Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 31
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 2021 31 Knattspyrnufélagið Kári er nú í neðsta sætinu í 2. deild karla í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Liðið er níu stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir og nokkuð ljóst að Káramenn þurfa að sætta sig við fall í þriðju deild þegar talið verður upp úr kjörkössunum í haust. Kári mætti norðanmönn- um úr völsungi, sem eru í mikilli baráttu við Kv um að komast upp í Lengjudeildina, á sunnudaginn í akraneshöllinni og tapaði sínum ellefta leik í sumar. Kári komst yfir á sjöundu mínútu þegar Árni Salvar Heimisson kom þeim yfir en tveim- ur mínútum síðar jafnaði völsung- ur með marki frá Bjarka Baldvins- syni og staðan í hálfleik 1-1. Elv- ar Baldvinsson kom gestunum yfir á 76. mínútu og reyndist það sig- urmark leiksins og ansi dýrmæt stig fyrir völsung í toppbaráttunni. dómari leiksins, Elías ingi Árna- son, hafði í nógu að snúast í leikn- um því alls fóru níu gul spjöld á loft og sjö þeirra fengu Káramenn beint í andlitið og líklegt að pirr- ingur og gremja hafi átt einhvern þátt í spjaldasöfnuninni. Kári er, eins og áður sagði, í neðsta sæti deildarinnar með níu stig eftir 18 leiki en næsti leikur liðsins er gegn liði Ír á Hertz- vellinum í Breiðholti næsta föstu- dag og hefst klukkan 19.15. vaks Leik Ía og Kr, sem átti að fara fram síðastliðinn sunnudag á akra- nesvelli í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, var frestað vegna Co- vid-19 smits í liði vesturbæinga. 26 leikmenn Kr voru sendir í sóttkví allavega fram á mánudag en þá var hópurinn sendur í skimun. Leikur- inn fer fram í kvöld, miðvikudag, á akranesvelli og hefst klukkan 18.. arg Kvennalið Ía hefur átt frek- ar rýrt keppnistímabil í sumar og voru stelpurnar komnar í fallsæti í Lengjudeildinni fyrir leikinn gegn grindavík sem fór fram á föstu- dagskvöld á akranesvelli. Þurftu þær því nauðsynlega á sigri að halda í leiknum til þess að rífa sig upp töfluna. Það var nákvæmlega það sem þær gerðu og sigruðu grinda- vík 3:2 í hörkuskemmtilegum leik og lyftu sér um leið upp í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig. Skagakonur byrjuðu leikinn vel og náðu forystunni sanngjarnt þeg- ar Bryndís rún Þórólfsdóttir skor- aði fallegt mark í fjærhornið á 29. mínútu leiksins. Heimakonur voru nær því að auka forystuna í hálf- leiknum og komust næst því þeg- ar þær áttu skot í þverslá undir lok hálfleiksins. Staðan í hálfleik 1:0. Þær gulklæddu fengu drauma- byrjun í síðari hálfleiknum þeg- ar Unnur Ýr Haraldsdóttir kom þeim í 2:0 á 49. mínútu en þá fylgdi hún eftir stungusendingu inn fyrir vörnina og var rétt á undan mark- verði grindvíkinga og náði að pota boltanum yfir marklínuna af miklu harðfylgi. Þetta mark létti af pressunni hjá stelpunum og var leikurinn í járn- um eftir það. Skagastúlkur virtust ætla að sigla sigrinum í land. En það átti eftir að breytast því grindavík- urkonur voru allt í einu komnar inn í leikinn þegar Christabel Oduro náði að minnka muninn 13 mín- útum fyrir leikslok á 77. