Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 2
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 20212 Skólarnir eru hafnir og þá reynir á snilld foreldra í samlokugerð og þess háttar vafstri. Gamla góða skinku- og ostasamlokan er á undanhaldi og því um að gera að vera frumlegur í álegginu. Með smjörinu ofan á brauð- ið eru egg gott álegg og einnig ban- anar, spægipylsa, paprikur, gúrkur, epli, malakoff, drottningarsulta og jafnvel kæfa líka þótt sú hugmynd sé yfirleitt kæfð í fæðingu af heimilisfólkinu. Því er um að gera að viða að sér alls kyns hugmyndum því fram undan er lang- ur vetur í samlokukortunum. Á morgun fimmtudag verður sunn- an 5-13 m/s. Skýjað með köflum sunn- an- og vestanlands og sums staðar dá- lítil væta, hiti 12 til 17 stig. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi með hita allt að 23 stigum. Á föstudag verður sunnan- og suðaustan 8-15 en 15-20 í vindstrengjum á vestanverðu land- inu þangað til síðdegis. Víða rigning og hiti 12 til 16 stig en þurrt og bjart norðaustan til með hita 17 til 22 stig. Á laugardag og sunnudag verður ákveð- in suðvestanátt og lítilsháttar væta á vestanverðu landinu en yfirleitt létt- skýjað austan til. Hiti 12 til 20 stig, hlýj- ast á Austurlandi. Á mánudag verður suðlæg átt með smásúld en léttskýjað og hlýtt norðan- og austanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Átt þú einhverskonar hýsi á hjólum?“ 62% svarenda sögðu afdrátt- arlaust Nei og 38% svarenda sögðu Já við spurningunni. Í næstu viku er spurt: Ertu myrkfælin(n)? Í síðustu viku var myndarlegur hani, af íslensku landnámshænsnakyni, á ferðinni í skógræktinni á Akranesi og í jaðri golfvallarins. Tilurð hanans á þessu svæði vakti upp talsverðar vangaveltur og ítrekaða umræðu á samfélagsmiðlunum. Eitt gleymdist þó í þessari umræðu en það var að finna nafn á hanann. Hanastél, Hola í höggi, Haukur, Goggi og Herbert eru öll góð og gild hananöfn en hvað sem hann nú heitir er hann Vest- lendingur vikunnar og Hana nú! Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Heimir Fannar til Advania AKRANES: Skagamaður- inn Heimir Fannar gunn- laugsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri við- skiptalausna advania. Frá 2013 hefur hann starfað hjá Microsoft, lengst af sem for- stjóri. Heimir hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýs- ingatæknigeiranum. Undan- farin tvö ár hefur hann að- stoðað alþjóðleg fyrirtæki við að nýta viðskiptalausn- ir Microsoft. Þar á undan stýrði hann skrifstofu Micro- soft á Íslandi í sex ár. advania hefur um árabil boðið upp á viðskiptalausnir Microsoft, bæði Business Central og dynamics365. Hjá fyrirtæk- inu starfar fjölmennur hóp- ur Microsoft- sérfræðinga. Heimir tekur við af Einari Þórarinssyni sem hverfur til annarra starfa innan adv- ania og verður Heimi innan handar fyrst um sinn. -mm Löggan kíkti út á lífið VESTURLAND: Lögregl- an á vesturlandi kíkti á fjóra skemmtistaði í umdæminu í liðinni viku í þeim tilgangi að hafa eftirlit með hvern- ig staðið væri að sóttvarn- arreglum á þessum stöð- um. Niðurstaðan var sú að rekstraraðilar skemmtistaða á þessu svæði fylgja reglum mjög vel en ekki var að sjá nein brot á sóttvarnareglum. Á tveimur þessara staða var allt í topp málum en á tveim- ur gerði lögreglan smávægi- legar athugasemdir við að- ferðir sem notaðar voru við skráningar á viðskiptavinum. -arg Eiganda strandveiðibáts barst ný- verið bréf frá veiðieftirlitssviði Fiski- stofu. Þar er tilkynnt að við veiðieft- irlit Fiskistofu frá Ólafsvík hafi sjó- maðurinn verið staðinn að brott- kasti. Tveimur þorskum hafi ver- „vegna manneklu hjá okkur þessa vikuna þá er þjónusta hjá okkur hægvirkari. við biðjum ykkur að sýna skilning. Takk kærlega fyr- ir.