Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 10
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 202110
Nýverið skilaði Þórólfur guðnason
sóttvarnalæknir minnisblaði til heil-
brigðisráðherra um framtíðarsýn
hans í sóttvarnamálum með tilliti til
kórónuveirunnar. Þar leggur hann
meðal annars til að næstu mánuði
verði allir millilandafarþegar krafð-
ir um neikvætt covid-próf, fyrir utan
börn sem fædd eru eftir 2016. Einni
leggur hann til að allir, þar með tal-
in börn, verði skimaðir við komuna
til landsins. Ef ekki verði hægt að
anna þessum skimunum vegna fjölda
ferðamanna þá leggur Þórólfur til
að leitað verði leiða til að takmarka
fjölda ferðamanna við þann fjölda
sem sóttvarnaráðstafanir ráða við. „Á
meðan þessi faraldur er að geisa er-
lendis og við erum ekki komin með
vörn, fullkomna vörn gegn þessu, þá
getum við alltaf fengið veiruna inn,
og þá þurfum við að hafa einhvers
konar sóttvarnaráðstafanir í gangi
á landamærunum,“ sagði Þórólfur.
Hann býst við því að þetta ástand
gæti varað næstu mánuði eða ár.
„við þurfum einnig að vera við því
búin að upp komi ný veiruafbrigði
sem valdi skæðari sjúkdómi en áður
hefur þekkst. veiran smitist auðveld-
ar milli manna og sleppi jafnvel und-
an vernd bóluefna,“ sagði í minnis-
blaðinu. Óljóst sé hversu lengi þetta
ástand muni vara en hann segir ekki
óvarlegt að áætla að það taki marga
mánuði eða jafnvel ár að kveða far-
aldurinn niður í heiminum. Hann
segir jafnframt ólíklegt að hægt verði
að búa við takmarkalaust samfélag
innanlands. Það hafi sýnt sig þeg-
ar allar takmarkanir voru afnumdar
fyrr í sumar.
Meðal þess sem Þórólfur
leggur til:
Áfram verði beitt smitrakningu, •
einangrun á smitaða og sóttkví
hjá útsettum.
almenn fjöldatakmörk ættu að •
vera til staðar og gætu miðast
við 200 manns.
Eins metra nándarregla ætti al-•
mennt að gilda nema hugsan-
lega á viðburðum þar sem gest-
ir verða sitjandi og nota grímu.
grímuskylda verði við ákveðn-•
ar aðstæður þar sem ekki verð-
ur hægt að tryggja nándarmörk,
sérstaklega innanhúss þar sem
margir koma saman.
veitingastaðir, skemmtistaðir •
og barir opnir til kl. 23:00.
reglulega þurfi að skoða hvort •
gefa þurfi örvunarskammt af
bóluefni gegn Covid-19 eða
bólusetja með nýjum bóluefn-
um.
gera þurfi leiðbeiningar um •
reglubundnar skimanir með
PCr eða antigen hraðgrein-
ingarprófum í fyrirtækjum og á
vinnustöðvum.
Þá leggur Þórhallur áherslu á að
styrkja og efla þurfi heilbrigðiskerf-
ið, sýkla- og veirufræðideild og al-
mannavarnir til lengri tíma, svo kerf-
ið ráði við álagið sem fylgir faraldr-
inum. Hann segir ljóst að lífið verði
ekki aftur eins og það var fyrir covid.
„Nei, ég held að það hljóti nú allir að
sjá það að lífið verður einhvern veg-
inn öðruvísi,“ segir hann. mm
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytið gaf 18. ágúst síðastliðinn út
leiðbeiningar og álit vegna nokk-
urra mála sem snerta stjórnsýslu í
skipulags- og mannvirkjamálum
í Borgarbyggð. Málið má rekja til
þess að ráðuneytinu bárust kvart-
anir og ábendingar um; „meinta
ólögmæta stjórnsýslu sveitarfélags-
ins Borgarbyggðar á sviði skipu-
lags- og mannvirkjamála,“ eins og
segir í álitsgerð ráðuneytisins, sem
Skessuhorn hefur undir höndum.
