Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 4
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Menning - ómenning Atburðir síðustu daga innan einnar af fjölmennustu íþróttahreyfingu lands- ins hafa hreyft við landsmönnum. Fólki er ekki skemmt. Málið snýst um helstu fyrirmyndir landsmanna á íþróttasviðinu, ekki síst þúsunda barna og ungmenna sem líta nánast á þá sem goðsagnir í lifandi lífi. Þetta mál kom upp á yfirborðið fyrir nokkrum vikum þegar jafnfréttisfulltrúi í stóru verka- lýðsfélagi steig fram á ritvöllinn og fullyrti að innan stjórnar hreyfingarinn- ar viðgengist þöggun um ofbeldi og meint kynferðisbrot. Sýndi óumdeil- anlega áræði enda er sönnunarbyrði í slíkum brotamálum erfið þegar oftast gerandi og þolandi eru einir til frásagnar. Fram hefur hins vegar komið að í nokkrum þessara mála hafa gerendur viðurkennt brot sín og jafnvel greitt einhvers konar bætur í þeim tilgangi að kveða málin niður utan dómstóla og fjarri opinni umræðu. Þöggun virðist hafa ríkt yfir meintum brotum íþróttamanna utan vallar sem endurspeglast í því að formaður hreyfingar- innar sagði af sér um helgina í kjölfar þess að hafa orðið uppvís að ósann- sögli í sjónvarpsfréttum. Honum var ekki lengur sætt, enda stóðu á hon- um og stjórninni öll spjót. Menn gerðu sér grein fyrir því að almenningur í þessu landi sættir sig ekki við hegðun af þessu tagi enda er hún með öllu óverjandi. Aðrir stjórnarmenn ákváðu næsta dag að taka einnig poka sinn. Á liðnum misserum og árum höfum við Íslendingar upplifað umræðu um fjölmörg erfið mál sem skotið hafa upp kollinum. Okkur hefur orðið ljóst að víða sé litið á það sem „menningu“ að hvísla um eitthvað slæmt sem ger- ist, fremur en að hjóla í málið, ræða það og leysa. Rétta orðið er að sjálf- sögðu „ómenning.“ kannski má segja að almennari notkun samfélagsmiðla hafi kveikt opnari umræðu um ýmis mál, í það minnsta komið fjölmiðlafólki á sporið og það síðan hafið sína rannsóknarvinnu. Þar með þrífst hroðinn ekki lengur í skjóli fálætis. Umræðan leiðir til lausna, allavega stundum. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki, stofnanir og félög að grípa til eðlilegra og réttra varna ef erfið mál koma upp. Á liðnum árum hef ég í því sambandi oft gripið til þeirrar samlíkingar ef salmonella kemur upp í kæliborði versl- unar. til að lágmarka skaða bregst skynsamur kaupmaður strax við, hreins- ar allt úr kæliborðinu, þrífur hátt og lágt og lætur heilbrigðisfulltrúa stað- festa það. Umfram allt viðurkennir hann að þetta hafi komið upp en brugð- ist hafi verið við með viðeigandi hætti. Hann tekur ekki bara kjúklingalegg- ina, sem líklega voru uppsretta salmonellunnar, hann fjarlægir og fargar öllu sem komist hafði í nálægð við sýktu vöruna. Að því búnu stígur hann fram og segir viðskiptavinum sínum að hann harmi að þetta hafi komið upp, heilbrigðiseftirlitið hefði tekið út kæliborðið og búðina og að nú sé öllu óhætt. kaupmaðurinn brást rétt við. Hann lágmarkaði skaðann þannig að eft- ir tvo eða þrjá daga eru allir búnir að gleyma að salmonella hafi nokkurn tímann komið upp. Viðskiptin færast í eðlilegt horf og enginn álasar kaup- manninum. Velta má fyrir sér hvernig farið hefði ef kaupmaðurinn hefði ekki brugð- ist við af festu. Ekki framkvæmt hreinsun á kæliborðinu, ekki stigið fram af auðmýkt og sagt hvað komið hefði fyrir. Viðskiptavinirnir hefðu talað um ástæðu þess að Jón og gunna voru