Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 27
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 2021 27
Pennagrein Pennagrein
Pennagrein
Full ástæða er til að minna reglu-
bundið á mikilvægi atvinnu- og ný-
sköpunar. Á hinu öfluga atvinnu-
svæði grundartanga eru starfandi
20 stór og smá iðn- og þjónustufyr-
irtæki. daglega sækja þar um 1.100
manns vinnu og að auki eru önnur
afleidd störf um 2.100 vegna starf-
semi á grundartanga. Þetta öfl-
uga samfélag fyrirtækja eru stærstu
vinnuveitendur Hvalfjarðarsveit-
ar og akraness. Það segir sína sögu
að tvö stærstu fyrirtækin, Norður-
ál og Elkem, greiða til samfélags-
ins í laun og þjónustu um 20 millj-
arða á ári.
Þetta öfluga atvinnusvæði
grundartanga hafa fyrirtæki og
sveitarfélög byggt upp í samein-
ingu. Til að tryggja framþróun
svæðisins enn frekar var Þróunar-
félag grundartanga stofnað 2016
til að móta eitt, öflugt atvinnu-
sóknarsvæði og nýja vaxtarmögu-
leika.
Grænt iðn- og
atvinnusvæði
Þróunarfélagið byggir nú upp
nýsköpunar- og þróunarklasa á
grundartanga sem styður fjöl-
breytta starfsemi ólíkra fyrirtækja,
stofnana og sveitarfélaga, til um-
bóta, samstarfs og þróunar. Metn-
aðurinn liggur til sjálfbærrar verð-
mætasköpunar, lágmörkunar vist-
spors og bættrar umhverfisvernd-
ar.
Félagið hefur staðið fyrir fjöl-
breyttum þróunar- og framfara-
málum. Þar má nefna skoðun á
nýjum umhverfisvænum orkukost-
um, orkuendurvinnslu, hitaveitu
og framleiðslu nýrra orkugjafa á
borð við rafeldsneyti. Markmið-
ið er að fullnýta virðiskeðju fram-
leiðslunnar, forðast sóun verðmæta
og byggja upp grænt iðn- og at-
vinnusvæði í hringrásarhagkerfi í
anda sjálfbærnimarkmiða Samein-
uðu þjóðanna.
Skýrsla um orkuskipti
og rafeldsneyti
Nú í sumar kynnti Þróunarfélag-
ið skýrslu nýsköpunarfyrirtækis-
ins icefuel um kosti framleiðslu á
rafeldsneyti hér á landi. Þar kem-
ur fram að bein notkun rafmagns
sé talinn einn besti valkostur sem
orkugjafi íslenskra samgöngu- og
farartækja. Það er hins vegar ekki
alltaf raunhæft og því sé nauðsyn-
legt að huga að öðrum möguleik-
um til orkuskipta í samgöngum.
Slíkt sé eina leiðin til að uppfylla
markmið og skyldur Íslands í lofts-
lagsmálum. Þar mun framleiðsla á
rafeldsneyti hér á landi leika stórt
hlutverk.
rafeldsneyti er kolefnishlutlaus
umhverfisvænn orkugjafi eða elds-
neyti sem byggir á þekktri fram-
leiðslutækni með efnahvörfum á
ammóníaki, metanól, metan, raf-
olíu og hreinu vetni sem unnið er
með rafgreiningu. Þar sem raf-
greining er knúin endurnýjanlegri
orku verði þetta kolefnishlutlaus
framleiðsla.
Til framleiðslunnar er not-
uð endurnýjanleg raforka sem og
glatvarmi frá framleiðslu Elkem.
að auki verður nýtt koldíoxíð sem
þegar er til staðar í vistkerfi grund-
artanga. Þannig verði dregið veru-
lega úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda, orkuskipti efld og stuðlað að
kröftugri nýsköpun og sjálfbærni á
atvinnusvæðinu. Það er eftirsókn-
arverð vegferð.
Bjarni Már Júlíusson, fram-
kvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækis-
ins Icefuel.
Guðjón Steindórsson,
framkvæmdastjóri Þróunarfélags
Grundartanga.
Framleiðsla
rafeldsneytis á
Grundartanga
Í fréttum á mánudagsmorgun kom
fram að ráðuneyti sveitastjórnamála
hefði gert alvarlegar athugasemd-
ir við stjórnsýslu Borgarbyggðar á
sviði skipulagsmála, þar sem alls-
herjar óreiða virðist ráða ríkjum.
Bætist þar við enn eitt málið sem
lýsir stjórn- og stefnuleysi í stjórnun
sveitafélagsins Borgarbyggðar.
við búum við næst-hæstu fast-
eignaskatta á landinu, aðeins 38%
íbúa eru ánægðir með búsetu í
Borgarnesi, framkvæmdir við skóla
hafa farið um og yfir 100% fram
úr áætlun. Ekki er vitað hver sam-
þykkti eða hvað varð um liðlega
100 milljónir króna við þá fram-
kvæmd, rekstrarkostnaður skól-
anna er langt umfram landsmeðal-
tal, fasteignir sveitafélagsins eru í
niðurníðslu vegna skorts á viðhaldi
og svo framvegis.
