Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 19
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 2021 19 Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2021 er til 15. október n.k. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði námsmanna geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og • fjölskyldu sinni vegna náms og greiða leigu). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá • lögheimili fjarri skóla). Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2021 Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á “Mitt Lán” sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu okkar www.menntasjodur.is eða island.is. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef Menntasjóðsins. Menntasjóður námsmanna Námsstyrkjanefnd Opnað fyrir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2021 Akraneskaupstaður óskar eftir tilnefningum frá íbúum fyrir umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2021 í eftirtöldum flokkum: • Falleg einbýlishúsalóð • Falleg fjölbýlishúsalóð • Snyrtileg fyrirtækja- eða stofnanalóð • Hvatningarverðlaun, eru veitt þeim sem hafa staðið að endurgerð húsa og/eða lóða • Samfélagsverðlaun, eru veitt einstaklingum, hópum og/eða félagasamtökum sem vinna óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins • Tré ársins Allar tilnefningar skulu berast í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is Tilnefningar skulu berast fyrir 31. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Í fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðvesturkjördæmi er Helga Thorberg, leikkona, garð- yrkjufræðingur, móðir og amma en hún á tvo syni og fimm barna- börn. Helga hefur búið víða og seg- ir rótleysi hafa einkennt sína æsku. Hún fæddist í vestmannaeyjum og var yngst þriggja systra. Foreldr- ar Helgu skildu og ólust þær syst- ur upp hjá móður sinni. „Þetta var erfitt hjá mömmu og við fluttum mikið. Mamma flutti til að mynda tólf sinnum með okkur á tveimur árum, mest innan höfuðborgarinn- ar samt. En við fluttum víða og fór hún til dæmis með okkur til Banda- ríkjanna um tíma,“ segir Helga og bætir við að hún hafi af þessum sök- um ekki fest neinar rætur sem barn. „Ég segi bara að ég sé Íslendingur, ég get ekki staðsett mig neitt nánar en það,“ segir Helga og hlær. „En ég hef lengst af alið manninn í höf- uðborginni,“ bætir hún við. Föður- afi og amma Helgu voru af vest- fjörðum og pabbi hennar fæddist á Ísafirði. „Blóðböndin mín koma að vestan,“ segir Helga. Móðir Helgu missti geðheils- una og var þá vistuð á geðheil- brigðisstofnun í mörg ár. „Það er nú nokkuð merkilegt en hún náði að koma sér út í þjóðfélagið á ný og verða virkur þjóðfélagsþegn,“ segir Helga ánægð og bætir við að móðir hennar hafi flutt inn til sín og áttu þær saman dásamleg ár. Á þessum tíma var Helga sjálf einstæð móðir með eldri son sinn og í leiklistar- námi. „Móðir mín gekk í hin ýmsu störf á þessum tíma og gerðist m.a. fiskverkunarkona. Hún var mikil baráttukona og vildi bæta heiminn og samfélagið. Ætli það komi ekki frá henni hvernig mér rennur nú blóðið til skyldunnar þegar ég var beðin um að bjóða mig fram,“ segir Helga. Móðir hennar veiktist svo af krabbameini og féll frá í kjölfarið. Vestfirðir þurfa talsmann aðspurð segist Helga hafa ákveð- ið að bjóða sig fram í Norð- vesturkjördæmi því hún vilji sjá byggð blómstra á landsbyggðinni. „Byggðarlög á vestfjörðum hafa farið sérstaklega illa út úr þessari landsmálapólitík sem hefur ver- ið rekin og þeirri efnahagsstjórn sem hefur ráðið ríkjum. Það eru nú þegar margar raddir í reykjavík en landsbyggðinni hefur vantað fleiri raddir, sérstaklega vestfjörðum. Það er því miður þannig að þó fólk hafi sest á þing og átt lögheimili á vestfjörðum hefur það ekki dug- að. Þetta svæði er mér kært og ég vil að fólk þar geti staðið jafnfæt- is öðrum landsmönnum að lífsgæð- um,“ segir Helga. Spurð hvern- ig hún vilji styrkja vestfirði segist hún vilja byggja þar upp atvinnu- tækifæri. „Það er hræðilegt hvern- ig er hægt að fara með atvinnu- tækifæri á þessu svæði bara eins og hendi sé veifað, til dæmis með að flytja fiskvinnslur úr bæjum. Það þarf að stokka upp fiskveiðikerfinu og gefa upp á nýtt, með hag byggð- arlaga í huga. Ég myndi því vilja sjá að kvóti verði tengdur við byggð- irnar,“ segir Helga. Aðgangur að grunn- þjónustu fyrir alla „Eitt stóra málið á næsta kjörtíma- bili eru raforkumál á vestfjörðum. Árin líða og það er ekki enn farið í raunhæfar aðgerðir til að tryggja raforku á vestfirðina, í sátt við