Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 21
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 2021 21 Sumarið 2018 hófst uppgröftur á minjum frá 9. eða 10. öld í Ólafsdal í gilsfirði. Nú fjórum árum seinna er staðan sú að búið er að grafa upp öll mannvistarlög innan úr skálan- um en veggirnir fá að standa enn. Hópur fornleifafræðinga frá Forn- leifastofnun Íslands lauk við gröft- inn síðastliðinn föstudag. „Það eru margar tóftir á þessu svæði sem við vitum ekkert hvað er undir, sum- ar gætu verið yngri en þessar minj- ar en það eru þó örugglega marg- ar samtíða skálanum,“ segir Hild- ur gestsdóttir fornleifafræðingur. „við höfum aðeins gert borkjarna- rannsóknir og grafið prufuskurði til að fá upplýsingar um það sem er undir. Það er ljóst að það er margt sem hægt er að gera á þessu svæði. Það sem hefur komið í ljós er að við enda skálans sést jarðhýsi en það er algengt að finna svona, skála með jarðhýsi við annan endann,“ útskýr- ir Hildur. Athafnasvæði Skálinn sem búið er að grafa upp er ríflega 20 metra langur og seg- ir Hildur ljóst að um sé að ræða skála sem að öllum líkindum hefur verið athafnasvæði. „Það er gjarn- an svoleiðis, að svona skálar hafi verið miðpunktur á stærra svæði með allskonar mannvirkjum þétt í kring. Ein af niðurstöðum okkar er að þessi skáli hafi ekki verið notað- ur lengi sem íveruhús. Hann hefur þjónað allskonar hlutverkum. við fundum þarna stórar gryfjur sem hafa verið gerðar vatnsheldar og líklega átt að halda vökva. Svo sást að eldstæðin hafa verið mörg og oft verið færð til,“ segir Hildur og bætir við að vestan við skálann hafi fundist hús sem sé aðeins minna og virðist hafa verið íveruhús. „við þyrftum að kanna húsið vestan við skálann til að skilja aðstæður betur. Þessi skáli er sjálfur bara smá bútur af heildar myndinni,“ segir Hildur. Næstu skref Uppgröfturinn í Ólafsdal var upp- haflega skipulagður sem þriggja ára verkefni og aðspurð segir Hildur ekki ljóst hvert framhaldið verður. „Þetta voru á endanum fjögur sum- ur sem við vorum í þessu. En þetta stjórnaðist allt í raun af því fjár- magni sem við fengum. við feng- um alltaf bara um þriðjung af því fjármagni sem við sóttumst eftir. við höfum nú lokið við þetta og næsta skref verður svo að ákveða framhaldið. viljum við halda áfram að rannsaka þetta svæði eða ekki? Það væri kannski hægt að gera það bæði í tilgangi fræðimennsku og í tengslum við þá uppbyggingu sem á sér stað á þessu svæði. Kannski væri flötur fyrir því að vera með markvissa tengingu á milli þeirrar menningaruppbyggingar og ferða- mennsku sem á sér stað á svæð- inu og fornleifarannsókna. Minja- vernd var að fá stóran styrk til að setja göngustíga og bæta aðgengi á svæðinu og þá er spurning hvort þetta gæti ekki allt farið saman. En þetta er bara samtal sem þarf að eiga sér stað,“ segir Hildur. Gæti tekið margar stefnur Hildur segir það áhugavert að í þessum stóra uppgreftri hafi í raun bara verið að einblína á lítinn hluta af þessu svæði og að þarna gætu reynst vera margar áhugaverðrar minjar. „Það væri gaman að skoða hvernig svæðið hafi verið í heild og taka stóru myndina inn í þetta. Það er hægt að grafa töluvert meira en það er líka hægt að fara í allskon- ar minni aðgerðir til að fá upplýs- ingar. við gætum tekið prufuskurði til að fá smá hugmynd um aðrar byggingar eða farið í stærri aðgerð- ir. Þetta gæti tekið margar stefnur,“ segir hún og bætir við að enn eigi eftir að rannsaka ýmis sýni sem tek- in hafa verið af svæðinu. „við erum með sýni úr gólfum og eldstæðum en það er allt ógreint ennþá. En það er þó ljóst að þessi skáli hef- ur ekki haft sambærilega nýtingu og flestir svona víkingaskálar sem hafa verið grafnir upp. venjulega hafa þeir skálar verið íveruhús en þessi hefur haft flóknari nýtingu,“ segir Hildur gestsdóttir fornleifa- fræðingur. arg/ Ljósm. sá Verið að skoða hvað leynist í því sem grafið er upp. Fornleifauppgreftri í Ólafsdal lokið í bili Uppgröftur á fornleifum krefst nákvæmni. Unnið að uppgreftri minja í Ólafsdal í Gilsfirði. Búið er að grafa upp öll mannvistarlög í skálanum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.