Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 22
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 202122 Kassabílarallýið á akranesi fer fram um næstu helgi. Í tilefni af því var kassabílahittingur á laugardaginn á akratorgi þar sem fullt var af kassa- bílum og enn meira af fólki. Leik- skólabílarnir voru afhentir Frysti- húsinu og verða svokallaðir ísbílar fram að keppni fyrir gesti og gang- andi til að taka rúntinn á torginu. Næsta laugardag er svo kassa- bílarallýið. Mæting verður á akra- torgi klukkan 12 og hálftíma síð- ar verður ekið niður á akursbraut í halarófu þar sem keppnissvæðið er. Keppt verður í þremur grein- um. Klukkan 13.30 hefst keppni í Þrautabraut 1, klukkan 14.30 er keppni í Hvaða bíll rennur lengst með atrennu og klukkan 15.30 er keppt í Þrautabraut 2. Klukkan 17 verða úrslit tilkynnt og verðlauna- afhending. Kolbrún ingvarsdóttir ljósmynd- ari Skessuhorns kíkti á akratorgið á laugardaginn og smellti af nokkr- um myndum. vaks Kassabíla- hittingur á Akratorgi Tómstundastarf reykhólahrepps í samvinnu við æskulýðsnefnd glaðs stóð fyrir Hestaleikum glaðs fyrir börn á öllum aldri í reiðhöllinni í Búðardal. Þar reiddu saman hesta sína, í orðsins fyllstu merkingu, um 30 börn úr reykhólahreppi og dalabyggð. Markmið dagsins var hópefli, gera sér glaðan dag og jafn- vel fyrir einhverja að undirbúa sig undir keppnir seinna meir en það er nú bara aukaatriði. dagurinn var hreint út sagt frá- bær. Börnin brosandi út að eyrum ýmist á eigin hestum eða lánshest- um. En Fremri-gufudalur, Perlu- hestar Lindarholti og dalahest- ar lánuðu hesta svo að öll börn gátu vel við unað á skemmtilegum reynslumiklum reiðhestum. dagurinn byrjaði á þrautabraut fyrir knapa og hesta þar sem knap- arnir voru ýmist teymdir eða riðu sjálfir þrautabraut þar sem þurfti að fara sikk sakk, ná í keilu, færa hana á annað borð og fara í gegnum hlið til að klára brautina. Því næst sá Sjöfn Sæmundsdóttir reiðkenn- ari um sætisæfingar þar sem æfing- ar á borð við sprungnu rolluna, að fara heiminn og höfuð herðar hné og tær voru framkvæmdar af mik- illi yfirvegun og börnin öll með frá- bært jafnvægi. Á öllum alvöru hestamannamót- um er að sjálfsögðu einn af aðal punktunum að sýna sig og sjá aðra og hádegishléið fór í spjall og pylsu- át en börnin voru fljót að kynnast og byrja að hlæja saman. Eftir hádegi var svo farið í frjálsa ferð á tölti eða brokki og þeim öll- um stillt upp í myndatöku. Síðasti dagskrárliðurinn var svo kynning á fimleikum á hestum en þar prófuðu þau að standa upp, standa á haus (eða öxl) og sýndu börnin mikla fimi. allir fóru glaðir og ánægðir heim eftir vel heppnaðan dag og þökkum við öllum kærlega fyrir þátttökuna í deginum sem hver veit nema verði árviss. Jóhanna Ösp Einarsdóttir Tómstundafulltrúi Reykhólahrepps. Hestaleikar Glaðs voru í Búðardal um helgina

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.