Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 18
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 202118 Fyrir kosningarnar 25. september næstkomandi býður Miðflokkurinn fram lista í öllum kjördæmum. Hér í Norðvesturkjördæmi skipa efstu sætin tveir þeir sömu og fyrir kosn- ingarnar fyrir fjórum árum þegar flokkurinn vann stórsigur. Berg- þór Ólason er nú sem fyrr odd- viti listans og Sigurður Páll Jóns- son skipar annað sætið. Þeir hlutu báðir kosningu síðast; Bergþór sem kjördæmakjörinn en Sigurður Páll hreppti áttunda sætið í kjördæm- inu, svokallað uppbótarþingsæti. Nú stefna þeir ótrauðir að kjöri að nýju. Skessuhorn heldur áfram að ræða við frambjóðendur flokkanna. Bergþór Ólason á rætur sínar hér á vesturlandi, en móðir hans Ósk Bergþórsdóttir var af akranesi en faðir hans Óli Jón gunnarsson er frá Bálkastöðum í Hrútafirði. Berg- þór er elstur þriggja bræðra, ólst upp í Borgarnesi, nam viðskipta- fræði við HÍ og sótti eftir það fram- haldsnám í Manchester á Englandi. Sambýliskona hans er Laufey rún Ketilsdóttir lögfræðingur og Lotta Ósk dóttir hans er búsett í Berlín. Hann býr nú á akranesi. „Ég hef setið á þingi frá 2017 og á þeim tíma gegnt formennsku í umhverf- is- og samgöngunefnd alþingis. Þessi formannstíð mín hefur verið afar lærdómsrík og spennandi verk- efni að takast á við og þannig hef ég öðlast betri innsýn í þá málaflokka sem í rauninni eru hvað mikil- vægastir fyrir búsetu fólks á lands- byggðinni. Málaflokkar sem snerta hið daglega líf og afkomu fyrir- tækja. Í nefndarstarfinu kom sér vel sú reynsla sem ég hafði fengið árin 2003-2006 þegar ég gegndi starfi aðstoðarmanns Sturlu Böðvarsson- ar samgönguráðherra.“ Bergþór segir kosningabaráttuna vart hafna, öll umræða fram undir þetta hafi helgast í stóru og smáu af viðbrögðum stjórnvalda við Covid-19. „Nú skiptir hins vegar mestu máli að við Íslendingar för- um að tala um stjórnmál og þau úr- lausnarefni sem bíða okkur næstu fjögur ár,“ segir hann. Samgöngumál á oddinn aðspurður segir Bergþór að hann líti svo á að aðalmálin fyrir kom- andi kjörtímabil verði atvinnumál og samgöngumál en einnig sam- skipti einstaklinga og hins opin- bera. „Hvernig á til dæmis aðgengi okkar að vera að þjónustu hins opinbera? Hvernig mun umræðan um miðhálendisþjóðgarð verða og svo framvegis? En við í Miðflokkn- um setjum samgöngumál á oddinn hvað kjördæmið varðar. Það blas- ir til dæmis við að klára þarf vega- gerð um Kjalarnes sem er í raun risamál fyrir íbúa hér í Norðvestur- kjördæmi og allt norðanvert land- ið. við verðum að koma Sunda- braut á koppinn og komast þar í framkvæmdagír í stað þess að skrifa endalausar skýrslur. Það er einfald- lega ekki til arðbærari vegafram- kvæmd en Sundabrautin er. að því sögðu lýsi ég þungum áhyggjum af tafapólitík dags borgarstjóra með fulltingi samgönguráðherra. raun- staðan í því máli er sú að það er ekk- ert að gerast og líklega var pólitískt meiri vilji fyrir málinu árið 2006 þegar ég starfaði í samgönguráðu- neytinu en núna. Þá héldu menn að Sundabraut væri svo að segja hand- an við hornið. Síðan eru fimmtán ár liðin og í raun er málið á verri stað nú en þá. Mér er næst að halda að þetta mál sé orðið að trúarbrag- ðastríði hjá degi B Eggertssyni. Sundabrautin er einhvern veginn límd við flugvallarmálið og í raun allt gert til að hefta framgang vega- lagningar yfir sundin. Nú síðast var samþykkt að byggja upp bíllaust hverfi í gufunesi, þar sem Sunda- braut er ætlað að liggja um í bak- garðinum. Ef við í Miðflokknum komumst til valda heiti ég því að Sundabraut verður forgangsmál,“ segir Bergþór. Meðal annarra brýnna verkefna í samgöngumálum á vesturlandi nefnir hann þverun grunnafjarðar sem hefði í för með sér betri teng- ingu akraness við hringveginn með færslu hans vestur fyrir akrafjall, veglínan væri betri hvað umferðar- öryggi og vetrarþjónustu varðar og það myndi efla samskipti milli akra- ness og Borgarness og styrkja sem atvinnusvæði, enda styttingin um sjö kílómetrar á milli bæja. Einnig veg um Skógarströnd milli Stykk- ishólms og dala, veg sem í dag er í hvað verstu ástandi allra vega en gríðarlega mikilvægur. „Einnig er uppbygging Uxahryggjavegar gríð- arstórt sóknarfæri sem við meg- um ekki tapa af. Með vegi þar yfir kæmist á góð tenging milli Suður- lands og vesturlands sem ferða- þjónustan myndi njóta góðs af. Loks vil ég nefna vegi yfir Laxár- dalsheiði og Klofningsveg í dölum. Það er því af nógu að taka á landi, en varðandi samgöngur á sjó þurf- um við að berjast fyrir því að fá nýj- an og öruggari Baldur sem fyrst til siglinga yfir Breiðafjörð. Það var í raun ótrúlegt lán að ekki varð slys í vetur þegar