Er ekki rétt fyrir forseta bæjar-
stjórnar og formann byggðarráðs
að fara að skoða stöðu sína? Það er
augljóst að núverandi meirihluti,
undir þeirra forystu, ræður ekki við
að stjórna sveitarfélaginu og betra
væri að aðrir kæmu þar að, fyrr en
seinna!
Borgarnesi, 23. águst 2021
Guðsteinn Einarsson
Nóg komið!
Enn eitt
vandræðamálið?
Sæl Jóhanna Fjóla, ég þakka fyrir
svör þín í síðasta Skessuhorni, svo
langt sem þau ná. Þú reynir að gera
hlut þinn og stjórnenda HvE sem
bestan, sem eðlilegt er, en jafnframt
að gera sem minnst úr störfum mín-
um og vegur allt að því að starfs-
heiðri mínum m.a. með ábendingu
um; „Í ljósi þess ætti það að vera
þér umhugsunarefni að vinnufram-
lag þitt í Ólafsvík skuli vera afþakk-
að á sama tíma og læknaskorturinn
er jafn mikill og raun ber vitni.“
Þrátt fyrir þessi orð, og hugs-
un þína, er mér boðið starf á Hg
Borgarness, ekki af einum held-
ur tveimur undirmanna þinna og
„forsvarsmanni félags lækna,“ sem
þú kallar svo í svari þínu. Lít á það
sem traustsyfirlýsingu á störf mín
við HvE sl. 4 ár!
Í svari þínu nefnir þú; „vinna á
heilsugæslustöð gengur út á góð
samskipti og teymisvinnu.“ Þessi
orð hafa ætíð verið mér efst í huga í
starfi mínu sem læknir, og að þú setj-
ir þau á blað í svarbréfi þínu, gefur
til kynna að stjórnendur HvE tali
ekki nógsamlega saman eða upplýsi
EKKi hvern annan um gang mála.
Því óska ég birtingar bréfs, nokkuð
stytt, sem ég sendi framkvæmda-
stjóra lækninga 26. mars sl.
Álít að þessi „uppásnúningur“
hjúkrunarfræðingsins, og „bak-
tjaldamakk yfirmanns Hg Ólafs-
víkur (sjá meðf. bréf) sé upphaf
þessa máls! Þessu bréfi hefur ekki
verið svarað!
Ítreka fyrri spurningu hvers
vegna heyrði ég aldrei neitt frá
mannauðsstjóra eða þér vegna þessa
máls, hvers vegna var ekki haft sam-
band við mig eftir fund í Ólafsvík í
byrjun júní? Hefur þú kannað hug
íbúa Snæfellsbæjar til þeirra a.m.k.
tveggja lækna sem hefur verið bol-
að í burtu á sl. ári? Hafa þeir, íbúar
Snæfellsbæjar, afþakkað vinnufram-
lag þessara lækna?
Hefur stjórn tekið fyrir með-
fylgjandi bréf, ef svo er hvers vegna
hefur ekki borist svar við því?
Jóhanna Fjóla, er þér kunnug
orsök þess að nokkur fjöldi lækna,
sem starfað hefur í Ólafsvík, seg-
ist aldrei koma þangað aftur við
óbreyttar kringumstæður? Jóhanna
Fjóla, þú segir að HvE noti verk-
taka til að ráða lækna, en ég hef
reynt það á eigin skinni, að lækna
getur þú rekið án hjálpar, enda þótt
læknaskortur sé mikill á HvE!
Óska þér velfarnaðar í þínu erf-
iða og krefjandi starfi.
Vinsamlegast,
Þorsteinn Jóhannesson, Dr.med.
skurðlæknir
Hr. Framkvæmdastjóri
lækninga
Mosfellsbæ 26. mars 2021
HVE Akranesi
Ágæti framkvæmdastjóri, tilurð
þessara skrifa er fundur, sem við átt-
um, 15.03. sl. ásamt fjármálastjóra
HvE. Á þessum fundi 15.03. tjáðir
þú mér að í undangenginni viku haf-
ir þú ásamt mannauðsstjóra, frkvstj.