„Snúa kvartanirnar m.a. að því að
sveitarfélagið hafi ekki gætt að al-
mennum reglum stjórnsýsluréttar
við afgreiðslu mála á þessa tiltekna
sviði og að meðferð mála hafi ekki
verið í samræmi við önnur lög.“
ráðuneytið reifar í áliti sínu mála-
vexti í þremur málum og bæta því
fjórða við þar sem Héraðsdómur
vesturlands kvað upp dóm síðasta
sumar í svokölluðu Húsafellsmáli
sem tengdist sömuleiðis skipulags-
og mannvirkjamálum í sveitarfé-
laginu.
Meðal þeirra sem lögðu inn kvört-
un til ráðuneytisins, vegna ann-
marka sveitarfélagsins, voru Fossa-
tún ehf., Þorsteinn Máni Árnason
í Borgarnesi og Hótel Borgarnes
ehf. Sömuleiðis barst ráðuneytinu
ábending um dóm sem féll í Hér-
aðsdómi vesturlands. „Þessi mál
gáfu ráðuneytinu sterka vísbend-
ingu um kerfisbundnar brotalam-
ir,“ segir í áliti ráðuneytisins.
Fjögur ólík mál
Steinar Berg Ísleifsson í Fossatúni
kvartaði undan framgöngu sveitar-
félagsins í málum er varða breyt-
ingu á deiliskipulagi og rekstrar-
leyfi fyrir gististað og veitingastað
sem hann rekur. Eftir misvísandi
upplýsingar og eftir að hafa reynt
ítrekað að ná í fulltrúa sveitar-
félagsins án árangurs varð mælirinn
fullur þegar hann fékk tilkynningu
frá lögreglunni sem hygðist loka
staðnum hans þar sem hann hafði
ekki viðeigandi leyfi. ráðuneytið
skoðaði mál Steinars og komst að
þeirri niðurstöðu að sveitarfélagið
hefði mátt gæta að leiðbeiningar-
skyldu sinni og reglu um forsvar-
anlegan málshraða við afgreiðslu
mála.
Kvörtun Þorsteins Mána Árna-
sonar varðar gistiheimili sem rekið
er í húsi við hliðina á húsi hans við
Egilsgötu í Borgarnesi. rekstrarað-
ilar höfðu fengið byggingarleyfi frá
sveitarfélaginu til að breyta húsinu
í þrjár stúdíóíbúðir en útgáfa leyfis-
ins var kærð og leyfið fellt úr gildi
þar sem grenndarkynning hafði
ekki farið fram. Sveitarfélagið gaf
þá út annað leyfi sem var svo aft-
ur fellt úr gildi þar sem of lang-
ur tími hafði liðið milli útgáfu og
grenndarkynningar. Niðurstaðan
ráðuneytisins var sú að byggingar-
fulltrúi Borgarbyggðar hafði ekki
uppfyllt skyldu sína nægilega.
Hótel Borgarnes sakaði sveitar-
félagið um ólögmæta stjórnsýslu en
sveitarfélagið svaraði ekki kvörtun
vegna misræmis í lóðarleigusamn-
ingi sem snertir gamla kaupfélags-
húsið við Egilsgötu 11 sem Hótel
Borgarnes á í dag.
Loks fór ráðuneytið einnig yfir
dóm Héraðsdóms vesturlands frá
síðasta sumri sem felldur var í deil-
unni um legsteinahús í Húsafelli og
snertir sama svið sveitarfélagsins
og aðrar kvartanir snúast um í áliti
ráðuneytisins.
Brugðist við
ráðuneytið móttók 25. nóvem-
ber síðastliðinn bréf frá Borgar-
byggð þar sem sveitarfélagið lýsti
viðbrögðum sínum í málinu. Þar
var ráðuneytið upplýst um marg-
þættar aðgerðir sem sveitarfé-
lagið hafði þá þegar samþykkt að
grípa til vegna þeirra brotalama
í stjórnsýslu sveitarfélagsins sem
var til umfjöllunar ráðuneytisins.
Í bréfinu kom fram að sveitarfé-
lagið hafði þá fengið sérfræðinga
til að að rýna í stjórnsýslu sveitar-
félagsins og skipurit þess og hafði
gert ráðstafanir til að fylgja eft-
ir tillögum að úrbótum og grein-
ingu úttekta. Þær breytingar sem
voru gerðar á skipuritinu voru ætl-
aðar til að efla starfsemi ráðhúss-
ins, fjölga starfsfólki, auka ábyrgð
starfsfólks og bæta gæði stjórn-
sýslunnar. Nýtt svið; stjórnsýslu-
og þjónustusvið, var stofnað og
lögfræðingur með mikla þekk-
ingu í stjórnsýslurétti ráðinn til
að stýra því. Einnig var upplýst að
auglýst yrði starf gæða- og mann-
auðsstjóra til að vinna á skrifstofu
sveitarstjóra.
