Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 8
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 20218
Aflatölur fyrir
Vesturland
14.-20. ágúst
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 15 bátar.
Heildarlöndun: 34.571 kg.
Mestur afli: Ísak aK: 25.560 kg
í sjö löndunum.
Arnarstapi: 9 bátar.
Heildarlöndun: 10.413 kg.
Mestur afli: Hrafnaborg SH:
2.700 kg í tveimur róðrum.
Grundarfjörður: 17 bátar.
Heildarlöndun: 347.059 kg.
Mestur afli: Sigurborg SH:
98.819 kg í einum róðri.
Ólafsvík: 26 bátar.
Heildarlöndun: 72.892 kg.
Mestur afli: guðmundur Jens-
son SH: 31.131 kg í þremur
löndunum.
Rif: 21 bátur.
Heildarlöndun: 96.279 kg.
Mestur afli: rifsari SH: 34.772
kg í þremur löndunum.
Stykkishólmur: 15 bátar.
Heildarlöndun: 42.602 kg.
Mestur afli: Bára SH: 17.944
kg í fjórum löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Sigurborg SH – GRU:
98.819 kg. 15. ágúst.
2. Hringur SH – GRU: 71.708
kg. 17. ágúst.
3. Farsæll SH – GRU: 70.825
kg. 15. ágúst.
4. Runólfur SH – GRU:
63.201 kg. 16. ágúst.
5. Kap II VE – GRU: 18.123
kg. 17. ágúst.
-arg
gísli Páll Pálsson, forstjóri grund-
arheimilanna og formaður Sam-
taka fyrirtækja í velferðarþjónustu,
hefur ákveðið að segja sig frá trún-
aðarstörfum fyrir samtökin. við
hlutverki hans tekur varaformað-
ur SFv, Björn Bjarki Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri hjúkrunarheim-
ilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi.
María Fjóla Harðardóttir, forstjóri
Hrafnistu, tekur við sem varafor-
maður stjórnar SFv.
Í Samtökum fyrirtækja í velferð-
arþjónustu eru hátt í 50 stofnanir,
félagasamtök, sjálfseignarstofnan-
ir og einkaaðilar sem starfa á heil-
brigðissviði samkvæmt þjónustu-
samningi eða öðrum greiðslum frá
stjórnvöldum. Samanlagt mynda
aðildarfélög SFv fjölmennasta
vinnustað landsins fyrir sjúkraliða
og þann næststærsta fyrir hjúkrun-
arfræðinga.
„við hjá SFv erum ákaflega
þakklát gísla Páli fyrir það mikla
og góða starf sem hann hefur lagt
af mörkum. Ég tek við góðu búi og
hlakka til þess að vinna með öflugri
stjórn og hæfu starfsfólki samtak-
anna að áframhaldandi uppbygg-
ingu þeirra á kosningaári þar sem
heilbrigðismálin og velferðarþjón-
ustan fá vonandi verðugan sess í
stjórnmálaumræðunni. Sem fyrr
munu Samtök fyrirtækja í velferð-
arþjónustu leggja mikla áherslu á
hagsmunagæslu félagsmanna sinna
og ekki síður að koma aðstæðum
þeirra og áherslum eins vel á fram-
færi og nokkur er kostur,“ segir
Björn Bjarki Þorsteinsson.
mm
Átján ára Skagamaður, alexander
dagur Helgason, opnaði síðastlið-
inn fimmtudag fyrirtæki sem nefn-
ist Pollur bílaþvottur ehf. Eins og
nafnið gefur til kynna mun hann
taka bíla í þrif og bón. Starfsem-
in er til húsa í miðjubilinu á iðn-
aðarhúsi við Þjóðbraut 13a, sem
er á bak við lögreglustöð bæjarins.
Hjá Polli bílaþvotti verður boð-
ið upp á þrenns konar þrifapakka.
Í Léttþrifum 1 er bíllinn þrifinn
að utan með tjöru- og járnhreinsi
og sápuþveginn. Í Léttþrifum 2 er
bíllinn þrifinn að utan með tjöru-
og járnhreinsi, sápuþveginn, ryk er
strokið af mælaborði, sæti, teppi og
skott ryksugað og gólfmottur skol-
aðar. Loks er alþrif þar sem bíll-
inn er þveginn að innan sem utan
og bónaður. Í framtíðinni segist
alexander dagur einnig ætla að
bjóða upp á kódmeðferð á bílum
og mössun.
Helgi Þór Sveinbjörnsson fað-
ir alexanders dags var að aðstoða
soninn þegar blaðamann bar að
garði á opnunardaginn. Þeir feðg-
ar sögðust starta fyrirtækinu núna
af því þeir eru báðir í sumarfríi í
vinnunni sinni; alexander dag-
ur hjá Bifreiðastöð ÞÞÞ og Helgi
Þór í kerskála Norðuráls. Eftir að
þeir ljúka sumarfríinu sínu verð-
ur þjónustan hjá Polli einkum á
kvöldin og um helgar en alexander
segir drauminn að geta starfað við
bílahreinsun og bón í fullu starfi.
