Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Qupperneq 22

Skessuhorn - 01.09.2021, Qupperneq 22
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 202122 Eyjólfur Ármannsson skipar fyrsta sæti á lista Flokks fólksins í Norð- vesturkjördæmi fyrir alþingiskosn- ingarnar. Eyjólfur er fæddur í Vest- mannaeyjum, þriðji í röð fjögurra systkina. Foreldrar hans eru guð- jón Ármann Eyjólfsson, sjóliðs- foringi og skólastjóri Stýrimanna- skólans í Reykjavík til margra ára, og Anika Jóna Ragnarsdóttir, hús- móðir og sjúkraliði. Fjölskyldan flutti frá Eyjum í eldgosinu, þeg- ar Eyjólfur var á fjórða aldursári. Fluttu þau þá til Reykjavíkur þar sem Eyjólfur ólst upp. Sem barn og unglingur varði hann miklum tíma á Vestfjörðum en móðurfjölskylda Eyjólfs kemur frá Lokinhamradal, milli Arnarfjarðar og dýrafjarð- ar. „Þangað á ég sterk bönd og var mjög mikið í sveit hjá móðursystur minni á Hrafnabjörgum og ég fer vestur á hverju ári,“ segir Eyjólfur, sem var einmitt nýkominn af Vest- fjörðum þegar blaðamaður Skessu- horns hitti hann að máli. Alltaf haft áhuga á samfélagsmálum Að loknu stúdentsprófi fór Eyjólfur í Háskóla Íslands í læknisfræði og segir hann leiðina alltaf hafa legið þangað. „Það eru margir í minni fjölskyldu heilbrigðismenntaðir svo það lá bara beinast við,“ segir Eyj- ólfur. Hann fann þó fljótt að lækn- isfræðin átti ekki við hann og færði sig yfir í lögfræði. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á samfélagsmál- um og mér fannst sá áhugi njóta sín betur í lögfræði. Það er líka gott að vera lögfræðimenntaður í stjórn- málum,“ segir Eyjólfur og brosir. Eftir útskrift frá Háskóla Íslands fór Eyjólfur til belgíu þar sem hann lærði Evrópurétt við kaþólska há- skólann í Leuven rétt fyrir utan brussel. Hann nam einnig lögfræði við pennsylvaníuháskóla í Fíladel- fíu í bandaríkjunum, þaðan sem hann er með meistarapróf (LL.M.) og nam hagfræði í Wharton, sama skóla og trump. „Ég hef verið að lifa og hrærast í lögfræði í meira en aldarfjórðung,“ segir hann. Flutti til Noregs Eyjólfur hefur starfað við lögfræði frá því fyrir aldamótin, hann vann til að mynda fyrir sýslumannsemb- ættið í Hafnarfirði um tíma og svo var hann fulltrúi sýslumanns á Sauðárkróki í kringum aldamót- in. Þegar bankahrunið varð haust- ið 2008 starfaði Eyjólfur hjá efna- hagsbrotadeild og sinnti nokkr- um málum tengdum hruninu. Árið 2011 ákvað hann að breyta um um- hverfi og flutti til Noregs þar sem honum bauðst vinna hjá norska stórbankanum dNb. „Mig langaði ekki að vinna í hrunmálum næstu árin og pæla í því sem gerðist fyrir hrunið 2008 í mörg ár svo ég stökk á þetta tækifæri úti,“ segir Eyjólf- ur sem hefur að mestu búið í Nor- egi síðan þá. Hann flutti þó heim árið 2014 og vann við lögmennsku hér á landi í eitt og hálft ár en hélt svo aftur út. „Mér var boðin vinna í tölvubankaþjónustu Nordea, sem er langstærsti banki Norðurlanda, í stóru umbreytingarferli til að halda í við upplýsingatæknibyltinguna. Mér fannst það mjög áhugavert en undanfarin ár hafa bankar heims verið hræddir við að daga uppi, líkt og kodak, haldi þeir ekki í við upp- lýsingabyltinguna. Við vorum að vinna í að umbylta