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar voru þær búnar að jafna leikinn í 2:2 þegar Helga guðrún Kristinsdótt- ir skoraði eftir að Christabel Odura lagði boltann fyrir fætur hennar fyrir opnu marki. En dramatíkinni var þar með ekki lokið. Því aðeins tveimur mínútum síðar kom dana Joy Scheriff Skagakonum aftur yfir í leiknum með þriðja markinu 3:2 sem reyndist sigurmark leiksins. Mark hennar var afar glæsilegt; fast skot alveg út við stöng eftir að Erla Karitas Jóhannesdóttir átti send- ingu á hana. grindavíkurkonur sóttu hart að marki heimaliðsins á síðustu mínútunum og áttu meðal annars skot í stöng en Skagakonur héldu það út og og lönduðu mikil- vægum sigri í æsispennandi leik og fögnuðu að vonum ákaft í leikslok sanngjörnum sigri. Stelpurnar börðust vel allan leik- inn og ætluðu sér sigur og uppskáru hann. að öðrum ólöstuðum þá átti dana Joy Scheriff mjög góðan leik, barðist vel og var það vel við hæfi að hún skoraði sigurmarkið til að kóróna frábæra frammistöðu. se/ Ljósm. sas. reynir frá Hellissandi lék síðasta leik sinn í sumar í C-riðli 4. deild- ar karla á sunnudaginn á Ólafs- víkurvelli gegn liði Álftaness sem endaði í toppsæti riðilsins og er á leið í úrslitakeppnina um að kom- ast upp í 3. deild. Leikurinn byrj- aði ansi fjörlega því strax á þriðju mínútu komst Álftanes yfir með marki andra Janussonar. anibal Joao Costa jafnaði fyrir heima- menn tveimur mínútum síðar og svo kom guðbjörn Sæmundsson Álftanesi aftur yfir á þeirri sjöundu. Eftir þetta tóku Álftnesingar yfir leikinn með fjórum mörkum á tæp- lega tuttugu mínútna kafla og stað- an því 1-6 í hálfleik. Seinni hálfleikur var með róleg- asta móti þar til á síðustu níu mín- útum leiksins þegar gestirnir bættu við þremur mörkum og meira að segja með hjálp heimamanna því þjálfari og leikmaður reynismanna, Kári viðarsson, skoraði sjálfsmark og síðasta mark leiksins í upp- bótartíma. Lokatölur því 1-9 fyrir Álftanesi og stórtap reynismanna á heimavelli staðreynd. reynir endaði í sjötta sæti C-rið- ils með tólf stig í sextán leikjum, vann þrjá leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði tíu leikjum. Markatal- an var 21-61 og markahæstur var Heimir Þór Ásgeirsson með níu mörk í níu leikjum. vaks Penninn var á lofti í í herbúðum Skallagríms í Borgarnesi í liðinni viku. Samningar voru endurnýjað- ir við tvo leikmenn, þá davíð guð- mundsson og Benedikt Lárusson, sem ætla að taka slaginn með meist- araflokki karla á komandi vetri. Þar að auki var arnar Smári Bjarnason fenginn aftur í liðið fyrir komandi vetur en hann hélt í víking fyrir síð- asta tímabil þegar hann gekk til liðs við vestra á Ísafirði. Hann snýr nú aftur á heimaslóðir í Borgarnesi og spilar með Skallagrímsmönnum í fyrstu deild karla í körfuknattleik ásamt davíð og Benedikt. Fyrsti deildarleikur Skallagríms verður útileikur gegn Álftanesi mánudag- inn 27. september. glh/ Byrjunarlið Kára gegn Völsungi í leiknum á sunnudaginn. Ljósm. sgh Kári kominn í neðsta sætið Skallagrímur semur við þrjá leikmenn Davíð Guðmundsson innsiglar samning sinn með handabandi við Hafþór Inga Gunnarsson, aðstoðarþjálfara mfl. karla. Ljósm. kkd. Skallagríms. Mikilvægur sigur hjá Skagakonum Reynir tapaði stórt í lokaleiknum Sveifla í lagi. Úr leiknum á sunnudaginn. Ljósm. þa. Sindri Snær Magnússon í leik ÍA og Vals fyrr í sumar. Ljósm. úr safni/ gbh Leik ÍA og KR var frestað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.