bráðveik svo vikum skipti af því þau höfðu borðað sýkta kjúklingaleggi úr búðinni. Fræðin segja að þegar einn hefur slíka neikvæða sögu að segja um fyrirtæki þá segir viðkomandi það við ellefu aðra. Þessir ellefu segja það svo enn öðrum. Skaðinn er mikill og hugsanlega verður versluninni lokað. Óneitanlega velti ég því fyrir mér hvort einhver eðlismunur sé á því hvort í hlut á kaupmaður á horninu eða íþróttahreyfing. Held ekki. Hreyf- ingin þarf viðskiptavini rétt eins og kaupmaðurinn og þarf að auki að njóta óskoraðs stuðnings og trausts þjóðarinnar. Næstu dagar munu vonandi skera úr um hvort nógsamlega hafi verið og verði brugðist við. Magnús Magnússon Mánudaginn 6. september er stefnt að fyrsta sláturdegi fyrir sauðfé í Sláturhúsi Vesturlands í brákarey. breytingar eru í starfsmannahópn- um, en sem fyrr sitja í stjórn fyr- irtækisins þau Eiríkur blöndal, guðrún Sigurjónsdóttir og guð- jón kristjánsson. Óðinn gústafs- son tók í upphafi síðasta mánað- ar við starfi sem framkvæmdastjóri sláturhússins. Hann er matartækn- ir að mennt með víðtæka reynslu af bæði kjötvinnslu og sláturhús- störfum. Undanfarin 15 ár hefur hann séð um kjötborð meðal ann- ars hjá Hagkaupum í garðabæ og Meny í Noregi. Þá hefur izabela piwowarska tekið við sem gæða- stjóri. Hún hefur sína menntun og reynslu frá póllandi. Lífræn vottun Að sögn Eiríks blöndal stjórnarfor- manns hefur að undanförnu verið mikið að gera í stórgripaslátrun og vinnslu. „Viðskiptavinirnir eru að stórum hluta aðilar sem vilja vera með afurðir úr héraði. Við finnum að þetta er allt að taka við sér eftir Covid ástandið. Þetta er fyrsta árið sem við getum boðið upp á lífræna vottun og erum við stolt af því að geta sagt að biobú, fyrirtæki sem hefur áratuga reynslu í framleiðslu á lífrænum afurðum, velur að vera í viðskiptum við okkur,“ segir Ei- ríkur. Sækjast eftir hærra verði Sláturhús Vesturlands er ekki hefð- bundin afurðastöð, heldur fyrst og fremst þjónustusláturhús þar sem bændur eiga sitt kjöt allan tímann og markaðssetja afurðina sjálfir. „Við kaupum hins vegar af og til kjöt af okkar viðskiptavinum fyr- ir fastakúnna. Hvað bændur varð- ar, þá eru það að stofni til sömu búin sem nýta sér okkar þjónustu ár eftir ár, en alltaf bætast þó nýir við. Menn þurfa að hafa svolít- ið fyrir þessu, skipuleggja flutn- ing og sækja afurðir, hafa aðgang að frystigeymslum og svo framveg- is. En það eru margir bændur sem telja sig þurfa betra verð fyrir sín- ar afurðir og vilja nokkuð til þess vinna.“ Eiríkur segir að margir sauð- fjárbændur selji þannig svolítið af sinni framleiðslu til fjölskyldu og vina sem öðlast þannig hlut í bú- skapnum, taka þátt í búskapnum ef svo má segja. „Afurðaverðið, og aðrar tekjur sem bændur fá nú fyrir kindakjöt, er aðeins hluti af kostnaði þess, um það vitnar m.a. ný skýrsla LbhÍ sem skólinn vann fyrir stjórnarráðið. Það er auðvi- tað spurning um forsendur en það vantar sennilega meira en helm- inginn af ásættanlegu afurðaverði víða. Afurðaverð í nágrannalönd- unum styður þá tilgátu. En neyt- endur eru ekki allir sáttir við þetta og sumir meðal þeirra vilja einfald- lega að bóndinn fái fyrir kostnaði. Eðlilegar framleiðsluaðstæður eru yfirleitt krafa þeirra sem velja mat af meiri, eða sérstökum gæðum,“ segir Eiríkur og bætir að að Slát- urhús Vesturlands ætli þess vegna í haust að koma til móts við þessa aðila og bjóða upp á lambakjöt á „réttu“ verði, þar