Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 21
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 2021 21 Eva Huld Hafþórsdóttir frá borg- arnesi lærir dýralækningar í Sló- vakíu. Hún kláraði fyrsta skólaár- ið sitt heima á Íslandi eftir heldur óvenjulegan vetur í ljósi heimsfar- aldursins sem lagðist yfir heims- byggðina í upphafi síðasta árs og fór því þorrinn af náminu henn- ar fram í fjarnámi sem alla jafnan hefði farið fram í kennslustofum í Slóvakíu þar sem hún ætlaði sér að búa. Skólinn hennar Evu Huld, the University of Veterinary Me- dicine and pharmacy, er staðsett- ur í borginni košice sem er næst- stærsta borg Slóvakíu og er í aust- urhluta landsins, nálægt landamær- um Ungverjalands. Nú styttist í að Eva Huld hefji annað skólaárið sitt og segist hún vera spennt að fá að stunda námið sitt erlendis eins og planið var upprunalega. Stefndi ekki á dýralækningar „Ég var búin að heyra aðeins frá þessum skóla og vissi að hann væri vinsæll hjá Íslendingum. Háskóla- svæðið er stórt með fallegum göml- um byggingum og alveg lokað af, þannig að þetta er eins og lítið sam- félag,“ segir Eva Huld um háskól- ann sinn í Slóvakíu. „Það heillaði mig mikið. Mér fannst líka ótrú- lega spennandi að fara í land sem er mjög ólíkt Íslandi, prufa eitthvað alveg nýtt og kynnast nýrri menn- ingu,“ bætir hún við. Eva hefur alltaf elskað að vera í kringum dýr og hefur ávallt litið á sjálfa sig sem hálfgerða sveita- stelpu, sérstaklega þegar hún var yngri. „Mér finnst þau áhugaverð,“ segir Eva um dýr almennt. „Mér finnst hljóma svo vel að geta unnið við að vera í kringum dýr alla daga. Það heillar mig að geta hjálpað dýr- unum og verið til staðar fyrir þau. Ég held að það sé virkilega gefandi starf.“ Eva segir það hafa verið skyndi- ákvörðun að fara þessa námsleið því sjálf hafði hún alltaf ætlað í sál- fræðina og var með góðan grunn í því úr menntaskóla þar sem hún út- skrifaðist af félagsfræðibraut. „Mig langaði alltaf að vera dýralæknir en ég stefndi aldrei markvisst á það. Ég veit hreinlega ekki af hverju það var. Líklega vantaði mér trúna eða eitthvað álíka að ég gæti í raun lært dýralækninn. Eflaust hef ég ímyndað mér að þetta væri alltof erfitt nám, fáir komast inn, að þetta væri dýrt og langt nám, að ég þyrfti að flytja út og áfram mætti telja. bara heilt yfir, ímyndaði ég mér að þetta væri allt saman rosalega erf- itt,“ rifjar Eva Huld upp hugsi. „En raunin er sú að þetta er alls ekki eins ómögulegt og ég hélt, heldur mjög skemmtilegt nám,“ bætir hún ánægð við. Krefjandi nám „Það var mjög erfitt að vera ekki með neinn grunn áður en ég fór í námið. Flestir í bekknum mínum hafa verið á náttúrufræðibraut og tekið áfanga á því sviði sem undir- býr þau betur fyrir námið,“ útskýrir Eva Huld sem útskrifaðist af félags- fræðibraut í Menntaskóla borgar- fjarðar. „Ég tók ekkert þannig svo það var mjög krefjandi að mæta í tíma og skilja ekki eins mikið af námsefninu og aðrir,“ bætir hún við. Eva tók inntökupróf og fékk niðurstöðurnar í ágústlok á síð- asta ári. Í kjölfarið hafði hún hálf- an mánuð til að flytja út, koma sér fyrir og hefja námið. „Ég náði ekk- ert að skipuleggja mig, þannig séð, heldur bara dreif mig út og í þetta ævintýri.