bankanum en bankar eru í dag öðrum þræði it- eða upplýsingatæknifyrirtæki. Fólk er löngu hætt að fara í banka, það er allt komið á netið en núna er fólk ekki lengur að stunda banka- viðskiptin í tölvunni heldur í sím- anum,“ segir Eyjólfur. „Ég var mik- ið að vinna í að innleiða persónu- verndarlöggjöfina, sem grunnstoð hinnar stafrænnu byltingar á net- inu, einnig allt sem tengist netör- yggi og regluverkinu í kringum það,“ útskýrir hann. Gott að vera Íslendingur í Noregi Aðspurður segist Eyjólfur að sjálf- sögðu ætla að flytja heim til Ís- lands nái hann kjöri en hugur hans var farinn að stefna í þá áttina. „En það er mjög gott að vera Íslending- ur í Noregi. Norðmenn eru rosa- lega tengdir okkur, jafnvel tengd- ari okkur en við þeim. Við nefni- lega skrifuðum allar konungasögur þeirra og þar sækja þeir sína sjálfs- mynd. Snorri og félagar sem skrif- uðu þessar sögur eru mikils metnir í Noregi. Svo tölum við líka tungu- málið sem þeir misstu,“ segir Eyj- ólfur og bætir við að Íslendingar mættu líka oft horfa meira til Nor- egs því þar gætu þeir lært margt. „til dæmis er byggðastefnan þeirra alveg til eftirbreytni, ekki síst í sam- göngum. Í Noregi eru 1164 jarð- göng og þau lengstu eru 24,5 km. Þeir hafa í raun sprengt upp alla vesturströndina,“ segir Eyjólfur og hlær. „En hversu mörg jarðgöng eru á Íslandi? Það eru tíu í notk- un. Af hverju erum við ekki komin lengra? Ef við ætlum að búa í þessu landi verðum við að hafa nútíma samgöngur og innviði. Jarðgöng og almennilegir vegir eiga ekki að vera lúxus. Þetta er forsenda byggðar í landinu,“ segir Eyjólfur. „Nýr Baldur takk“ Þá rifjar Eyjólfur upp að á leið sinni á Vestfirði nú í ágúst hafi hann tek- ið baldur frá Stykkishólmi. „Mér fannst ég vera að stíga aftur til 1970 þegar ég kom þar inn. Þetta er gam- alt skip frá Noregi. Fólk þarf að fara niður í kjöl til að fá sér að borða og svo er smá afdrep fremst fyrir fólk að sitja. Þetta er ekkert farþegaskip. Eldra skipið var betra fyrir farþega, en verra fyrir þungaflutninga. En það var líka gamalt skip frá Hol- landi. Það gengur ekki að við séum alltaf að kaupa skip sem eru úrelt í Evrópu,“ segir Eyjólfur. „Nýjan baldur takk! Ég tel það öruggt mál að þegar góður vegur verður kom- inn yfir dynjandisheiði velji Ís- firðingar og bolvíkingar þessa leið suður, að keyra í Flókalund og taka baldur yfir. Þá þarf að bjóða upp á bát sem hentar og er öruggur,“ bætir Eyjólfur við. Hann segir mik- ilvægt að samgöngur í öllu Norð- vesturkjördæmi verði lagaðar og að ekki sé verið að fresta framkvæmd- um of lengi. „Ég var að vinna hjá Skipulagsstofnun frá árinu 2003 til 2005. Á þeim tíma kom mál teigs- skógs inn á borð til okkar, það eru 16-17 ár síðan og þetta er enn í gangi. Það gengur ekki að það sé verið að hjakka í sama farinu þetta lengi. Þessu fylgir einfaldlega mik- ill kostnaður, orka og vinna,“ segir Eyjólfur. Sundabraut hið fyrsta – hagkvæmasta vegafram- kvæmd landsins Eyjólfur segir að ekki sé til þjóð- hagslega hagkvæmara verkefni í samgöngum en Sundabraut og að mikilvægt sé að hefja framkvæmd- ir strax. Það skipti ekki aðeins máli fyrir Norðvesturkjördæmi heldur einnig allt norðanvert