Hann segir hefðbundið bóknám
ekki eiga við sig og því stefni hann
nú á rekstur.
Hægt er að fá nánari upplýsing-
ar um þjónustuna, verð og annað á
facebook síðu fyrirtækisins Pollur
bílaþvottur akranesi, en einnig er
hægt að hringja í síma 790-3500.
mm
Á fundi í byggðarráði Borgar-
byggðar síðastliðinn fimmtudag var
lagður fram samningur milli Borg-
arbyggðar, Páls guðmundssonar
og Sæmundar Ásgeirssonar, vegna
Húsafellsmálsins sem undirritað
var 12. ágúst síðastliðinn. Eins og
komið hefur fram í fréttum Skessu-
horns snerist samningurinn um
þríhliða samkomulag um lúkningu
mála varðandi skipulags- og bygg-
ingarmál er varða Húsafell 1 og
Bæjargil og legsteinahús sem þar
var byggt. Megin inntak samkomu-
lagsins er að breytingar á aðalskipu-
lagi á svæðinu skuli einungis taka
til Bæjargils og Húsafells 1 og að
unnið verði nýtt deiliskipulag fyr-
ir sama svæði. deiliskipulag verður
unnið í samræmi við teikningu sem
er fylgiskjal með samkomulaginu.
Borgarbyggð greiddi hvorum aðila
fyrir sig fimm milljónir króna við
undirritun samkomulagsins vegna
kostnaðar tengdum skipulags- og
byggingarmálum á svæðinu. aðilar
voru sammála því að þeir geri ekki
aðrar kröfur hvor á hendur hin-
um vegna skipulags- og byggingar-
mála umfram það sem fram kemur
í samningnum.
„Byggðarráð Borgarbyggðar
fagnar þeirri niðurstöðu sem náðist
með samkomulaginu og vinnur nú
að þeim ákvörðunum sem teknar
voru í samstarfi við aðila samkomu-
lagsins. Það var ekki einsýnt að
samkomulag næðist milli aðila en
allir lögðu sitt að mörkum til þess
að sátt myndi nást. Málið hefur
verið í vinnslu í mörg ár og ljóst er
að sveitarfélagið gerði mistök sem
höfðu áhrif á framgang málsins og
biðst byggðarráð fyrir hönd sveit-
arfélagsins alla málsaðila innilegrar
afsökunar á þeim mistökum,“ segir
í bókun frá fundinum. mm
Sveitarfélagið biður aðila
Húsafellsmáls afsökunar
Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri og Páll Guðmundsson á Húsafelli handsala nýgerðan samning fimmtudaginn 12. ágúst
sl. Ljósm. mm.
Björn Bjarki tekur við formennsku í SFV
Pollur bílaþvottur opnaður á Akranesi
Alexander Dagur Helgason og Helgi Þór Sveinbjörnsson framan við húsnæði Polls
bílaþvottar ehf.
Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs,
Skógræktarfélag Borgarfjarðar og
Umsjónarnefnd Einkunna efndu til
sameiginlegs átaksverkefnis, Ein-
kunnardags, síðastliðinn laugardag.
Um þrjátíu sjálfboðaliðar á öllum
aldri tóku til hendinni í fólkvang-
inum Einkunnum rétt fyrir ofan
Borgarnes og var miklu komið í
verk. vinnugleði sjálfboðaliða ein-
kenndi hópinn sem var saman kom-
inn til að hlúa að svæðinu. Helstu
verkefni voru að endurstika göngu-
leiðina frá Einkunnum að Borg á
Mýrum og klippa og saga trjágróð-
ur á stígnum, lagfæra göngustíga
á svæðinu og bera í þá kurl, smíða
fleka yfir mýri og fleira í þeim dúr.
geirabakarí í Borgarnesi skaffaði
duglegum sjálfboðaliðum veitingar
í hádegishléinu en dagurinn í heild-
ina þótti að öllu leyti frábær og vilja
skipuleggjendur koma á framfæri
þökkum til þeirra sem komu og
lögðu hönd á plóg.
glh/ Ljósm. Ferðafélag Borgar-
fjarðarhéraðs.
Eiríkur Þór Theodórsson stillir sér upp
fyrir eina mynd áður en hann skóflar
kurli í hjólböru.
Vel heppnaður
Einkunnar-
dagur
Sonja Lind Eyglóardóttir Estrajher
mokar hér kurl í hjólböru.
Bræðurnir, Sigurður og Geir Sævar
Geirssynir byggja brú yfir mýri sem er
algengt undirlag í Einkunnum.
Steinar notaðir til að ramma inn
göngustíga.