Málið tekið upp að nýju
eftir áramót
Í áliti ráðuneytisins í síðustu viku
eru veittar leiðbeiningar um hvað
felst í eftirlitshlutverki sveitar-
stjórnar með stjórnsýslu þess og
til hvaða sjónarmiða skuli líta þeg-
ar lagt er mat á hvort og hvenær
skylda myndast hjá sveitarstjórn að
grípa til aðgerða vegna ólögmætrar
stjórnsýslu. „Í álitinu kemur fram
að það sé mat ráðuneytisins að al-
varlegir og kerfisbundnir annmark-
ar hafi verið í stjórnsýslu sveitar-
félagsins hvað varðar mannvirkja-
og skipulagssvið þess og að sveitar-
stjórn beri skylda til að kynna sér
þau mál sem rakin eru í álitinu og
grípa til viðeigandi aðgerða, sbr.
2. mgr. 8. gr. sveitarstjórnarlaga.
Í ljósi þess að sveitarfélagið hefur
upplýst ráðuneytið um margvísleg-
ar úrbætur sem eiga að koma í veg
fyrir að slíkir annmarkar endurtaki
sig, telur ráðuneytið að ekki sé til-
efni til að gefa sveitarfélaginu fyrir-
mæli um að koma stjórnsýslu sinni
í lögmætt horf, sbr. 3. tl. 2. mgr 112
gr. sveitarstjórnarlaga.“ Loks seg-
ir í áliti ráðuneytisins; „ráðuneyt-
ið mun fylgja eftir áliti þessu og
kalla eftir upplýsingum frá sveit-
arfélaginu í byrjun árs 2022 um
stöðu þeirra úrbóta sem sveitarfé-
lagið hefur gripið til og mati sveit-
arstjórnar á því hvort að til hafi tek-
ist að koma í veg fyrir þá kerfis-
bundnu annmarka á skipulags- og
mannvirkjasviði sveitarfélagsins
sem lýst hefur verið í áliti þessu.“
Fyrir hönd ráðherra sveitarstjórn-
armála skrifa undir álitið ragnhild-
ur Hjaltadóttir og Hermann Sæ-
mundsson.
mm
Háskólinn á Hólum sinnir ein-
stökum námsþáttum í háskólastarfi
á Íslandi, þ.e. ferðamálafræði, fisk-
eldis- og fiskalíffræði og hestafræði
og hefur skapað sér mikilvægan sess
í íslensku háskólaumhverfi. Skólinn
hefur eflst og dafnað á undanförn-
um árum. Nú í haust mun skólinn
bjóða í fyrsta sinn upp á meistara-
nám í hestafræðum.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá skólanum. Þar segir jafnframt:
„Framtíðarsýn Háskólans á Hól-
um er að efla enn frekar tengsl sín
við atvinnulífið, skapa sér stærri
sess í alþjóðlegu háskólaumhverfi
og efla þátttöku í nýsköpun, ásamt
því að efla gæða- og þróunarstarf
og stuðning við mannauðsmál. Til
að framfylgja þessari framtíðar-
sýn tekur gildi nýtt skipurit skól-
ans þann 1. september næstkom-
andi, þar sem bæði eru komin ný
leiðtogastörf og skerping á störfum
stjórnenda og í stoðþjónustu,“ seg-
ir í tilkynningunni. „Endurskoðun
skipurits háskólans samhliða innri
og ytri rýni á þróun skólastarfsins
er mikilvægt skref til þess að fylgja
eftir metnaðarfullri stefnu háskól-
ans til næstu ára,“ segir Erla Björk
Örnólfsdóttir, rektor. „Háskólinn
á Hólum er sérhæfður öflugur há-
skóli sem ætlar sér enn ríkara hlut-
verk á fræðasviðum sínum á næstu
misserum.“ mm
Háskólinn á Hólum
boðar stórsókn
Framtíðarsýn Þórólfs
sóttvarnalæknis næstu misserin
Grímuskylda verður áfram þar sem ekki er hægt að tryggja nándarmörk.
Fylgdu ekki almennum reglum stjórnsýsluréttar