hjúkrunar, fjármálastjóra og for-
stöðukonu Hg Ólafsvíkur átt fund
á akranesi. Mér skildist að ástæða
þessa fundar hafi verið kvörtun
„yfirmanns“ Hg í Ólafsvík, sem
er, að mér skilst í 50% launahlut-
falli. Kvörtun/kæra forstöðukonu/
yfirmanns Hg Ólafsvíkur laut að
framkomu minni, í því samhengi
spurðir þú mig m.a. að því hvort ég
ætti ekki barnabörn, hverju ég játti,
og bættir þú þá við hvort mér væri
ekki fært að nota slíkan tón (afa-
tón?) við störf mín á Hg Ólafsvík-
ur. Ég var svo hissa á þessari spurn-
ingu að mér láðist að spyrja? gagn-
vart samstarfsfólki? eða skjólstæð-
ingum? Mér hugkvæmdist heldur
ekki að spyrja þig hvort þú, á þess-
um klögufundi, hefðir nefnt sam-
skipti undirritaðs og NN hjúkrun-
arfræðings á Hg Ólafsvík fimmtu-
daginn 29.10. 2020, en ég hafði tjáð
þér þau munnlega og varst þú jafn
orðlaus og ég varð! En á þessum
nefnda degi spurði ég NN hvort
hún gæti aðstoðað mig við aðgerð
á morgun 30.10.? Svar NN; „Ég
Er HJúKrUNarFrÆðiNg-
Ur Og Er EKKi HÉr TiL að
aðSTOða LÆKNa.“ Mér varð
orðfall en gat „stamað“ eftir smá
stund að ég teldi að starfsfólk Hg
væri teymi, sem hefði það markmið
að leysa vanda skjólstæðinga Hg,
slíkri framkomu hefði ég hvorki
fyrr né síðar á minum 43 ára ferli,
sem læknir, kynnst.
Mánudaginn 22. 02. sl. tjái ég
NN að fyrirhuguð sé í næstu viku
aðgerð vegna naglsæris, og þyrfti til
þeirra aðgerðar Fenol lausn, sem til
væri á HvE akranesi og best væri
að tala við lyfjafræðing þar. Hitti
NN að morgni 01.03. spyr hvort
Fenol lausnin væri komin, svar
hennar; „Þú getur pantað þetta
sjálfur!“ Sjálfur hringdi ég í lyfja-
fræðinginn á akranesi og lausnin
var komin næsta dag.
Það var sennilegast fyrir tilstilli
„forsvm. félags lækna,“ að ég tók að
mér tveggja vikna afleysingu í okt/
nóv. 2020. Þetta voru lærdómsríkar
vikur, Ólsarar hörkufólk, sem hefur
þurft að hafa fyrir sínu og náð ýmsu
fram með dugnaði og þrautseigju,
þeir tala íslensku og það tæpitungu-
laust. Upp til hópa kurteisir og
vel meinandi. Kynni mín af þessu
samfélagi snart e-n streng í brjósti
mér þannig að þegar „forsvm. fé-
lags lækna“ spurði hvort ég myndi
vera til í frekari „afleysingar“ gaf
ég það ekki frá mér. Nefndi það
við hann að eins og þessi þjónusta
væri nú, veitt af „tugum“ lækna
eina viku í senn, væri ekki til eftir-
breytni. Nefndi því að ég gæti séð
fyrir mér að taka tvær vikur í mán-
uði, ef stefnt yrði að því að hinar
tvær yrðu á „höndum“ færri lækna
til þess að bæta samfelluna og með-
ferð. „Forsvm. félags lækna“ gaf
undir fótinn með það að „vel látinn
læknir,“ sem þekkti vel til í Snæ-
fellsbæ hefði hug á að vinna meir
hér vestra. Því sló ég til og veitti
ádrátt um að ég væri til í að reyna!
Þvert á ráðleggingar gamalla koll-
ega sem sögðu að í Ólafsvík væri
e-r „draugur“ eða „draugagangur“,
þar endist enginn lengi og þeir sem
ílendast þar verði hálf brjálaðir. Ég
hefði kannski betur hlustað á orð
gömlu kolleganna um draugagang-
inn en get með góðri samvisku sagt;
„ég er ekki þessi „draugur / drauga-
gangur“ og veit ekki til þess að ég
hafi vakið hann til lífsins, eða aukið
honum kyngikraft.
Hitt skal viðurkennt hér að ég læt
ekki setja á mig hálsgjörð svo hægt
sé að teyma mig eins og óuppalinn
rakka eða reynslulausan hvolp sem
svo margir með litla reynslu hafa
þörf fyrir!
Með vinsemd og virðingu,
Þorsteinn Jóhannesson, Dr. med.
Skurðlæknir
P.S.
vænti þess af þér hafi ég ver-
ið sakaður um dónaskap við sam-
starfsfólk mitt eða það sem er svo
vinsælt í dag „eineltis“ tilburði eða
annað sem ég set ekki hér á blað, þá
segir þú mér frá því. Eins óska ég
þess að þú ræðir við starfsfólk dH
Jaðars í Ólafsvík og dH Fellaskjóls
í grundarfirði því ég er mér með-
vitaður um máltækið; aldrei reykur
án elds!
Að gefnu tilefni/svar Jóhönnu Fjólu
við opnu bréfi undirritaðs