Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 28
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 202128
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein Pennagrein
Pennagrein
Ég hef rekið mig á það að margt
hefur breyst í verkalýðs- og hags-
munamálum á Íslandi síðustu ára-
tugi. Þegar ég var að alast upp var
guðmundur Jaki áberandi persóna
á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að
ósekju. Það var annar taktur í þjóð-
félaginu þá. atvinnuleysi og verð-
bólga algengt fyrirbæri sem lagðist
helst á hina vinnandi stétt. Það var
verkalýðurinn í landinu sem borg-
aði yfirleitt brúsann að lokum.
Nú á tímum er landslagið orðið
annað. Flestir sem ég kannast við
semja orðið sjálfir um eigin laun og
fyrirtæki eru í stöðugri samkeppni
um besta vinnuaflið. Það er vissu-
lega kærkomin breyting frá því að
vinna á strípuðum töxtum eins og
tíðkaðist. Það tel ég vera breytingu
til batnaðar að stór hluti vinnu-
aflsins skuli vera sjálfráður í eigin
launamálum. Nýlega hóf ég störf
hjá Sambandi stjórnendafélaga
(STF) sem áður hét verkstjóra-
samband Íslands. Það sem vekur
athygli mína er að þegar maður
ræðir verkalýðs- eða félagsstörf í
dag við yngra fólk að þá ranghvolf-
ir það augunum. En því miður er
það þannig að þú tryggir ekki eft-
ir á. Þó að stjórnendur standi ein-
hvers staðar á milli fyrirtækis og al-
mennra starfsmanna þá þarf stjórn-
andinn ekki að fyrirgera rétti sínum
til að eiga rétt á sjúkradagpening-
um og öðrum styrkjum sem undir-
menn þeirra fá í sínum stéttarfélög-
um. Það er of dýru verði keypt.
En til að gera langa sögu stutta
að þá er STF samband stjórnenda-
félaga sem gætir hagsmuna félags-
manna í ellefu aðildarfélögum sam-
bandsins sem eru út um allt land.
STF er einskonar regnhlífarsam-
band fyrir ellefu aðildarfélög.
Félagsmenn okkar eru aðallega fólk
sem semur sjálft um sín eigin laun.
við höfum verkfallsrétt en höfum
aldrei beitt honum. við hjá STF
gerum reglulega launakannanir
sem styðja við kröfur félagsmanna
varðandi laun þeirra eftir fagi. Þess
má geta að við gerum kjarasamn-
inga fyrir okkar félagsmenn. Eins
höfum við aðstoðað félagsmenn
við gerð ráðningarsamninga. Okk-
ar sérstaða er gríðarsterkur sjúkra-
sjóður sem grípur félagsmanninn í
veikindum sínum (launavernd) eða
barns undir 18 ára. við bjóðum upp
á ríkulega styrki til menntunar og
heilsu. Einnig bjóðum við upp á fín
sumarhús víðs vegar um landið og
leigu á hjólhýsum yfir sumartím-
ann.
Ég er vandvirkur og varkár mað-
ur. Þegar ég tók við starfi kynning-
arfulltrúa STF vildi ég gera ánægju-
könnun hjá okkar félagsmönn-
um til að vera þess viss að ég væri
ekki að selja gallaða eða skemmda
vöru. við fengum til liðs við okk-
ur margreynt ráðgjafafyrirtæki sem
hefur gert mikið af könnunum fyr-
ir helstu fyrirtæki landsins. Félags-
menn okkar voru spurðir um þjón-
ustu STF; þjónustuver, orlofskost-
ir, sjúkrasjóður, stjórnendanám og
menntasjóður voru gefin einkunn.
Einnig var spurt hversu líklegt eða
ólíklegt væri að þú mæltir með
STF við vin eða vinnufélaga (NPS
kvarði). Niðurstöðurnar voru þessu
ágæta ráðgjafafyrirtæki ráðgáta. Því
STF og aðildarfélög þess fengu það
góða einkunn í skoðanakönnuninni
að það skákar bestu fyrirtækjum
landsins. NPS kvarðinn er 200 stiga
kvarði sem nær frá -100 stigum til
100 stiga. Meðaltalsskor fyrirtækja
á Íslandi er -14 stig. Fremstu fyr-
irtæki heims eru með 50-70 stig í
einkunn. En STF er að fá 48 stig
sem er í raun 148 stig af 200 mögu-
legum. Það verður að teljast frábær
einkunn.
Ég hef því í raun komist að því að
ég er ekki að selja skemmda eða gall-
aða vöru heldur þvert á móti fram-
úrskarandi afurð. Því vil ég hvetja
alla þá sem vilja njóta góðrar þjón-
ustu og kjara að skoða hvort aðild
að stjórnendafélagi sé ekki rökrétt
skref inn í þeirra framtíð. Þeir sem
semja sjálfir um eigin laun eða eru
stjórnendur (vaktstjóri, verslunar-
stjóri, bílstjóri, deildarstjóri, verk-
stjóri, tæknistjóri, mannauðsstjóri,
liðsstjóri o.s.frv) eru gjaldgengir
í stjórnendafélag. viljir þú kanna
málið betur bendi ég á stf.is eða að
hafa samband við Stjórnendafélag-
ið Jaðar á akranesi eða Stjórnenda-
félag vesturlands.
