Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 4
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Víkingarnir kunnu þetta Á forsíðu blaðsins gefur að líta svipmynd frá lokadögum merkilegs forn- leifauppgraftar vestur í Ólafsdal við gilsfjörð. Þar hafa fræðimenn í fjögur sumur grafið í rústum skála frá víkingaöld, kannað mannvistarleifar og al- mennt hvað fólkið á þessum tíma fyrir þúsund árum var að sýsla. Þetta er merkileg fræðigrein á margan hátt. Eiginleikar þeirra sem starfa við forn- leifarannsóknir þurfa ekki síst að vera nákvæmni, þolinmæði og viljinn til að fræðast. Ekki ósvipaðir eiginleikar og sagnfræðingar þurfa að hafa og blaðamenn ef því er að skipta. Ef fólk hefur ekki áhuga á að fræðast um ræturnar og uppruna sinn, hefur það ekkert erindi í fornleifafræði, sagn- fræði eða blaðamennsku. Íveruhús og bústaðir á tímum víkinga voru reistir hverju sinni með þeim byggingarefnum sem fundust á svæðinu. Lítið var um flutning á grjóti milli landshluta og öðru byggingarefni um langan veg, þótt á síðari tímum hafi menn tekið upp á því að flytja tilhöggvin hús milli landa, líkt og elstu timb- urhús vorra tíma sem komu gjarnan frá Noregi. Þá var heldur ekki stuðst við teikningar heldur byggðu menn hús með eigið hyggjuvit að vopni úr þeim efnum sem tiltæk voru. Teikningar komu löngu síðar. Svo liðu ár og aldir og farið var að gera teikningar af mannvirkjum, varðveita þær og nýta til bygginga á fleiri stöðum. Húsahönnun varð fræðigrein, arkitektar komu til sögunnar, verkfræðingar og allskyns hönnuðir lögðu línurnar fyrir smið- ina. Á vegum ríkis, sýslumanna og sveitarfélaga var farið að varðveita teikn- ingar og annast umsýslu þessara mála. En það er ekki nóg að hanna og teikna hús. Það þarf að afla leyfa til að mega byggja þau á stöðum þar sem ráð er gert fyrir slíkum mannvirkjum. af þeim sökum hafa verið samin og samþykkt skipulagslög, allt frá aðal- skipulagi, svæðisskipulagi og til deiliskipulags. allt skal niðurnjörvað þann- ig að byggingaraðilar viti hvað að þeim snýr. Skipulagsvaldið heyrir und- ir stofnanir hins opinbera og hafa sveitarfélög eftirlitshlutverkið á sinni könnu, sjá til þess að allt sé gert samkvæmt laganna hljóðan. allt það ferli sem býr að baki skipulagi svæða, byggðakjarna, gatna og lóða er þannig fyr- ir fram ákveðið. Ekki hvað síst er það gert til að enginn gangi á hlut hins, nágrannar geti haldið friðinn og til að heildarsvipur sé svona nokkurn veg- inn í takt við ákvæði skipulags hverju sinni. Þótt forfeður okkar víkingarnir hafi ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af landleysi og hvað þá skipulagsskilmálum, þá náðu þeir að því er virð- ist þrautalaust að koma sér upp húsum. Svo rammgerðum að grunnveggir þeirra eru enn sýnilegir þúsund árum síðar. Ekki er ég viss um að hús nú- tímans endist svo lengi. verður vafalítið flestum rutt burt fyrir önnur betri eftir nokkra áratugi. Hins vegar er nokkuð öruggt að skipulagslega standa menn sterkari í dag en þeir gerðu fyrir þúsund árum. Nú má ekki byggja hús, breyta glugga eða byggja garðskála nema eftirlitsiðnaðurinn þiggi dá- góðar greiðslur fyrir leyfisveitingar og utanumhald. auðvitað eru skipu- lagslög nauðsynleg til