Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 15
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 2021 15 SK ES SU H O R N 2 02 1 Breyting á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með minniháttar breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að breyta mörkum íbúðarsvæðis Íb13B og skógræktarsvæðis O9. Flatarmál skógræktarsvæðis minnkar u.þ.b. 1000 m² eða 0,1 ha. Stígakerfi í byggðum hluta skóga- hverfis er samræmt tilögum að deiliskipulagi viðkomandi skipulagsáfanga. Hægt er að kynna sér breytinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is Skipulagsfulltrúi Stofnungi á Hvanneyri óskar eftir að ráða Rekstrarstjóra/Bústjóra. Starfið fellst í að sjá um innflutningi erfðaefnis (Stofnfugla) fyrir framleiðendur kjúklinga • og neyslu eggja í landinu. Samskipti við framleiðendur erlendis og innlenda kaupanda. • Skipuleggja og hafa umsjón með útungun og geta sinnt eldi stofnfugla í uppeldi í • afleysingum fyrir aðra starfsmenn Viðkomandi þarf að hafa menntun eða bakgrunn í landbúnaði, búa yfir tölvu og mála kunnáttu (norðurlandamál/enska ), tæknilega sinnaður, sé laghentur og geti sinnt minniháttar viðhaldi á tækjum og eignum Stofnunga, kunni einhver skil á bókhaldi og æskilegt að hafa búsetu á Hvanneyri eða nágrenni. Starfið er hlutastarf. Áhugasamir vinsamlegast sendi umsóknir fyrir 20. september á Jón Magnús reykjabuid@kalkunn.is Laust starf hjá Stofnunga • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Sími 433 5500 - skessuhorn@skessuhorn.is - www.skessuhorn.is Skrifstofan lokuð 8. september Vegna rafmagnstenginga í hverfi okkar verður skrifstofa Skessu- horns að Garðabraut 2A á Akranesi lokuð miðvikudaginn 8. sept- ember. Bæði tölvu- og símkerfi liggur niðri af þeim sökum. Hægt verður að ná sambandi við starfsfólk í farsíma. Sími hjá ritstjóra er 894-8998 og í markaðsdeild 864-9278. Við og Veitur biðjumst velvirðingar á þessu veseni. Verðum á faraldsfæti Síðastliðið vor var haldinn fundur í félagsheimilinu Skildi í Helgafells- sveit þar sem stofnað var félag um Eyrbyggjusögu. Markmið félagsins er að opna setur um Eyrbyggjusögu á Skildi, þar sem haldnar verða sýn- ingar og Eyrbyggjusaga sögð. „Á þessum slóðum eru margir áhuga- samir um Eyrbyggjusögu en þetta er eiginlega héraðssaga Snæfells- ness,“ segir Anna Melsteð, ein af meðlimum undirbúningsnefndar fyrir stofnun setursins. „Við ákváð- um að brydda upp á sögugöngum á söguslóðum í sumar og erum búin að fara í tvær göngur en sú þriðja og síðasta verður farin næsta sunnu- dag. Fyrst var farið á Helgafell sem leikur stórt hlutverk í sögunni. Síð- astliðinn sunnudag fórum við ber- serkjagötu en það er til fræg saga um sænsku berserkina sem ruddu þessa götu. Þeir voru svo plataðir inn í gufubað, læstir inni og drepnir þannig. Ætli berserkjasaga sé ekki þekktasta saga Eyrbyggju,“ segir Anna. Næsta sunnudag verður síðasta gangan en þá verður farið í Álfta- fjörð, sem liggur á milli Stykkis- hólms og dala. torfi tulinius pró- fessor í íslenskum miðaldafræðum tekur þátt í göngunni sem leidd er af Magnúsi Sigurðssyni minja- verði Vesturlands og félögum í Eyrbyggjasögufélaginu. torfi mun einnig halda námskeið um Eyr- byggju á Skildi í Helgafellssveit núna í september. Námskeiðið hefst á laugardaginn. „Á námskeið- inu munum við ræða söguna fram og til baka og diskútera hana. Það er mikilvægt fyrir stefnumörkun um Eyrbyggjusetur að taka söguna vel inn og kryfja til mergjar,“ segir Anna. Söguhringur Vesturlands Að sögn Önnu er hugmyndin að setja upp Eyrbyggjusetur til að halda utan um bókmennta- og safnaarf Íslendinga, efla atvinnulíf og ferðaþjónustu á svæðinu og um leið að nýta húsnæði sem þegar er til staðar „Þetta er hús sem býður upp á marga kosti en eins og mörg félagsheimili um allt land stend- ur það næstum tómt. Félagsheimili eru mörg að missa sitt hlutverk en það er vel hægt að finna ný hlutverk og það er einmitt það sem við vilj- um gera. Við erum búin að skoða Landnámssetrið í borgarnesi og Vínlandssetrið í búðardal og feng- ið mjög fínar móttökur. Þetta setur gæti svo kannski orðið hluti af sögu- hring Vesturlands,“ segir Anna. Námskeiðið með torfa tulinius á Skildi verður skipt á fimm daga, og er opið öllum sem hafa áhuga á að kynna sér Eyrbyggjusögu og kost- ar það 15.000 krónur. Stefnt er að því að halda námskeiðið á eftirfar- andi tímum en tímasetningar gætu breyst í samráði við þátttakendur: Laugardagur 4. september frá kl. 10:00-12:00 og 14:00-15:30. Sunnudagur 5. september frá kl. 14:00-15:00, ganga með leiðbein- anda í Álftafirði. Þriðjudagur 7. september frá kl. 20:00-22:00. Fimmtudagur 9. september frá kl. 20:00-22:00. Laugardagur 11. september frá kl. 10:00-12:00 og 14:00-15:30. arg/ Ljósm. Anna Melsteð. Frá Álftafirði þar sem gengið verður næsta sunnudag. Undirbúa stofnun Eyrbyggjuseturs í Skildi Berserkjahraun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.