Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 20
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 202120 „Einn af fallegustu stöðum á Íslandi, í einungis tveggja tíma akstursfjar- lægð frá reykjavík. Heillandi and- rúmsloft og veitingastaður sem er hvað þekktastur fyrir að bera fram sælkeramat úr sveitinni í algjör- um sérflokki.“ Þannig er tilteknum stað hér á vesturlandi lýst. Um er að ræða Hótel Búðir á Snæfellsnesi og getur blaðamaður Skessuhorns hæglega tekið undir lýsinguna sem finna má á heimasíðu hótelsins. Hótel Búðir býr yfir stórbrotinni sögu en allt frá 17. öld voru Búðir verslunar- og útgerðarstaður. Seint á fimmta áratugnum opnaði í fyrsta skipti gistiheimilið Búðir sem rek- ið var af Átthagafélagi Snæfellsness og Hnappadals fyrstu árin. Hótelið varð strax afar vinsælt og laðaði til sín stóran hóp gesta. Spólað áfram til örlagadagsins 21. febrúar 2001 varð hótelið eldi að bráð og brann til grunna. Nýtt hótel var byggt frá grunni og þann 14. júní 2003 hófst fullur rekstur hótels að nýju. Í dag er hótelinu stýrt af Berglindi arnar- dóttur sem tók við kyndlinum sum- arið 2019 eftir að hafa verið aðstoð- arhótelstjóri í nokkur ár þar á und- an. „Ég hef verið að vinna á Hótel Búðum síðan 2012,“ segir Berglind í samtali við Skessuhorn. Vilja veita framúrskar- andi þjónustu Berglind er menntaður hársnyrt- isveinn og starfaði við það í nokk- ur ár. Hún hefur aftur á móti unn- ið hin ýmsu þjónustustörf áður en hún hóf störf á Hótel Búðum. Nú hefur hún verið hótelstjóri síð- ustu tvö ár og leggur mikla áherslu á að hafa gott teymi í kringum sig. „Þegar ég tók við þá lagði ég mesta áherslu á að byggja upp sterkt og gott teymi, byggja á þeim kjarna af frábæru fólki sem starfar með okk- ur og setja okkur skýr markmið að veita framúrskarandi þjónustu og hafa góða stemningu á vinnustaðn- um. Ég hef alltaf haft það að leiðar- ljósi að koma fram við fólk eins og ég vil að það sé komið fram við mig, vera til staðar og biðja ekki um neitt sem ég er ekki sjálf tilbúin að gera,“ segir Berglind um andrúmsloftið á Hótel Búðum. Aukin afþreying á Snæfellsnesi Á Hótel Búðum eru 28 herbergi; ein svíta, níu deluxe herbergi, tíu standard herbergi og átta loft-her- bergi. Þar er einnig veitingastað- ur sem fær allt sitt ferska hráefni úr nærumhverfinu í góðu samstarfi við bændur og sjómenn í nágrenn- inu ásamt því sem hægt er að kíkja á barinn og njóta ýmiss konar drykkja og léttra veitinga. „við erum að vísu ekki með spa en það er hægt að skella sér í ískaldan sjóinn,“ segir Berglind létt í lund. „Undanfarin ár hefur mikil aukning orðið á afþrey- ingu og ferðum á Snæfellsnesi sem viðskiptavinir okkar eru dugleg- ir að nýta sér. Samstarf ferðaþjón- ustuaðila er alltaf að aukast sem er mjög mikilvægt því það laðar að fleiri viðskiptavini á Snæfellsnesið og eykur ánægju og upplifun,“ bæt- ir hún við. Þakklát fyrir Íslendingana Sem fyrirtæki í ferðaþjónustu seg- ir Berglind reksturinn á Búðum hafa gengið vonum framar í Co- vid sem hefur geisað í samfélaginu síðasta árið og á einhverjum tíma- punkti, gjörsamlega lamað ferða- þjónustuna og aðra þjónustugeira. „við höfum ekki þurft að segja upp neinu starfsfólki. Það lögðust allir starfsmenn á eitt að berjast í gegn- um