“ Þannig hljóðuðu skilaboð sem mættu fólki á veitingastað í Borg- arnesi um síðustu helgi. Það skal tekið fram að blaðamaður fékk frá- bæra þjónustu þrátt fyrir þetta. Svo virðist sem verslunar- og þjónustu- fyrirtæki eigi víða erfitt með að fá fólk til starfa. verða af þeim sökum að stytta opnunartíma og jafnvel loka einhverja daga vikunnar til að starfsfólk fái lögbundið frí. auglýs- ingar eftir starfskröftum bera hrein- lega ekki árangur. Skessuhorn hef- ur heimildir fyrir því að slíkt vanda- mál sé hvarvetna á vesturlandi, allt frá akranesi, Borgarnesi, Borgar- firði, Snæfellsnesi og í dölum. Á það hefur verið bent að erfið- ara hefur reynst í sumar að fá er- lent fólk til starfa hér á landi vegna óvissu sem rekja má til Covid-19. Nú þegar framhaldsskólar eru byrj- aðir eykst vandinn svo til muna þegar skólafólkið hverfur af vinnu- markaðinum. Loks hefur einn- ig verið bent á að munur á bóta- greiðslum vegna atvinnuleysis og lægstu launum er ekki mikill og því sækist fólk ekki eftir störfum við þjónustu. mm Eftirlitsiðnaðurinn með allar klær úti ið hent í sjóinn eftir að þeir fengust á handfæri. Í bréfi til eiganda báts- ins segir m.a: „við eftirlit hafi verið notast við fjarstýrt flugfar með staf- rænni myndavél. Flognir hafi verið 5,5 km að fiskiskipinu [...] og flug- farinu haldið yfir skipinu í um 119 metra hæð. Þaðan var fylgst með veiðum skipsins án þess að upp- tökubúnaður væri virkjaður. Fljót- lega sást skipverji henda fiski í sjó- inn og var þá upptökubúnaður virkj- aður. Eftir það sást skipverji henda í sjóinn tveimur þorskum sem komið höfðu um borð í skipið með hand- færum.“ Fiskistofa tekur það fram í bréfinu að ekki verði nánar aðhafst vegna atviksins. útgerðarmaðurinn sem í hlut á segist í samtali við Skessuhorn vera afar óhress með efni þessa bréfs frá veiðieftirlitsmönnum en ekki síð- ur aðferðafræðina sem hann kall- ar njósnir og brjóti persónuvernd. Segir hann að meint brottkast hafi verið þorskur af smæstu gerð sem er með öllu verðlaus og hafi auk þess verið sprelllifandi og því ástæðulaust að fara með í land. Slíkum smáfiski eigi að gefa líf svo hann geti stækkað og orðið að nýtanlegum fiski síðar. auk þess segir hann að veiðieftirlits- menn hafi einatt skammað sjómenn ef þeir hafa komið með verðlausan smáþyrskling sem þennan í land. „Það sem mér finnst þó verra er að njósnað sé um okkur smábátasjó- menn með rándýrum njósnatækj- um, sem í þessu tilfelli kosta um sjö milljónir króna, og látið í það skína að við séum einhverjir glæpamenn. Kostur handfæraveiðanna er einmitt í hnotskurn sá að hægt er að sleppa til lífs smáfiski sem kemur á krók- ana. annað hvort ber þessi aðferð eftirlitsiðnaðarins vott um einelti í garð okkar smábátasjómanna eða að starfsmenn viðkomandi stofnunar vanti verðug verkefni til að láta dag- inn líða,“ sagði sjómaðurinn í sam- tali við Skessuhorn. Hann kýs að koma ekki fram undir nafni. mm Á heimleið til Ólafsvíkur. Ljósm. af. Manneklu gætir víða í ferðaþjónustu dómsmálaráðuneytið vekur athygli á því að framboðsfrestur til alþing- is er til klukkan 12 á hádegi 10. september. Fyrir þann tíma liggur ekki fyrir hvaða stjórnmálasamtök bjóða fram lista í komandi kosning- um til alþingis, sem fara fram 25. september. „vegna þessa liggja ekki frammi upplýsingar um framboðslista og listabókstafi, á þeim stöðum þar sem kosning utan kjörfundar fer fram. Kjósendur sem greiða atkvæði utan kjörfundar skulu rita listabók- staf þess flokks sem þeir kjósa með eigin hendi. Stimplar með listabók- stöfum verða til reiðu þegar fyrir liggur hverjir eru í framboði. Lög- um samkvæmt ber dómsmálaráðu- neytinu að halda skrá um listabók- stafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram við síðustu alþingiskosningar og birta hana. Hefur það verið gert í Stjórnartíðindum. Jafnframt ber að birta viðbætur við auglýsinguna þegar nýjum listabókstöfum er út- hlutað og er þær viðbætur að finna í auglýsingunni,“ segir í tilkynningu. mm Framboðsfrestur ekki liðinn þótt utan kjörfundar atkvæðagreiðsla sé hafin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.