Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 23
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 2021 23
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið
að breyta reglugerð nr. 415/2004
sem fjallar m.a. um hraðpróf. Breyt-
ingin er unnin í samráði við sótt-
varnalækni. Í reglugerðinni segir
að heilbrigðisstarfsmanni sem hlot-
ið hefur þjálfun, eða sérþjálfaður
starfsmaður sem fengið hefur sér-
staka þjálfun frá heilbrigðisstarfs-
manni, er heimilt að framkvæma
greiningu á SarS-Cov-2 veirunni
með CE-vottuðu hraðprófi. Þannig
er ekki lengur skylda að rannsókn-
arstofa með starfsleyfi sjái um all-
ar greiningar sem gerðar eru með
hraðprófum hér á landi. Hraðpróf-
in skulu hafa a.m.k. 90% næmi og
97% sértæki samkvæmt mati hlut-
lausra aðila og hlotið leyfi heil-
brigðisráðuneytisins eftir umsögn
embætti landlæknis.
Sé niðurstaða úr slíku prófi já-
kvæð hvíla skyldur 7. gr. laga nr.
19/1997 um sóttvarnir á viðkom-
andi einstaklingi og skal hann stað-
festa niðurstöðuna með rT-PCr
prófi, sbr. fagleg fyrirmæli land-
læknis um skyndigreiningarpróf
fyrir COvid-19. Í samræmi við
reglugerð um sóttkví og einangrun
og sýnatöku við landamæri Íslands
vegna COvid-19 ber einstaklingi
að einangra sig þar til niðurstaða úr
rT-PCr prófi liggur fyrir.
Þá verður einstaklingum gert
heimilt að nota CE-vottuð sjálfs-
próf sem markaðssett eru sem
sjálfspróf, í samræmi við ætluð not
og leiðbeiningar framleiðanda, til
greiningar á SarS-Cov-2 veir-
unni hjá sjálfum sér. Sjálfspróf-
in skulu hafa a.m.k. 90% næmi
og 95% sértæki. Sé niðurstaða úr
slíku sjálfsprófi jákvæð hvíla skyld-
ur 7. gr. laga nr. 19/1997 um sótt-
varnir á viðkomandi einstaklingi og
skal hann staðfesta niðurstöðuna
með rT-PCr prófi. Í samræmi við
reglugerð um sóttkví og einangrun
og sýnatöku við landamæri Íslands
vegna COvid-19 ber einstaklingi
að einangra sig þar til niðurstaða úr
rT-PCr prófi liggur fyrir.
mm
Í síðustu viku var myndarleg-
ur hani, af íslensku landnáms-
hænsnakyni, á ferðinni í skógrækt-
inni á akranesi og í jaðri golfvall-
arins. Tilurð hanans á þessu svæði
vakti upp talsverðar vangaveltur og
ítrekaða umræðu á samfélagsmiðl-
um, þar sem fólk á fremur að venj-
ast að sjá endur en hana á útivist-
arsvæðunum. Á sunnudagsmorg-
un sást haninn þar sem hann hélt
uppi gríninu á fyrstu braut vallar-
ins, en einkum hafði hann þó ver-
ið við aðra braut og var sagður gala
þegar einhver sló gott högg. Það er
hins vegar ekki mikið um það, enda
truflar haninn einbeitinguna. golf-
spilaranum sem tók meðfylgjandi
mynd var bent á að nú loksins, eftir
öll þessi ár, gæti hann fengið fugl!
annar sagðist bjóða upp á hana-
stél á níundu braut og áfram mætti
telja, ekki vantar spaugið.
En mál hanans leystist farsællega.