landið. „Ég vil að lögð verði áhersla á bald- ur og Sundabraut en það þarf líka að styrkja vegasamgöngur innan Norðvesturkjördæmis eins og veg- inn um Skógarströnd og Laxárdals- heiði. Svo er vegurinn um Mýrarn- ar rosalega hlykkjóttur og vondur,“ segir Eyjólfur. Spurður um hvaða önnur mál hann vilji leggja áherslu á segist hann vilja efla strandveiðar með auknu frelsi fyrir handfærabáta. „Það myndi styrkja stoðir atvinnu- lífs í kjördæminu. Það þarf ekki að umbylta kvótakerfinu á neinn hátt, þú eyðir ekki fiskistofni Íslands, auðugustu fiskimiðum heims, með krók. Það er mikilvægt að fjölskyld- ur geti lifað af þessu í sjávarbyggð- um. Þetta væri góð viðbót við þá at- vinnu sem er fyrir og myndi hleypa nýju blóði í sjávarbyggðir, sérstak- lega brothættar byggðir á Vestfjörð- um,“ segir Eyjólfur. „Ef það veiðist á krók þýðir að það sé mikill fisk- ur og þetta er ekki að fara að rústa fiskistofni,“ bætir hann við. Raunverulegur mögu- leiki til fjarvinnu „Öll grunnþjónusta á landsbyggð- inni tengist líka samgöngum. Fólk þarf að hafa gott aðgengi að skólum og heilbrigðisþjónustu og við þurf- um að færa þjónustuna nær fólki. En það gerum við með bættum sam- göngum og með að nota tæknina, til dæmis að bjóða upp á fjarviðtöl við lækna,“ segir Eyjólfur og bætir við að hann vilji sjá tæknina spila stærra hlutverk í öllu samfélaginu, „Það er í dag raunverulegur möguleiki fyrir fólk að stunda sína vinnu í gegnum netið. Fjarvinna gæti skipt miklu máli fyrir landsbyggðina. Það vilja ekki allir búa á höfuðborgarsvæðinu en geta kannski ekki annað vegna vinnu. Ef hægt er að vinna meira í fjarvinnu hefur fólk möguleika á að flytja út á land. En þá þurfa innvið- irnir að vera til staðar,“ segir hann og bætir við að fleiri staðir eins og blábankinn, nýsköpunar og sam- félagsmiðstöð á Þingeyri, þurfi að verða að veruleika. Þar gæti fólk komið saman og unnið sína fjar- vinnu. „Það væri líka gott að geta boðið ferðamönnum upp á svona aðstöðu til að vinna því þá gætu þeir lengt fríin sín hér og ferðast meira. Það eflir líka ferðaþjónustu á lands- byggðinni,“ segir Eyjólfur. „Ég hef unnið töluvert mikið frá Íslandi hjá Nordea, enda allir fundir í bank- anum Skype-fundir og skipti stað- setning mín innan Norðurlandanna ekki máli. Ég hefði getað verið bú- setttur í höfuðborgum hinna Norð- urlandanna en valdi Osló, sem er mjög þægileg og skemmtileg borg í miklum vexti. Yfirmenn mínir voru í Helsinki og síðan í kaupmanna- höfn en ég í Osló og oft í Reykja- vík. „Það er enginn að spyrja af hverju þú mættir ekki skrifstofuna í morgun, eða á fundum; „hvar ert þú í dag?“ Þó alltaf sé hægt að tala um veðrið o.s.frv.“ segir Eyjólfur og telur að þetta verði framtíðin og að Covid hafi hraðað þessari þróun gríðarlega. Fátækt á Íslandi „Eftir að hafa búið í Noregi, þar sem er aldrei talað um fátækt, þótti mér sérstakt að hér á Íslandi sé svona mikil fátæktarumræða. Þeg- ar maður skoðar svo almannatrygg- ingakerfið okkar varðandi ellilíf- eyri og örorkulífeyri þá skilur mað- ur betur hvers vegna fólk hér er fá- tækt. Þessar tekjuskerðingar draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólks og býr til