að allir geti haldið friðinn. Jafnvel þótt vanalega taki ferli í skipulagi nokkur ár er mikilvægt að vandað sé til verka. dæmin hafa rækilega sannað það. að öðrum kosti myndi frumskógarlögmálið kosta deilur og jafnvel mannvíg, líkt og forðum. að því sögðu er mikilvægt að minna á að stjórnvald sem ber ábyrgð á að allt sé samkvæmt bókinni kunni sjálft að fara eftir skipulagslögum. við höfum á síðustu vikum og misser- um séð óþægilega margar fréttir um að þar eru mönnum mislagðar hend- ur. Jafnvel eru dæmi um svo hrapalegt klúður í stjórnsýslu hins opinbera að maður óskaði sér helst að vera horfinn aftur um þúsund ár eða svo og byggja bara eins og manni sýndist, hvar sem hentaði. Magnús Magnússon Fram kemur á vef Snæfellsbæjar að bærinn efnir til hugmyndasam- keppni um framtíðarútlit á Sáinu í Ólafsvík. Íbúar og aðrar áhugasam- ir geta sent inn grunnhugmyndir að útliti og notkun á Sáinu til 26. september 2021. Óskað er eftir því að innsendum hugmyndum fylgi textalýsing og uppdráttur að teikn- ingu eins og viðkomandi sér svæð- ið fyrir sér. Markmið hugmyndasamkeppn- innar er að óska eftir hugmyndum frá íbúum sem sveitarfélagið get- ur haft til hliðsjónar við fjárhags- áætlunargerð næstu ára. allir, ung- ir sem aldnir, eru hvattir til að taka þátt og koma sínum hugmyndum á framfæri. Hugmyndasamkeppnin verður opin til 26. september 2021 og tekur Heimir Berg vilhjálms- son, markaðs- og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar, á móti hugmyndum á netfanginu heimir@snb.is. vaks Í hádeginu síðastliðinn föstudag varð harður árekstur tveggja bíla á mótum Stillholts og vesturgötu á akranesi. Ökumaður bíls virti ekki stöðvunarskyldu og ók í veg fyrir bíl sem ekið var um vesturgötu. annar bíllinn valt við áreksturinn og eld- ur kom upp í hinum. Slys urðu ekki teljandi en ökumenn beggja bíla voru þó fluttir til skoðunar læknis. Nágrannar slökktu eldinn í bílnum en slökkviliðsmenn hreinsuðu upp olíu af vettvangi. að sögn íbúa hafa árekstrar á þessum vegamótum verið algengir síðustu misserin. Telja þeir ótvírætt að bæta þurfi merkingar og jafnv- el koma upp hraðahindrunum svo koma megi í veg fyrir alvarleg slys á þessum stað. mm Strandveiðitímabilinu lauk um miðja síðustu viku þegar veiði- heimildir sumarsins voru fylltar. Það var mál manna að sjaldan hafi veiðar gengið jafn vel og í ár. afla- verðmæti var einnig mjög gott á fiskmörkuðum. víðir Haraldsson gerir út bátinn Mugg SH. Hann segir að þetta ár hafi verið metár hjá honum bæði í aflaverðmæti og í tonnum talið. En leiðinda veður- far við Snæfellsnes gerði mönnum lífið leitt og fáir bátar náðu að róa alla 12 daga hvers mánaðar eins og leyfilegt er. „Það má breyta þessu fyrirkomulagi og lofa sjómönnum að róa á sunnudögum og rauð- um dögum,“ segir víðir og bæt- ir við að slíkt kæmi sér einnig vel fyrir fiskkaupendur en þá fengju þeir sunnudagsþorskinn til sín á mánudegi og gætu boðið fersk- ari fisk og aukið þannig verðmæti aflans. af Víðir á Muggi SH með væna fiska á síðasta veiðideginum. Sunnudags strandveiðar myndu auka aflaverðmætið Hugmyndasamkeppni um framtíðarútlit á Sáinu í Ólafsvík Kviknaði í bíl við árekstur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.