Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 29
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 2021 29 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Akranes – fimmtudagur 2. september Í tilefni af þriggja ára starfsaf- mæli Smiðjuloftsins verður blásið til veglegrar afmælishelgar með ýmsum viðburðum eins og trúða- og loftfimleikasýningum, tón- leikum, klifurkvöldi o.fl. Nánar á smidjuloftid.is og facebook. Akranes – föstudagur 3. september Kári mætir Þrótti V í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í Akraneshöllinni og hefst kl. 19:15. Stykkishólmur – laugardagur 4. september Nú er komið að því að skvetta mjöðmum í allar áttir og hrista fagurskapaða þjóhnappa! Mar- grét Erla Maack kemur með þrjú dansnámskeið til Stykkishólms. Tímarnir fara fram í íþróttamið- stöðinni. Kl. 13:00: Magadans, kl. 14:15 Beyoncé og kl. 15:30 Bur- lesque Einn tími kostar 3500, tveir tímar kosta 6000 og þrír tímar kosta 7500. Skráning er á https:// www.margretmaack.com/stykkis- holmur Akranes – laugardagur 4. september ÍA fær Aftureldingu í heimsókn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Akra- nesvelli. Borgarnes – laugardagur 4. september Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi yfirlæknir á Kvennadeild Landspít- alans segir frá tilurð hins fræga refils sem varðveittur er í Bayeux í Frakklandi. Reynir er afar góð- ur sögumaður og innblásinn af efninu. Miðasala á tix.is. Miðaverð 2700 kr. Veitingahúsið er opið fyr- ir matargesti eftir kl. 18:00 – borð- apantanir á landnam@landnam.is eða í síma 437 1600. Helgafellssveit – sunnudagur 5. september Í hinum fagra Álftafirði gerast af- drifaríkir atburðir sem hafa mik- il áhrif á framgöngu sögunnar í Eyrbyggju. Magnús A Sigurðsson minjavörður Vesturlands leiðir göngu út frá Bólstað í Álftafirði og með í för verður Torfi Tulinius pró- fessor í íslenskum miðaldafræð- um við Háskóla Íslands. Farið frá Bólstað kl. 14:00. Borgarbyggð – miðvikudagur 8. september Félagsstarf aldraðra í Borgarfjarð- ardölum hefst með almennum fé- lagsfundi í Brún kl. 13:30. Óska eftir húsi eða sveitabæ Óska eftir húsi eða sveitabæ í lang- tímaleigu, helst í póstnúmeri 301 eða 311. Er reglusöm með fastar tekjur. Hafið samband í tölvupósti á netfengið tungl@mail.com. Honda Jazz Til sölu Honda Jazz. Bensínbíll, ár- gerð 2008, ekinn aðeins 115 þús- und km. Bíllinn er skoðaður með nýlegum dekkjargangi. Lækkað verð; 250 þúsund kr. Upplýsingar í síma 862-2031. Bíllinn er til sýnis hjá Árna við Skúlagötu 5 í Borgar- nesi, sími: 662-4542. Ódýr bíll til sölu Volvo S40 SE árgerð 2002 til sölu, hann er keyrður 224.000. Í bílnum eru leðursæti, cruise control, hiti í framsætum, vökvastýri og velt- ísstýri. Nýir demparar, bremsusk- lossar og bremsudiskar að aft- an. Verðlækkun vegna sparnað- ar í tryggingu og skoðunargjalds, seldur á 100.000 krónur. Frekari upplýsingar í síma 867-6927. Heyrúllur til sölu Til sölu 187 rúllur af þurru ábornu síðslegnu heyi. Rúllað með McHale 3+, saxað með 12 hnífum, belg- plast og sexfalt pakkað. Verð 4.000 + vsk ef sótt er strax, hægt að kom- ast að á vörubíl inn á túnið. Stað- sett á sunnanverðu Snæfellsnesi í hreinu hólfi. Frekari upplýsingar í síma 849-6868 – Gunnar. Á döfinni TIL SÖLU LEIGUMARKAÐUR Smáauglýsingar Nýfæddir Vestlendingar 9. ágúst. Drengur. Þyngd: 3.946 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Þóra Krist- ín Andersen og Ástþór Barkarson, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Málfríður St. Þórðardóttir. Drengurinn hefur fengið nafnið Leo. 15. ágúst. Stúlka. Þyngd: 3.500 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Hera Guðlaugsdóttir og Jón Ragnar Daðason, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 26. ágúst. Drengur. Þyngd: 4.010 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Karen Gréta Minney Pétursdóttir og Val- geir Valdi Valgeirsson, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2021 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Miðvikudaginn 8. september Fimmtudaginn 9. ágúst Föstudaginn 10. september Allir gerðir ökutækja skoðaðir Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 02 1 Kynningarfundur með foreldrum nýnema Kynningarfundur með foreldrum nýnema verður haldinn fimmtudaginn 9. september frá kl. 17-18 í sal FVA Grímuskylda er á fundinum. Kaffi og kleinur Verið velkomin! Skólameistari SK ES SU H O R N 2 02 1

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.