sem bóndinn fær viðunandi afurðaverð, eða eitthvað í áttina að því. „Fair trade“ „Þetta látum við gerast þann- ig að kaupandinn pantar gæða af- urðir, svo sem lambskrokk frá til- greindu búi og greiðir fyrir verð sem er þannig að hægt er að greiða tvöfalt afurðaverð, eða annað verð sem menn telja nær raunveruleg- um kostnaði. Við gefum út sund- urliðaðan reikning og bóndinn fær sanngjarnt afurðaverð, en neytand- inn kjöt sem er af þekktum uppruna og gæðum og getur með góðri sam- visku sagst hafa borgað eðlilega fyr- ir vöruna og lagt sitt af mörkum til þess að búskapur og innlend mat- vælaframleiðsla geti þróast og dafn- að. Margir þekkja erlendis frá hug- takið „Fair trade“ en það er hugtak sem er notað sumstaðar um afurð- ir sem koma frá þróunarlöndunum og gengur út á að rétta aðeins hlut framleiðenda og samfélaga þeirra. Maður spyr sig hvort við erum að komast þangað, eða hverra er- inda er verið að ganga með því að selja mat langt undir kostnaðar- verði. Það segir sig nokkurn vegin sjálft að þannig getur það ekki ver- ið lengi.“ Bætt nýting afurða Eiríkur segir að þetta seú ekki óyf- irstíganlegar fjárhæðir sem þarf til, það komi á óvart hversu hagstæð varan getur verið samt. „Svo kaupa innleggjendur kannski einhverjar umbúðir, kassa og poka, einhverja sögun og svo flutning. Sjálfsagt er að láta innmatinn fylgja það eru margir sem sakna þess. Það er vax- andi fjöldi neytenda sem er mjög meðvitaður um sín matarinnkaup og vill mat sem sprettur úr sjálf- bærum samfélögum. bætt nýting aukaafurða er nauðsynleg í þess- ari starfsemi, það er bæði þarft og rétt að nýta sem best afurðir grip- anna auk þess að kostnaður við urð- un sláturúrgangs er mjög hár. Við höfum því hafið samstarf við Land- búnaðarháskóla Íslands hvað þessi mál varðar og fleiri sem tengjast svona vinnslu í smáum stíl. Verk- efnið miðar að því að leita leiða til að bæta nýtingu afurða og hliðaraf- urða skólabúa Landbúnaðarháskól- ans og lágmarka þann sláturúrgang sem þarf að urða eða brenna. Af- urðirnar verða nýttar í mötuneyt- inu á Hvanneyri og lagt mat á ár- angur, hagkvæmni og leiðir til skil- virkrar nýtingar, neytendum, fram- leiðendum og umhverfinu til hags- bóta. Í framhaldinu verða skoðuð tækifæri til nánari samstarfs á svið- ið nýsköpunar með skólanum.“ Nýtur velvilja í héraði Sláturhúsið í brákarey hefur verið að láta súta gærur í Svíþjóð og nú er verið að kynna þessa afurð fyrir væntanlegum kaupendum. Heima- síðan www.brakarey.is hefur verið sett upp til þess að kynna vöruna, en Ninja Ómarsdóttir vinnur með fyrirtækinu að vöruþróun og mark- aðsfærslu á gærum og leðri. Vör- urnar sem hún markaðsfærir má sjá á www.materialnord.com. grafísk vinna hefur verið í höndum Elísa- betar Jónsdóttur, grafísks hönnuð- ar. Frekari kynning á þessum vörum er væntanleg, segir Eiríkur. „Sláturhúsið hefur notið velvilja í héraðinu og þrátt fyrir að flestir bændur haldi sig við stóru afurða- stöðvarnar og flestir neytendur kaupi sinn mat í nýlenduvöruversl- unum, þá er það er vaxandi fjöldi, bæði meðal framleiðanda og neyt- enda sem skoðar samstarf við fyr- irtæki eins og okkar,“ segir Eiríkur blöndal. mm Sauðfjárslátrun að hefjast í Brákarey í Borgarnesi Bætt nýting afurða leiðir til hærra afurðaverðs til bænda Óðinn Gústafsson tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra Sláturhúss Vesturlands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.