32.411 kg. Mestur afli: Ársæll Sigurðs- son HF-80: 3.889 kg. í fjór- um löndunum. Arnarstapi: 14 bátar. Heildarlöndun: 26.359 kg. Mestur afli: Heppinn AK-31: 4.337 kg. í þremur löndunum. Grundarfjörður: 13 bátar. Heildarlöndun: 111.228 kg. Mestur afli: Steinunn SF-10: 84.921 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 30 bátar. Heildarlöndun: 56.862 kg. Mestur afli: Oliver SH-248: 4.526 kg. í fjórum löndun- um. Rif: 18 bátar. Heildarlöndun: 37.475 kg. Mestur afli: gaffallinn EA-0: 8.218 kg. í einni lönd- un. Stykkishólmur: 17 bátar. Heildarlöndun: 34.725 kg. Mestur afli: Fríða SH-565: 4.360 kg. í fjórum löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Steinunn SF-0 GRU: 84.921 kg. 8. júlí. 2. Gaffallinn EA-0 RIF: 8.218 kg. 3. júlí. 3. Sverrir SH-126 ÓLA: 2.856 kg. 6. júlí. 4. Júlli Páls SH-712 ÓLA: 2.340 kg. 7. júlí. 5. Heppinn AK-31 ARN: 2.249 kg. 7. júlí. -frg Alþjóðlega þríþrautarmótið ice- land Extreme Triathlon var haldið á Snæfellsnesi um helgina. Mótið var haldið á Snæfellsnesi árið 2019 en féll niður í fyrra sökum heims- faraldurs. Keppt var í maraþoni og hálfmaraþoni en keppnin hófst aðfararnótt laugardags á tæplega fjögurra km löngu sundi við rætur Kirkjufells. Að því loknu var hjól- að 205 km leið um Snæfellsnes áður en hlaupið var heilt maraþon yfir jökulhálsinn, frá Ólafsvík að Arnar- stapa, og aftur til baka. Bækistöðvar mótsins voru í Ólafsvík og alls luku 30 keppendur keppni í mótinu um helgina. Í fyrstu þremur sætunum í mara- þoninu voru Bandaríkjamenn- irnir Nicholas Ponsor á tíman- um 13:28:13, john Fitzgerald varð annar á 13:43:42 og Fernardo Lo- pez þriðji á 14:01:19. Einn íslensk- ur keppandi náði að ljúka keppni í maraþoninu en það var hinn 63 ára gamli Bogi jónsson sem var á tím- anum 19:32:58 og lenti í 13. sæti af þeim 14 keppendum sem luku keppni. Í fyrstu tveimur sætunum í hálf- maraþoninu voru Bandaríkjamenn- irnir joseba Brit Elola á tímanum 6:41:32, dennis Breza varð ann- ar á 6:55:30 og svo var það guð- jón Traustason sem varð í þriðja sæti á 7:13:23 og þá lenti Trausti Valdimarsson í því fjórða á 7:25:11 en alls luku tólf keppendur keppni í hálfmaraþoninu. Mótshaldarar komu frá Banda- ríkjunum, frá Extreme Endur- ance Events, og eru aðrar keppn- ir á þeirra vegum haldnar árlega í Alaska og á Hawaii. Þess má geta að þeir leituðu sérstaklega eftir því að mótið yrði haldið á Snæfells- nesi og skyldi engan undra. Þeim innan handar voru íslenskir aðilar sem staðið hafa að þríþrautarmót- um hér á landi og því vanir einstak- lingar sem koma að skipulagningu mótsins. vaks Miðnætursundstund í Lýsulaug- um var haldin í annað sinn föstu- daginn 9. júlí síðastliðinn. Lýsu- laugar á Snæfellsnesi er eina laugin sinnar tegundar á landinu og í raun einstakar á heimsvísu. Í lauginni er heitt ölkelduvatn sem kemur beint upp úr jörðinni, inniheldur græn- þörunga og er ríkt af magnesíum og kalsíum. Það var Svæðisgarður Snæfells- ness sem stóð fyrir Miðnætursund- stundinni. Boðið var upp á kalt Öl- kelduvatn undir áhrifum mohijo, blandað ýmsum hráefnum af svæð- inu. Má þar nefna rabbabarasý- róp frá sveitamarkaðinum Búsæld á Breiðabliki og kryddjurtum og ætum blómum frá ræktunarstöð- inni Lágafelli. Þá var graslaukur nýttur sem rör í anda umhverfis og heilsu. gestir gátu einnig sett á sig heimagerðan andlitsmaska og gúrkur yfir augun. Viðburð- inn sóttu hátt í hundrað manns og komu gestir af Snæfellsnesi og víð- ar. Fyrirhugað er að halda „miðnæt- ursundstund“ í öllum laugum Snæ- fellsness í sumar. Texti og myndir: Hlédís Sveinsdóttir. Þorsteinn Bárðarson hjólreiðakappi úr Snæfellsbæ gerði sér lítið fyrir og sigraði í Elite flokki Kia gull- hringsins í hjólreiðum um liðna helgi. Elite flokkurinn er lengsta leiðin en þar eru hjólaðir 96 kíló- metrar. Þorsteinn hjólaði á tíman- um 02:19:57 en næstu menn voru örfáum sekúndum á eftir honum. Þorsteinn hefur verið duglegur að keppa í hjólreiðum undanfarin misseri og hefur staðið sig vel. tfk Fremstur á meðal jafningja í Elite flokki Alþjóðlegt þríþrautarmót fór fram á Snæfellsnesi Hér má sjá keppnisleiðina. Fjölmenni á miðnætursund- stund í Lýsulaugum HVAÐ ER PLANIÐ? Kíktu á baksíðuna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.