Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 12
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 202112 Framkvæmdir við grundarfjarðar- höfn eru í góðum gír og vel geng- ur að steypa þekjuna á nýju bryggj- una. Búið er að steypa um 3.000 fermetra en alls er þekjan um 4.400 fermetrar og því langt kom- in. Skemmtiferðaskipin eru far- in að leggjast að nýja hafnarkant- inum, eins og fram hefur komið í Skessuhorni, og nýta þau bætta þjónustu hafnarinnar. tfk gísli Jónsson og Erla dís Sigur- jónsdóttir hafa í fjögur ár verið eig- endur hússins við Breiðargötu 2b á akranesi. Húsið sem stendur næst Hafbjargarhúsinu, mun hafa ver- ið byggt sem sláturhús af Kaup- félagi Suður Borgfirðinga um 1930 og var slátrað í því um árabil. Síð- ar var húsið m.a. notað sem aðstaða útgerðarmanna og sem beitningar- skúr en hefur staðið lítt notað und- anfarin ár. Nú er búið að gera hús- ið upp að utan en innandyra verður það lagað að þeirri starfsemi sem þar verður. gísli segir í samtali við Skessuhorn að vafalítið verði starf- semin í húsinu tengd ferðaþjón- ustu en vill að öðru leyti ekki upp- lýsa nánar um það á þessu stigi. Búið er að skipta um þak og klæða húsið að utan með standandi við- arklæðningu. Samfastur er beitn- ingarskúr en samkvæmt gísla hef- ur eigandi hans ákveðið að lagfæra sinn hluta hússins svo það fái allt svipað útlit. mm Stjórn Neista, félags slökkviliðs- manna í Borgarbyggð, átelur í opnu bréfi til sveitarstjórnar að það muni dragast um sinn að fjárveit- ing fáist til kaupa á nýrri loftpressu sem hleður á súrefniskúta slökkvi- liðsmanna. Byggðarráð fjallaði um umsókn Neista á fundi sínum síð- astliðinn fimmtudag og lagði þar til að loftpressan verði keypt eigi síð- ar en um næstu áramót, þannig að fjármögnun hennar falli undir fjár- hagsáætlun sveitarsjóðs fyrir næsta ár. Þessa bið sætta slökkviliðsmenn sig ekki við. „Þetta ákveður byggð- arráð þrátt fyrir að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi tekið sér- staklega fram í nýlegri skýrslu sinni að loftgæði loftsins séu verri en lág- markskröfur segja til um og að loft- pressan fái falleinkunn. Slökkvi- liðsmönnum finnst þetta blaut tuska í andlitið að ekki sé hægt að gera viðauka til að heimila kaup á þriggja milljóna króna loftpressu til að tryggja loftgæði í súrefniskútum slökkviliðsmanna sé 100%,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Neista vegna málsins. Vísað til fjárhags- áætlunar 2022 Í ítarlegri bókun byggðarráðs frá fundinum á fimmtudaginn segir að í niðurstöðum fagráðs, eftir yfirferð á framkominni skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sé lögð áhersla á að loftfylling lofthylkja verði endurnýjuð í samræmi við niðurstöðu skýrslu HMS til að bæta loftgæði lofthylkjanna og keypt ný loftpressa. „Óskar fagráð eftir að ný loftpressa og aðstaða fyrir hana verði keypt á árinu 2021 og gerð- ur viðauki við fjárhagsáætlun,“ seg- ir í bókun byggðarráðs sem bendir á að endurnýjun loftpressu og að- stöðu til loftfyllingar hafi ekki verið á forgangslista Slökkviliðs Borgar- byggðar sem byggðarráð óskaði eftir fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2021. „Fyrst í forgangsröðun var að fá fleiri bil í húsi slökkviliðsins að Sólbakka og er verið að vinna að því að finna nýtt húsnæði fyrir safn- geymslu Safnahúss Borgarbyggðar til þess að slökkvilið fái það aukna rými sem þörf er á. Númer tvö í forgangsröðun var að fá herbergi til kennslu og funda, þ.e. herbergið sem Sögufélag Borgarfjarðar hafði til umráða. Slökkviliðið hefur feng- ið herbergið til umráða og verður herbergið nýtt á sem bestan hátt til að leysa aðstöðuleysi slökkviliðsins tímabundið. Í nýrri samantekt for- gangsröðunar í tíu ára uppbygging- aráætlun slökkviliðsins er í fyrsta forgangi að fá allt húsnæðið að Sólbakka 13-15, sem er í vinnslu. Stærra húsnæði er ætlað að leysa nokkur þeirra atriða sem gerðar eru athugasemdir við í úttekt slökkvi- liðs Borgarbyggðar, svo sem bún- ingsaðstöðu og þvotta- og hrein- lætisaðstöðu. Ný loftpressa í öðrum forgangi.“ Loks bendir byggðarráð á að allar fjárfestingar og rekstur sveitarfélaga þurfa að vera ákvarð- aðar í fjárhagsáætlun ársins. Sveit- arstjórn getur þó ákveðið að gera viðauka við fjárhagsáætlun þeg- ar upp koma óviðráðanlegar að- stæður eða með samþykki sveitar- stjórnar. „Byggðarráð vísar kaupum á loftpressu til fjárhagsáætlun 2022, kostnaðaráætlun verði gerð fyrir kaupin á loftpressu og þeim breyt- ingum sem þarf að gera á húsnæð- inu,“ segir í bókuninni. Heilsuspillandi loftgæði „Okkur í stjórn Neista þykir sorg- legt að lesa það í fundargerð byggð- arráðs að ekki standi til að gera við- auka við fjárhagsáætlun til þess að kaupa nýja loftpressu upp á rúm- ar þrjár milljónir en það þykir ekki til töku mál að gera viðauka upp á vel rúmlega 200 milljónir til þess að kaupa nýtt ráðhús. Og af hverju var keypt nýtt ráðhús? Jú, því aðstæð- ur í því gamla voru heilsuspillandi! Loftið sem við öndum að okkur og er dælt inn á loftkútana af núver- andi pressu er einmitt heilsuspill- andi, það er töluvert yfir því hæsta hámarki sem má vera varðandi loft- gæði en það virðist ekki skipta neinu máli í þessu samhengi,“ segir í yfir- lýsingu sem stjórn Neista sendi og óskaði birtingar í Skessuhorni, eftir að niðurstaða fundar byggðarráðs síðastliðinn fimmtudag lá fyrir. mmSéð yfir svæðið þar sem nýtt netaverkstæði G.Run mun rísa. Búið að steypa stóran hluta af þekjunni Starfsmenn Almennu umhverfisþjónustunnar taka stöðuna. F.v. Atli Freyr Frið- riksson, Friðrik Tryggvason, Sveinn Bárðarson og Jóhann Marteinsson. Sveinn Bárðarson er hér að slá utanaf nýjustu steypunni. Séð yfir endann á höfninni. Hlúir að níutíu ára húsi á Breið Tekist á um kaup á loftpressu fyrir slökkviliðið Slökkviliðsmenn á vettvangi bruna. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.