fátæktargildrur,“ segir Eyjólf- ur. „Það væri bara gott fyrir sam- félagið allt ef fólk sem er á bótum gæti samt líka reynt að auka tekj- urnar með smá vinnu. Þá eru fleiri að taka þátt og það er gott fyrir hag- kerfið. Svo eru þetta félagsleg rétt- indi fólks á bótum. Þetta er málefni sem hefur verið til umræðu í mörg ár en er alltaf á jaðrinum og nú þarf þetta að komast inn að miðju og við þurfum að laga þetta kerfi strax. Við búum í ríku samfélagi hér á íslandi og þetta er ekki boðlegt,“ bætir Eyj- ólfur við. Orkumál Eyjólfur er formaður Orkunn- ar okkar og segir hann orkumál- in þurfa að vera forgangsmál nýrr- ar ríkisstjórnar. „Það þarf að eiga sér stað bylting með orkuskipt- um í heiminum og hér á landi og við erum með allar forsendur til að þessi bylting verði okkur til mik- illa hagsbóta. Í raun ætti Ísland undir eðlilegum kringumstæðum að vera leiðandi í umhverfisvænni orku. kannski gæti nýr baldur verið drifinn með raforku,“ segir Eyjólf- ur hugsi. „Við höfum heldur betur raforkuframleiðslu til að koma fólki allavega í rafbíla. Við þurfum að byggja upp innviði og þegar það er komið held ég að hitt fylgi fljótt yfir tímann. Ef það eru góð skilyrði fyr- ir því að kaupa rafbíl mun fólk kjósa það frekar,“ segir hann. „Það er í raun stórfurðulegt hvar við erum stödd í orkumálum og umhverfismálum. Við Íslendingar viljum meina að við séum svo um- hverfisvæn þjóð en svo erum við að hjálpa Evrópu að menga meira. Á pappírum er 70-80% af okkar orku framleidd með kolum eða kjarn- orku. Við seljum upprunaábyrgðina til Evrópu svo þar sé hægt að menga meira. Ísland er því að hjálpa Evr- ópu að menga sem þessu nemur. Þar kaupa þá fyrirtæki uppruna- ábyrgð hér til að geta sagt að þau noti hreina orku frá Íslandi þó það sé ekki raunveruleikinn. Við erum nefnilega ekki að selja inn á raf- orkukerfið í Evrópu. Þetta er í raun siðferðislegt mál,“ segir Eyjólfur og heldur áfram: „En þar sem við erum ekki í orkuskiptum yfir landamæri er líka verulega undarlegt að við höfum samþykkt lög um orkusölu yfir landamæri, sem voru kjarninn í þriðja orkupakkanum. Við eigum ekki að vera í orkusambandi ESb því við erum ekki tengd þangað. Svo er því haldið fram að við þurf- um ekki að setja sæstreng þó við höfum samþykkt þessi lög. Við höf- um ekkert val um það. Það væri eins og að samþykkja frjálsa vöruflutn- inga en neita svo að byggja hafnir. Við getum ekki samþykkt reglurnar um raforkuviðskipti yfir landamæri og neitað svo að byggja upp innvið- ina. Ég tel nokkuð víst að við mynd- um tapa þessu fyrir dómstólum í samningsbrotamáli,“ segir Eyjólf- ur og bætir við að hann sé þó ekki mótfallinn sæstreng. „Það á bara að vera okkar Íslendinga að stjórna því. Þannig hefur okkur alltaf farn- ast best og er það gríðarlega mik- ilvægt þegar kemur að auðlindum okkar,“ segir Eyjólfur Ármannsson efsti maður á lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. arg Eyjólfur segir góðar samgöngur vera forsendu byggðar í landinu Rætt við oddvita Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi Eyjólfur Ármannsson leiðir lista Flokks fólksins í Norð- vesturkjördæmi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.