Baldur með sína einu aðalvél varð vélarvana í slæmu veðri á firðinum í rúman sólarhring. Þá eru ónefnd mikilvæg samgöngu- verkefni í öðrum hlutum kjördæm- isins,“ segir Bergþór. Meira af grænni orku En atvinnumálin eru Bergþóri og Miðflokknum sömuleiðis hugleik- in. „Ný skýrsla loftslagsráðs Sam- einuðu þjóðanna leggur okkur Ís- lendingum beinlínis þær skyld- ur á herðar að framleiða meira af grænni orku. Til þess höfum við mikið svigrúm. Í ljósi þeirrar þrautagöngu sem ferill rammaáætl- unar um nýtingu orku hefur farið í gegnum tel ég að hverfa verði frá þeirri nálgun sem menn byggðu á við gerð hennar. við þurfum að líta til aukinnar orkuöflunar með vatns- orku og jarðvarmavirkjunum. Ég er þá ekki að mæla með að við flytjum orkuna út með sæstreng heldur er hægt að flytja orku milli landa með öðrum leiðum. Til dæmis í formi vetnis og ammoníaks. En fyrsti kostur er alltaf að nýta orkuna til innlendrar framleiðslu, afganginn má svo flytja út. Þá eigum við að hætta að skammast okkar fyrir öfl- uga stóriðju, en sá iðnaður er hér á landi stundaður í miklu meiri og betri sátt við náttúruna en stóriðja almennt erlendis. græn, innlend orka er umhverfisvæn vara. Ál er til dæmis hvergi í heiminum framleitt við betri skilyrði en hér og er þar að auki sá málmur sem mest er endur- nýttur.“ Ekkert ESB Bergþór segir að staða íslensks landbúnaðar sé tvímælalaust þann- ig að breytinga sé þörf. „við verð- um að koma starfsskilyrðum land- búnaðar í það horf að komast í öfl- uga sókn í stað þess að bændur séu í sífelldri nauðvörn. Það verður til dæmis að bæta starfsskilyrði inn- lendra kjötframleiðenda hratt og örugglega.“ Sem fyrr segir Bergþór að Mið- flokkurinn sé andvígur aðild Ís- lands að Evrópusambandinu. „Hag bæði landbúnaðar og sjávarútvegs er betur borgið með því að við stöndum utan við ESB. Það kom berlega í ljós í aðlögunarviðræðun- um á sínum tíma að það hefði ekki þjónað hagsmunum okkar að sækja um fulla aðild. Þeim viðræðum var því sjálfhætt.“ Undarleg staða hálendisþjóðgarðs og þjóðlendumála Miðflokkurinn barðist hart gegn áætlunum ríkisstjórnarinnar um stofnun hálendisþjóðgarðs á kjör- tímabilinu. „Ég sagði mig úr svo- kölluðum þverpólitískum hópi sem vann að undirbúningi málsins við upphaf kjörtímabilsins þegar ég sá í hverslags óefni stefndi. Það kom verulega á óvart að þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks skyldu svo með nefndaráliti meirihlutaflokkanna um málið við þinglok staðfesta að ef núverandi ríkisstjórn heldur áfram, þá verði hálendisþjóðgarðurinn kláraður á næsta kjörtímabili. Eina leiðin til að hindra slíkt er því öflugur Mið- flokkur.“ Bergþór heldur áfram á svipuð- um nótum varðandi þjóðlendumál. „Mál sem snúa að þjóðlendum hafa verið rekin áfram af furðulegu of- forsi gagnvart bændum og stein- inn tók úr þegar ríkisstjórnin opn- aði fyrir það með lagabreytingu að farinn yrði annar hringur um landið með afli ríkisins með kröfur á hend- ur bændum. Það kom á óvart hvaða þingflokkar studdu þá vegferð.“ Stefnum að varnarsigri Bergþór segir að fylgi Miðflokks- ins fyrir Covid-19 hafi verið á góðu róli en eftir að heimsfaraldurinn skall á hafi stjórnarandstaðan öll átt erfitt uppdráttar og þar á meðal flokkur hans. „við fundum það vel að málflutningur okkar hafði góðan hljómgrunn. við höfum sýnt að við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Stöndum við það sem við lofum. Fylgið að undanförnu hef- ur sveiflast talsvert en nú ætlum við að kynna formlega stefnumál okk- ar næstkomandi miðvikudag [í dag, innsk. blm]. Ég trúi því að nú fari umræðan aftur að snúast um stjórn- mál og minna um sóttvarnaaðgerð- ir. við í Miðflokknum erum búin að ákveða okkar stefnumál og munum á næstu dögum koma þeim ræki- lega á framfæri. Okkar fylgi var síð- ustu sex mánuðina fyrir Covid-19 að mælast um 19% hér í kjördæm- inu, en hefur vissulega verið minna frá því faraldurinn skall á. við ætl- um okkur að ná fyrri styrk að nýju og stefnum á varnarsigur, ef svo má segja, með því að ná aftur tveimur mönnum á þing hér í Norðvestur- kjördæmi. Nú ætlum við að hella okkur í greinaskrif, hringja í fólk og hittast í smærri hópum. Þessi kosn- ingabarátta verður ólík þeim fyrri fyrir þær sakir að það verða engir stærri fundir í aðdraganda kjördags, en þá er bara að nálgast kjósendur eftir öðrum leiðum,“ segir Bergþór að endingu. mm Laufey Rún Ketilsdóttir og Bergþór Ólason. Myndin er tekin á góðri stund í Stykkishólmi nú í sumar. „Ætlum okkur varnarsigur í næstu kosningum“ Miðflokkurinn setur samgöngu- og atvinnumál á oddinn Bergþór Ólason alþingismaður Miðflokksins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.