Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 25
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 2021 25
Skólastarf er komið á fullt skrið
í Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi. Að sögn Steinunnar ingu
Óttarsdóttur skómameistara eru
alls um 550 nemendur í skólanum í
haust, í dagskóla og dreif- og helg-
arnámi. „Sjötíu starfsmenn eru við
skólann í mismunandi starfshlut-
falli og verkefnin eru næg. Nýlega
var undirritaður samstarfssamning-
ur við Akraneskaupstað um að veita
66 nemendum úr grundaskóla og
kennurum þeirra húsaskjól í vet-
ur meðan á húsnæðishrakningum
stendur þar á bæ. Erum við og er
mjög ánægjulegt að geta orðið að
liði,“ segir skólameistari.
Líf og fjör
Steinunn inga segir að nú hefj-
ist fjórða önnin þar sem smitvarn-
ir setja svip á nám og kennslu hér
á landi en eins og margir muna
var öllum framhaldsskólum skellt
í lás 13. mars 2020. „Það reyndi
virkilega á kennara, nemendur
og stjórnendur að halda dampi í
ástandinu sem varað hefur síðan
meira og minna og kennslan var út-
færð ýmist í stað- eða fjarnámi eftir
aðstæðum. Eins og staðan er núna
er grímuskylda á göngum skólans,
sprittað og eins metra fjarlægð-
arregla. Þó tókst í liðinni viku að
fara með stóran hóp í nýnemaferð
sem var innan samkomutakmark-
ana, með grímuskyldu og útileikj-
um, og var það sannarleg kærkomið
og fjörugt. Nýnemar sem byrjuðu í
fyrra fóru einnig í ferð en ekki var
hægt að bjóða upp á það við skóla-
byrjun þá. Þá er fyrirhugað að fara
með nemendahópa í heimsókn í
Ljósafossvirkjun og í leikhús, allt
með fyrirvara um sóttvarnir. Ný
stjórn nemendafélagsins, NFFA,
kemur sterk til leiks og ætlar heldur
betur að hressa upp á félagslíf nem-
enda sem hefur að mestu legið niðri
vegna smithættu og samkomutak-
markana,“ segir Steinunn inga.
Viðhald húsnæðis
Umsjónarmaður fasteigna hef-
ur haft í mörg horn að líta vegna
mikilla endurbóta á skólahúsnæð-
inu sem tekið hafa langan tíma, að
sögn Steinunnar ingu. „Loksins
tókst að ljúka viðgerðum utanhúss
á húsnæði málmiðngreina og þak-
viðgerðum á heimavist. Verið er að
sinna margvíslegum endurbótum
öðrum og viðhaldi innanhúss, m.a.
á aðstöðu náms- og starfsráðgjafa
og starfsbrautarnemenda. Elsti
hluti húsnæðisins var upphaflega
gamli gagnfræðaskólinn, b bygging
er frá áttunda áratug síðustu aldar
og nýjasta álman frá ca. 1988.“
Fjölbreytt námsframboð
Námsframboð í FVA er mjög fjöl-
breytt. „Mikil aðsókn er í húsa-
smíði, vélvirkjun og rafvirkjun
enda aðstaðan góð og námið hag-
nýtt. boðið er upp á lotunám í
húsasmíði og vélvirkjun sem margir
nýta sér og fer kennsla fram í húsa-
smíðinni um hverja helgi á þessari
önn en nokkrar helgar og á mið-
vikudögum í vélvirkjun. Einnig er
hægt er að læra til sjúkraliða í lotu-
námi. Í bóknámi eru öflugar stúd-
entsbrautir, hver með sínu sérsviði.
Nú á haustönn eru margvísleg-
ar valgreinar fyrir nemendur, m.a.
FabLab í samstarfi við Nýsköpun-
arsetrið, flot í bjarnalaug, íslensk-
ar ástarsögur, ferðalag til berlín-
ar (með fyrirvara um Covid), ljós-
myndun, hljóðtækni og leiklist. Þá
er stór hópur nemenda í FVA sem
stundar afreksíþróttaæfingar og fær
svigrúm til þess í stundaskrá.“
Skuggakosningar
Þessa dagana stendur yfir undir-
búningur svokallaðra Skuggakosn-
inga; #Égkýs, þar sem nemend-
ur í FVA kynnast ferlinu í kring-
um kosningar en tilgangurinn er
að efla lýðræðisvitund og hvetja
ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri
ákvörðun.
„Fjörið heldur áfram, það er
engan billbug að finna í FVA,
hvorki á starfsfólki né nemendum
að sögn skólameistara. Við þökk-
um fyrir hvern dag sem líður án
þess að smit komi upp í skólanum.