Eyþór Óli Frímannsson
Höf. er kynningar- og mennta-
fulltrúi STF
Hagsmuna-
samband
stjórnenda
Þegar sótt er um rekstarleyfi þurfa
að liggja fyrir umsagnir ábyrgra
opinberra aðila. Jákvæð eða nei-
kvæð. Ekki er hægt að víkja sér
undan að veita umsögn. Þetta kem-
ur skýrt fram í áliti samgöngu-
og sveitastjórnarráðuneysins um
stjórnsýslu í Borgarbyggð. Nið-
urstaða ráðuneytisins vegna sam-
skipta okkar í Fossatúni við Borg-
arbyggð er samt ekki í samræmi við
eigin skilgreiningu, þó hún sé ávít-
ur. Eðlileg niðurstaða væri bein-
skeyttari og afdrifaríkari fyrir Borg-
arbyggð.
Það var undarleg tilfinning og
sár, að fá símtal að morgni dags
fyrir tveimur árum um að lögregl-
an væri á leiðinni til að loka starf-
seminni. við með öll gistirými því
sem næst fullbókuð og rétt að kom-
ast yfir að hreinsa og framreiða
mat fyrir gestina. að þurfa að fara
að kljást við mannlegar ákvarðanir
og andstyggilegheit sem höfðu það
að markmiði að klekkja á okkur. af
hverju, vissum við ekki. Höfðum
alltaf sýnt fyllstu kurteisi í öllum
samskiptum og virt ábendingar og
engir annmarkar á rekstrinum eða
umhverfinu.
Ástæðan; byggingarfulltrúi
Borgarbyggðar hafði neitað að
veita Fossatúni umsögn vegna rek-
starleyfis, þrátt fyrir fyrirliggjandi
skriflega staðfestingu um að hann
myndi gefa jákvæða umsögn. Sím-
töl til skrifstofu og ráðafólks Borg-
arbyggðar reyndist árangurslaust,
enginn vilji bara „humm“. við
blasti að gera ráðstafanir og flytja
gestina vegna yfirvofandi lokunar.
Þessu fylgdi hugarangur og vesen,
sem setti alla starfsemina úr skorð-
um.
Loks ákvarðaði sýslumaður á
vesturlandi að rekstarleyfi skyldi
gefið út þrátt fyrir að umsögn vant-
aði frá byggingarfulltrúa Borgar-
byggðar. Þakka skal það sem vel er
gert og rétt. Lögregluheimsókn,
ósanngjarnri aðför og umtalsverðu
tjóni var afstýrt.
Það var svo skrýtið að fá bréf frá
lögreglunni skömmu síðar og stað-
festingu þess efnis að við Fossa-
túnshjón vorum sýkn orðin af broti
sem við höfðum aldrei framið.
Það er of yfirgripsmikið að fjalla
um efnislega þætti en fyrir þá sem
vilja þá er greinagóð samantekt á:
https://fossatun.is/is/yfirvold-
samskipti/
Eiginlega drepfyndin lesning.
raunveruleikinn dreginn um leið
fáránleikans og vanhæfni og illvilji
ríðandi við einteyming. Sorglegt
samt að lenda í valdníðslu þeirra
sem ráðnir eru til að liðka fyrir.
Steinar Berg Ísleifsson
Höf. er ferðaþjónustubóndi
í Fossatúni
Vegna álits um
stjórnsýslu í
Borgarbyggð
allir vilja og verða að hafa þak yfir
höfuðið. Eiga heimili, griðastað,
þar sem þeir geta átt einkalíf, notið
þess að vera með fjölskyldu sinni og
fengið ættingja og vini í heimsókn.
Nægilegt framboð af húsnæði á
sanngjörnu verði og af leiguhús-
næði fyrir hóflega leigu er bráð-
nauðsynlegt til að fólk og alveg
sérstaklega þeir sem ekki hafa úr
miklum peningum að spila, geti
búið sjálfum sér og börnum sínum
öruggt heimili. Skortur á hentugu
íbúðarhúsnæði fyrir verð sem fólk
ræður við að greiða, án þess þurfa
að steypa sér í miklar skuldir og
burðast með þær alla ævina, leiðir
til þess að fólk neyðist til að flytj-
ast úr byggðarlögum þar sem það
helst vill búa og starfa.
Skortur á hentugu íbúðarhús-
næði fyrir hóflegt verð er þó ekki
einungis ógn við einstaklinga og
fjölskyldur og tækifæri þeirra til að
eiga gott líf þar sem þeim líður vel
og vilja helst vera. Íbúðaskortur er
líka mikil ógn við atvinnulífið og
fyrirtæki sem vantar starfsfólk til
að geta starfað og dafnað. Marg-
vísleg tækifæri til uppbyggingar
og atvinnusköpunar glatast vegna
þessa.
Þegar ungt fólk flyst burt úr
byggðarlagi, vegna þess að það
getur ekki fundið þar húsnæði sem
hentar því og það ræður við að
kaupa eða leigja, missir byggðar-
lagið þann mikla mannauð sem býr
í þessa unga fólki, atvinnulífið nýt-
ur ekki starfskrafta þess og samfé-
lagið allt fer á mis við þann kraft og
sköpun sem í því býr.
Húsnæðismál eru því gríðarlega
mikilvægt réttlætismál sem snýst
um tækifæri alls fólks til að eiga
heimili, öflugt atvinnulíf og fram-
tíð byggðanna í landinu.
við í Sósíalistaflokknum ætlum
því að berjast af alefli fyrir því að
ríki og sveitarfélög standi við þá
mikilvægu skyldu sína að tryggja
fólki raunhæf tækifæri til að eign-
ast eða leigja húsnæði þar sem það
helst vill búa og starfa.
Ágústa Anna Ómarsdóttir.
Höf. er lyfjatæknir, býr í Stykk-
ishólmi og er á framboðslista Sósíal-
istaflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Húsnæðismál snúast um jöfn
tækifæri fólks, atvinnu og
framtíð byggðanna í landinu