þetta með okkur sem lýsir hversu ótrúlega heppin við erum með starfs- fólk. við drógum saman framboðið síðasta vetur og höfðum opið lang- ar helgar, alla frídaga og vorum meira og minna fullbókuð af stór- skemmtilegum ferðaþyrstum Íslend- ingum. Þegar takmarkanir voru hvað mestar þá drógum við einnig saman þann fjölda herbergja sem við seld- um til að uppfylla þær takmarkanir sem giltu hverju sinni,“ rifjar Berg- lind upp. „við erum ótrúlega þakk- lát fyrir hvað Íslendingar stóðu þétt við bakið á okkur þegar landamær- in voru lokuð og fylltu hótelið. Yfir sumartímann eru þetta mest megnið erlendir ferðamenn víðs vegar að úr heiminum. Núna í sumar eru flest- ir okkar erlendu gesta frá Bandaríkj- unum.“ Sumarið verið frábært Berglind segir sumarið hafa geng- ið frábærlega á Hótel Búðum og í raun mun betur en hún þorði að vona. „Sumarið hefur gengið frá- bærlega og í raun mun betur en okk- ar bjartsýnustu spár,“ segir Berglind glöð. „Það gekk að vísu erfiðlega að ráða starfsfólk og reyndum við eft- ir fremsta megni að nýta okkur öll þau úrræði sem voru í boði. Því mið- ur gekk erfiðlega að ráða starfsfólk hér innanlands þannig að við leituð- um út fyrir landsteinana eftir starfs- fólki,“ bætir Berglind við sem er jafn- framt spennt fyrir komandi vetri. „ við erum ótrúlega spennt fyrir vetr- inum og vonum að Íslendingar haldi áfram að fylla hótelið um helgar og að það verði meira um túrista í miðri viku. Bókanir inn í fyrri part vetrar lofa mjög góðu, en við þurfum hins vegar að vera viðbúin hverju sem er hvað varðar takmarkanir og eða frek- ari hömlur á landamærunum.“ Hvetur Íslendinga að kíkja við á Búðum Berglind segir svo margt koma upp í hugann þegar hún er spurð út í sér- stæðu Hótel Búða en lætur þó reyna á að svara spurningunni. „Það sem rís hæst er þá helst starfsfólkið, nátt- úran og sú einstaka stemning sem okkur, og öllum þeim sem áður hafa starfað hér, hefur tekist að skapa og viðhalda. Það hefur alltaf verið mik- il áhersla lögð á það að viðhalda því einstaka andrúmslofti og gæðum sem Hótel Búðir er þekkt fyrir og þar róa eigendur, stjórnendur og starfsfólk í takt,“ segir Berglind. „Og svo má ekki gleyma þeim fjölmörgu brúð- kaupum og veislum sem við höfum haldið hér. Það er fátt skemmtilegra en að taka þátt í slíkum undirbúningi með fólki víðs vegar að úr heimin- um sem hefur valið að gifta sig hér á Hótel Búðum,“ bætir hún við. „Mig langar bara að hvetja Íslendinga til að halda áfram að heimsækja Snæ- fellsnesið og njóta þeirrar stórkost- legur náttúru og þjónustu sem hér er að finna. Já og endilega kíkið við hjá okkur í leiðinni, hvort sem er í kaffi- bolla, hádegismat, eða kvöldmat. Það er alltaf gott að aftengja sig og njóta á einstökum stað í einstakri náttúru,“ segir Berglind að endingu. glh/ Ljósm. Hótel Búðir. „Endilega kíkið við hjá okkur í leiðinni, hvort sem er í kaffibolla, hádegismat, eða kvöldmat“ -rætt við Berglindi Arnardóttur, hótelstjóra á Hótel Búðum á Snæfellsnesi Berglind Arnardóttir, hótelstjóri á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Mikið er lagt upp úr að skapa afslappað andrúmsloft á Hótel Búðum ásamt því að varðveita sögu staðarins. Hótel Búðir á Snæfellsnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.