Fyllstu varúðar er gætt og sótt-
varnir viðhafðar í hvívetna, þann-
ig stuðlum við saman að því að
fjari undan faraldrinum. Á meðan
heldur lífið áfram sinn vanagang,“
segir Steinunn inga Óttarsdóttir
skólameistari.
mm
Síðastliðið vor fékk Menntaskóli
borgarfjarðar til liðs við sig einstak-
linga úr atvinnulífinu og mennta-
málum til að mynda starfshóp sem
hafði það hlutverk að skoða hvernig
nám og kennsluaðferðir gætu und-
irbúið unga fólkið fyrir framtíðina.
Ætlunin var að nota niðurstöðurn-
ar til að leggja grunn að og móta til-
lögur fyrir skólaþróun Menntaskóla
borgarfjarðar í þeim tilgangi að efla
sérstöðu skólans, koma til móts við
nýjar þarfir í menntun ungs fólks,
efla ímynd skólans, fjölga nemend-
um og stuðla að jákvæðari búsetu-
skilyrðum. talað var við 111 ung-
menni á aldrinum 14-25 ára; 61
nemandi Mb, 45 grunnskólanem-
endur í 9. og 10. bekk og fjögur
ungmenni í Ungmennaráði Vestur-
lands. Einnig var rætt við hagaðila
í gegnum rýnihópa og viðtöl auk
þess sem önnur fyrirliggjandi gögn
voru notuð. Hafa tillögur hópsins
nú verið birtar á heimasíðu Mb.
Tillögur starfshóps
„Starfshópurinn telur að með því
að tefla fram Framtíðarveri og
StEAM greinum sem kenndar
eru þverfaglega í gegnum verkefni
sem byggja á ígrundun og skapandi
hugsun, þá sé Mb að marka sér
skýra sérstöðu,“ segir í tillögunum.
Þá leggur starfshópurinn til að sér-
staða Mb byggi á; Framtíðarveri og
tengingum við atvinnulíf og samfé-
lag, áherslu á StEAM greinar, lífs-
námi, stafrænni hönnun og miðlun
og valáföngum frá erlendum skól-
um.
Framtíðarver þyrfti að sögn
starfshópsins að vera á góðum stað
í húsnæði skólans og bjóða upp á
aðstöðu fyrir nemendur og starfs-
fólk til að nýta sér tæki og hugbún-
að sem gagnast í verklegri kennslu
í öllum greinum og þjálfun í staf-
rænni hönnun og miðlun. kennsla
StEAM greina væri að sögn starfs-
hópsins ótvíræð sérstaða fyrir skól-
ann á landsvísu. StEAM greinar
samanstanda af vísindum, tækni,
verkfræði, skapandi vinnu og stærð-
fræði og eru kenndar á þverfagleg-
an hátt. Eðli námsins byggir á skap-
andi og gagnrýnni hugsun og nem-
endur læra þá færni og hæfni sem
atvinnulíf og háskólar hafa kall-
að eftir. Starfshópurinn leggur til
að Mb leggi ríka áherslu á að allir
nemendur fái þjálfun í lífsnámi, en
það snýst um að öðlast sjálfstraust,
læra samskipti, að skilja fjármál og
fleira sem mikilvægt er að kunna á
fullorðinsárum. Einnig er lagt til
að stafræn hönnun og miðlun verði
kennd öllum nemendum skólans.
Þeim verði þá kennt að búa til efni
og miðla þekkingu sinni á faglegan
og ábyrgan hátt.
Starfshópurinn leggur einnig til
meira samstarf Mb við aðra skóla.
Þá væri hægt að bjóða upp á meira
val um þriðja tungumálið, sem væri
hægt að taka í fjarnámi frá öðrum
skóla. Einnig er lagt til að nemend-
ur Mb geti tekið áfanga frá skólum
erlendis auk þess sem lagt er til að
Mb hafi frumkvæði að samstarfi
milli framhaldsskóla á Vesturlandi
og víðar á landinu. Nánar má lesa
um tillögur starfshópsins í frétt á vef
Menntaskóla borgarfjarðar.
arg
Móta framtíðarstefnu Menntaskóla Borgarfjarðar
Námið stundað af kappi. Ljósmynd frá liðinni viku/ glh
Steinunn Inga Óttarsdóttir skóla-
meistari.
Fjör í Fjölbraut við upphaf skólastarfs
Samhristingur nýnema var á Þórisstöðum í Svínadal í síðustu viku.
Sævar Berg og Guðfinnur Þór grilla hér
fyrir nýnema.