um- hverfið. Þetta er ekki ásættanleg ástand og verður að komast í lag strax,“ segir Helga. „við þurfum líka að bæta heilbrigðiskerfið og tryggja að fólk hafi aðgang að allri grunnþjónustu óháð búsetu. Það á enginn að þurfa að bíða í 4-8 vik- ur eftir að hitta heimilislækni,“ seg- ir Helga. Þá bætir hún við að hús- næðismál séu einnig framarlega á forgangslista Sósíalistaflokksins. „Það eiga allir að eiga öruggt heim- ili. Það þarf að byggja upp óhagn- aðardrifið kerfi eins og Bjarg leigu- félag. við þurfum að tryggja að fólk geti haft búsetu þar sem það vill og að allir hafi efni á að lifa. Sósíalista- flokkurinn vill standa fyrir meiri jöfnuði og réttlæti í stjórn landsins. Það verður ekki að veruleika fyrr en við höfum skipt alveg um stjórn,“ segir hún. Skattlagning „gömlu flokkarnir, eins og Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, eru búnir að taka all- an kraft og arð frá landsbyggð- inni og nú þarf að skila því aftur og byggja upp samfélög um allt land. atvinnufyrirtækin eiga að vera í eigu samfélagsins, ekki einkaaðila og allra síst erlendra aðila sem soga til sín hagnaðinn og skila honum ekki til samfélagsins til uppbygg- ingar heldur fer hann í fárra manna vasa,“ segir Helga. En hvernig sér hún fyrir sér að fara í slíkar fram- kvæmdir? „Skattlagning er líka leið. Þá meina ég að skattleggja meira þá sem eiga meira. Það er svo eðlilegt að þeir sem eigi meira borgi meira. En þannig er það ekki í dag. Núna er það hinn almenni borgari sem er skattlagður í hæstu hæðir og allt- af er verið að auka skatta og gjöld á þann hóp. Á meðan er sameign þjóðarinnar útlistað á hendur fárra. Svo rennur arðurinn af því í vasa fjármagnseigenda og þeir borga að- eins 22% skatt. Þarna er bara stór skekkja sem þarf að laga,“ svarar Helga og bætir við að í kringum 1990 hafi þeir lægst launuðu ver- ið nærri skattlausir. „Með aukn- um jöfnuði og réttlæti mun einn- ig aukast samkennd. Ég rifja allt- af upp þegar hann Þorvaldur í Síld og Fiski var skattakóngur ár eft- ir ár þá var hann voða hreykinn af því að geta borgað sem mestan arð til samfélagsins. Núna reyna menn að koma sem mestu undan og senda peningana annað, í fárra hendur. Svona kerfi leiðir ekki til hagsældar fyrir samfélögin og getur því ekki gengið til lengdar,“ segir Helga. Vannýtt auðlind aðspurð segist Helga ekki hafa ver- ið á leið í framboð í upphafi sumars en þegar haft var samband við hana um að gefa kost á sér segir hún það hafa verið mikinn heiður. „Fólk á mínum aldri er vannýtt auðlind og okkar rödd þarf líka að heyrast, öll- um til heilla,“ segir Helga og bæt- ir við að hún hafi gengið til liðs við Sósíalistaflokk Íslands fyrir nokkru síðan því sá flokkur stendur fyr- ir sömu gildum og hún. „Ég bjó í dóminíska lýðveldinu í eitt ár fljót- lega eftir hrun. Þar sá ég vel af- leiðingar kerfis þar sem auðvaldið fær að mergsjúga þá fátæku. Þeir taka bara gæðin frá samfélaginu og skilja sem minnst eftir. Sem dæmi sá maður þarna stórar hótelkeðj- ur sem seldu fólki sólina og feg- urðina í landinu en buðu svo upp á danskt smjör. Í stað þess að versla við þau fyrirtæki sem voru til stað- ar var smjör flutt inn frá danmörku „Það er svo eðlilegt að þeir sem eigi meira borgi meira“ Segir Helga Thorberg oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Norðvesturkjördæmi því það var kannski örlítið ódýrara. Svona hugsunarháttur gengur ekki upp,“ segir Helga. Kvenréttindabaráttan Kvenréttindabaráttan hefur ver- ið Helgu hjartans mál í mörg ár og var hún virk í þeirri baráttu í lok síðustu aldar og gekk hún til liðs við kvennalistann á sínum tíma. „Ég komst reyndar fljótt að því að mér þætti baráttan skemmtileg en nefndarsetan leiðinleg,“ segir Helga og hlær. „Konur hafa ver- ið undirokaðar í gegnum tíðina og á þessum tíma þurfti virkilega að rétta hlut kvenna og koma þeirra sjónarmiðum inn í stjórnun lands- ins. Þó við höfum náð langt er jafn- rétti ekki komið ofan í svörðinn og það er eins gott að sofna ekki á verðinum. Nú þurfum við til dæm- is að taka fyrir eftirlauna- og líf- eyrismál kvenna. Konur eiga oft- ast ekki eins langan vinnualdur og karlar og því vinna þær sér ekki inn sömu réttindi og þeir. Þetta þarf að leiðrétta,“ segir hún „Ég og marg- ir aðrir eru búnir að fá nóg af þeirri stefnu sem hefur verið rekin hér á landi, sem byggir á óréttlæti og græðgi og græðgin virðist aldrei fá nóg. Nú þarf bara allar hendur upp á dekk til að stöðva þetta og laga kerfið okkar,“ segir Helga Thor- berg. arg Helga Thorberg er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.