Síðdegis á sunnudaginn fór lítill
hópur bjargvætta í skógræktina og
fann hanann hvar hann var uppi í
trjágrein. Hananum, sem einhver
hefur að líkindum losað sig við, var
komið fyrir ásamt hænum í pútna-
kofa vestur á Mýrum þar sem hann
býr nú við góðan aðbúnað.
mm
Fyrir framan gamla innganginn
í Brekkubæjarskóla á akranesi,
Heiðarbrautarmegin, er búið að
setja upp ný leiktæki og snyrta um-
hverfið. Yngstu deildir grunnskól-
ans eru mikið á þessu svæði og því
er þetta kærkomið fyrir hressa og
fjöruga krakka.
vaks
Sunnudaginn 29. ágúst verða tón-
leikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ
þar sem valgerður Jónsdóttir kem-
ur fram ásamt hljómsveit. valgerð-
ur er tónlistarkona frá akranesi og á
að baki langan og fjölbreyttan feril í
tónlistinni. Hún á mikið safn laga og
texta sem hún hefur samið í gegnum
tíðina. valgerður er Bæjarlistamaður
akraness árið 2021.
Á dagskrá tónleikanna verður
fjölbreytt blanda af tón- og tex-
tasmíðum valgerðar en hún hefur
bakgrunn í klassískri tónlist sem og
popp og þjóðlagatónlist og endur-
speglast þessi áhrif í tónlist hennar.
valgerður syngur og leikur á píanó/
gítar en með sér á tónleikunum he-
fur hún frábæran hóp samstarfsfólks
sem hún hefur unnið með áður við
ýmis tónlistartengd verkefni. Með
valgerði á tónleikunum leika: Þórður
Sævarsson gítar, Sylvía Þórðardóttir
harmonikka, ukulele og söngur, ar-
nar Óðinn arnþórsson trommur og
Sveinn rúnar grímarsson bassi.
Tónleikarnir hefjast kl. 20,
miðaverð er 2500 kr. Miðasala við
innganginn (enginn posi).
-fréttatilkynning
Mikið fjaðrafok þegar
hani gekk laus
Fjör á leiksvæðinu.
Ný leiktæki
við Brekku-
bæjarskóla
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um
hraðpróf.
Hraðpróf verða heimil
utan rannsóknastofu
Leikkastalinn á eftir að vera mikið notaður.
Tónar og ljóð Valgerðar
í Hallgrímskirkju
Eftirfarandi er framboðslisti Pírata
í Nv kjördæmi fyrir alþingiskosn-
ingarnar 25. september næstkom-
andi:
Nr. 1 Magnús davíð Norðdahl,
reykjavík, mannréttindalögmaður
Nr. 2. gunnar ingiberg guð-
mundsson, Snæfellsnesi, strand-
veiðisjómaður
Nr. 3. Pétur Óli Þorvaldsson, Suð-
ureyri, verslunarmaður
Nr. 4. Sigríður Elsa Álfh.d, Ísafirði,
sjúkraliðanemi
Nr. 5. ragnheiður Steina Ólafs-
dóttir, Borgarnesi, öryrki
Nr. 6. Ólína Björk Hjartardóttir,
Sauðárkróki, atvinnurekandi
Nr. 7. Hrafnkell Hugi vernharðs-
son, Flateyri, tónlistarmaður
Nr. 8. alma Benjamínsdóttir,
Hólmavík, leikskólakennari
Nr. 9. Jóhannes g. Þorsteinsson
Ástuson, Húnaþingi, leikjasmiður
Nr. 10. vigdís Pálsdóttir, Borgar-
nesi, ellilífeyrisþegi
Nr. 11. Leifur Finnbogason, Bif-
röst, verkefnastjóri
Nr. 12. Elsa Kristjánsdóttir, reykja-
vík, framkvæmdastjóri
Nr. 13. Samúel Kristjánsson, Súða-
vík, sjómaður
Nr. 14. vignir Árnason, reykjavík,
bókavörður
Nr. 15. Svafar Helgason, reykja-
vík, nemi í sameindalíffræði
Nr. 16. Eva Pandóra Baldursdótt-
ir, reykjavík, fyrrverandi alþingis-
maður.
mm
Píratar birta lista sinn
í Norðvesturkjördæmi
Magnús Davíð Norðdahl
mannréttindalögmaður skipar
oddvitasæti listans.