Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 8
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 20218 Sameining tveggja stofnana LANDIÐ: Frá og með 15. september sameinast Ríkiseign- ir og Framkvæmdasýsla ríkis- ins (FSR) undir heitinu Fram- kvæmdasýslan - Ríkiseignir. „Ákvörðunin um sameininguna byggist á niðurstöðum vinnu ráðuneytis og beggja stofnana, sem staðið hefur frá síðastliðnu hausti,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. „Með sameiningunni fæst mikil sam- legð þar sem húsnæðis- og að- stöðumál ríkisins verða á einni hendi, hvort sem um er að ræða framkvæmda- eða leiguverk- efni. Fasteignasafn stofnunar- innar er hið stærsta á landinu en það telur um 530 þúsund fer- metra húsnæðis í um 380 fast- eignum víðs vegar um landið. Mun sameiningin skila bættri áætlanagerð og stýringu eigna- safnsins, sem ætlað er að leiða til aukinnar skilvirkni, betri þjónustu og þar með fjárhags- legs ávinnings.“ -mm Endurnýja vatnsveitu ARNARSTAPI: Undanfarið hefur verið unnið að endurbót- um á neysluvatnsveitu á Arn- arstapa á Snæfellsnesi. Fyrir um tveimur árum hófust fram- kvæmdir við nýtt vatnsból og síðasta sumar var hafist handa við lagningu á nýrri aðveitu- æð. Í sumar hafa framkvæmd- ir haldið áfram með lagningu á þriggja kílómetra langri vatns- lögn. Nýja lögnin mun tengj- ast nýja vatnsbólinu og færa svæðinu aukinn vatnsþrýsting. Á vef Snæfellsbæjar kemur fram að gert sé ráð fyrir að fram- kvæmdum ljúki nú á haustdög- um og standa vonir til að nýja vatnslögnin verði skömmu síð- ar tengd inn á núverandi dreifi- kerfi um Arnarstapa. -mm Verndaráætlun undirrituð SNÆFELLSNES: Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðland- ið Ströndina við Arnarstapa og Hellna hefur nú verið undirrit- uð og staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra. Ströndin við Stapa og Hellna er þekkt fyrir fagra og margbreytilegar kletta- myndir, ríkt fuglalíf, sögu og menningarminjar. Verndaráætl- unin fyrir friðlandið er ætlað að vera stefnumótaskjal, unnið í samvinnu við sveitarfélag, íbúa og hagsmunaaðila og er hugsað sem stjórntæki til að móta fram- tíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun frið- landsins og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að mest sátt ríki um. - glh Aflatölur fyrir Vesturland 21.-27. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 12.153 kg. Mestur afli: Ebbi Ak: 7.649 kg í einum róðri. Arnarstapi: Engin löndun þessa daga. Grundarfjörður: 7 bátar. Heildarlöndun: 473.922 kg. Mestur afli: Vörður ÞH: 104.465 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík: 3 bátar. Heildarlöndun: 43.917 kg. Mestur afli: guðmudur Jens- son SH: 33.860 kg í þremur löndunum. Rif: 5 bátar. Heildarlöndun: 166.198 kg. Mestur afli: Esjar SH: 50.082 kg í þremur löndunum. Stykkishólmur: 1 bátur. Heildarlöndun: 10.832 kg. Mestur afli: bára SH: 10.832 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Sigurborg SH – GRU: 92.069 kg. 23. ágúst. 2. Farsæll SH – GRU: 75.199 kg. 22. ágúst. 3. Vörður ÞH – GRU: 71.358 kg. 22. ágúst. 4. Runólfur SH – GRU: 56.834 kg. 23. ágúst. 5. Áskell ÞH – GRU: 55.566 kg. 22. ágúst. -arg Nýtt kvótaár hefst í dag. Strákarn- ir á Sveinbirni Jakobssyni SH voru í óða önn að taka snurvoðina um borð ásamt körum og ís þegar ljós- myndari hitti á þá fyrr í vikunni í Ólafsvík. Var ekki annað að heyra en þá hlakkaði til að hefja veið- ar á nýju kvótaári og ekki skemm- ir verðið fyrir, en verðið á 8+ fiski var yfir 700 krónum daginn áður en þessi mynd var tekin. mm Vegna fréttar Skessuhorns 25. ágúst síðastliðinn um fyrirhuguð kaup á loftpressu, vilja slökkviliðs- stjórar borgarbyggðar taka eftirfar- andi fram: „Á fundi byggðarráðs borgar- byggðar, 19. ágúst sl. var fjallað um beiðni um gerð viðauka við fjár- hagsáætlun borgarbyggðar vegna kaupa á loftpressu sem nýtt sé til þess að fylla á loftkúta. daginn eft- ir fund byggðarráðs hafði sviðs- stjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs samband við varaslökkviliðsstjóra til að fylgja eftir afgreiðslu byggð- arráðs þar sem lagt var til hvernig hægt væri að finna farsæla lausn á því brýna máli að tryggja loft- gæði á öndunarlofti slökkviliðs- manna. Sviðsstjóri fól stjórnendum slökkviliðsins að finna og festa kaup á öflugri loftpressu sem uppfylli alla staðla sem gerðir eru um slík- an búnað og gæði öndunarlofts fyr- ir reykkafara slökkviliðsins. Stjórn- endur slökkviliðsins eru að vinna í því að fá slíkan búnað afhent- an sem fyrst. Jafnframt var þetta rætt á fundi sveitarstjóra, sviðs- stjóra og slökkviliðsstjóra fyrr í vik- unni. Forsvarsmenn sveitarfélags- ins og stjórnendur slökkviliðsins eru sammála um mikilvægi þess að eiga slökkvilið sem er vel menntað, þjálfað og búið sem ein af grunn- stoðum hvers sveitarfélags.“ mm Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi 1. maí síðastliðinn hækk- ar grunnfjárhæð vanrækslugjalds vegna óskoðaðra ökutækja. gjald- ið var áður 15.000 krónur fyrir alla flokka ökutækja en hækkar í 20.000 kr. Þá hækkar gjaldið vegna fólks- fluningabíla fyrir níu eða fleiri far- þega, vöruflutningabíla eða aftan- ívagna yfir 3,5 tonn í 40.000 kr. Þá hefur einnig tekið gildi ný regla; ef ökutæki hefur ekki verið fært til skoðunar eða skráð úr umferð innan tveggja mánaða frá álagn- ingu hækkar gjaldið um 100% eða 40.000 kr. og 80.000 kr. fyrir stærri ökutæki. arg Halda til veiða í dag Einn gamall og góður færður til skoðunar hjá Frumherja í Borgarnesi. Ljósm. úr safni/ mm Vanrækslugjald hækkað Frá vettvangi bruna. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Leit hafin að öflugri loftpressu fyrir slökkviliðið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.