Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 5
hagvangur.is Leigufélagið Bríet býður einstaklingum og fjölskyldum upp á traust og hagkvæmt leiguhúsnæði á landsbyggðinni með því að stuðla að auknu framboði í samstarfi við sveitarfélögin og aðra hagaðila. Þannig er félagið virkur þátttakandi í að auka húsnæðisöryggi, örva atvinnulíf og styðja við íbúaþróun. Nánari upplýsingar á briet.is. Framkvæmdastjóri Bríetar Helstu verkefni • Dagleg stjórnun og ábyrgð á rekstri félagsins ásamt því að gæta jafnvægis milli samfélags-, fjárhags- og umhverfislegra sjónarmiða • Framkvæmd ákvarðana stjórnar á stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins • Ábyrgð á áætlanagerð, eftirfylgni áætlana, áhættustýringu, gæðastjórnun, fjármálastjórnun og þekkingar- og starfsmannastjórnun • Ábyrgð á framkvæmdum á vegum félagsins • Ábyrgð á góðum samskiptum við sveitarfélög, viðskiptavini, starfsmenn og aðra hagsmunaaðila • Stuðla að öflugum tengslum við hagaðila • Dagleg stýring mannauðsmála Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði • Reynsla af rekstri og áætlanagerð er skilyrði, reynsla af rekstri leigufélags kostur • Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar auk færni í að móta og innleiða framtíðarsýn stjórnar • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum ásamt hæfni í að byggja upp öflugan hóp samstarfs- fólks sem ber ábyrgð og nýta hæfileika allra • Reynsla af verkefnastjórn og innleiðingu verkefna er kostur • Reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu er kostur, þ.m.t. á sveitarstjórnarstigi • Þekking og áhugi á leigu- og fasteignamarkaði á landsbyggðinni • Þekking og áhugi á uppbyggingarmöguleikum á landsbyggðinni • Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga • Samskipta- og tjáskiptahæfileikar, greiningarhæfni, metnaður, frumkvæði og heilindi • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni í að tjá sig í ræðu og riti Sérfræðingur í eignaumsýslu Helstu verkefni • Ábyrgð á ferlum, umsýslu, útleigu og viðhaldi fasteigna Bríetar • Ábyrgð og vinnsla á ástandsmati og viðhalds- og kostnaðaráætlunum vegna eigna Bríetar • Umsjón og eftirfylgni með framgangi og kostnaðarmati framkvæmda • Samskipti við umsjónarmenn félagsins, leigjendur og meðeigendur • Eftirlit með húsfundum og viðhaldsverkefnum húsfélaga • Ábyrgð á árlegri vinnslu framkvæmdaáætlana • Ábyrgð á daglegri umsýslu vegna umsjónar eigna Bríetar • Önnur tilfallandi verkefni að beiðni framkvæmdastjóra Hæfniskröfur • Háskólapróf í byggingarverkfræði, byggingar- tæknifræði eða sambærilegu, ásamt framhaldsnámi tengdu málaflokknum • Reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu kostur • Reynsla af verkstjórn og verkefnastjórnun, færni í mannlegum samskiptum og hæfileikar til samstarfs • Þekking og hæfni til að nýta upplýsingakerfi og gæðakerfi sem starfinu tengjast • Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku • Nákvæmni í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar Sérfræðingur í leiguumsýslu Helstu verkefni • Ábyrgð á útleigu fasteigna Bríetar og samskiptum við leigjendur • Almenn þjónusta við leigjendur Bríetar • Ábyrgð á umsýslu vegna leiguferlis m.a. skráningu og tilkynningum íbúa við leigutakaskipti, leigumati og úthlutunum íbúða • Samskipti við meðeigendur eigna Bríetar umsjón með framfylgni húsreglna og húsaleigulaga • Tengiliður við sveitarfélög og aðra er varðar málefni leigjenda • Ábyrgð og utanumhald á kostnaðarbókhaldi, kröfukeyrslum og innheimtuferli félagsins • Ábyrgð á verkferlum og verklagsreglum • Umsjón með skönnun og skjölun pósts og gagna • Símaþjónusta, upplýsingagjöf, umsjón með pósti og dagleg afgreiðsla Hæfniskröfur • Stúdentspróf og / eða starfsreynsla • Færni í mannlegum samskiptum og hæfileikar til samstarfs • Þekking og hæfni til að nýta upplýsingakerfi sem starfinu tengjast • Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku • Nákvæmni í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar • Hæfni í að starfa sjálfstætt Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Með umsókn skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Nánari upplýsingar um störfin veita Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is, og Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is. Vilt þú starfa hjá leigufélagi sem opnar ný tækifæri í Borgarnesi?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.