“ Eva segir það hafa verið frekar erfitt að mæta í tíma í fyrstu. „Það gekk erfiðlega að skilja efn- ið sem var verið að kenna og það gekk misvel að læra. Stundum var þetta alveg ótrúlega erfitt en ég var mjög dugleg að spyrja og biðja um hjálp. Ég viðurkenni það samt al- veg að stundum langaði mig að gef- ast upp. Sem betur fer gerði ég það ekki, hélt í jákvæðnina, lærði meira og hafði trú á mér í þessu. Ég náði öllum áföngum sem var ótrúlega gaman,“ segir Eva stolt. Útgöngubann í ókunnu landi Eva náði einungis að vera þrjá mán- uði í Slóvakíu á fyrsta skólaárinu áður en hún þurfti að flytja heim vegna heimsfaraldursins. „Ég fann ekki mikið fyrir Covid fyrst þeg- ar ég kom. Það var erfitt að venj- ast grímunum í fyrstu en þá hafði enginn verið með grímur á Íslandi. Fyrstu vikurnar úti voru nokk- uð venjulegar fyrir utan það að ég fékk smá sjokk þegar ég flutti út og var að koma mér fyrir í fyrsta sinn í nýju og ókunnugu landi, en sá hluti vandist fljótt. Við krakkarnir í skól- anum vorum duglegir að fara út að borða, skemmta okkur, stunduðum námið og vorum dugleg að vera öll saman. Ég eignaðist fullt af nýjum vinum á þessum þremur mánuðum sem ég náði að vera úti og við gerð- um mikið saman,“ segir Eva. Stuttu eftir að skólinn var byrj- aður voru settar strangari reglur á í Slóvakíu og var nemendum með- al annars skylt að mæta bara 50% í skólann. Ekki leið svo á löngu að það var sett útgöngubann í land- inu. „Það var mjög óþægilegt að vera í ókunnugu landi og vita ekki almennilega hvað myndi gerast strax, sérstaklega vegna þess að þá var Covid frekar nýtt fyrirbæri og enginn vissi almennilega hvernig allt virkaði. Það var mjög einmana- legt að vera mikið inni hjá sér í út- göngubanninu og mega ekki gera það sem maður vildi gera. Þá þurfti bara að reyna að hugsa jákvætt.“ Rétt slapp heim „Ég flaug heim nokkrum klukku- tímum fyrir lockdown. Ég var heima hjá vinum mínum þegar ég fékk símtal klukkan eitt um nótt þess efnis að ég þyrfti að komast út úr landinu sem fyrst ef við ætluðum að ná að fara heim á þeim tíma sem við vildum fara heim. Ég þurfti að fara til póllands klukkan sex sama morgun og ég fékk símtalið, þann- ig að þarna hafði ég bara fjóra tíma til að pakka öllu niður í töskur og ganga frá íbúðinni minni,“ rifjar Eva upp. „Þetta var hálf óþægileg tilfinning og í raun óraunverulegar aðstæður. Mér leið smá eins og ég væri að flýja,“ bætir hún við. Þegar Eva kom heim til Íslands tók við fjarnám. „Það gat verið mjög krefjandi, sérstaklega vegna þess að það var svo einmanalegt. Ég sat ein við tölvuna heima hjá mér frá ca. klukkan 7-16 alla virka daga og hlustaði á fyrirlestur eftir fyrirlestur. Það var líka mjög leiðin- legt að missa af öllu verklega nám- inu sem ég hefði annars fengið að stunda undir venjulegum kringum- stæðum,“ útskýrir Eva. Draumurinn að fara í sérnám Eva flýgur út til Slóvakíu í sept- ember og hefst námið á nýjan leik 20. september næstkomandi. Nám- ið í heildina er sex ár en hver er draumurinn að námi loknu? „Það væri ótrúlega gaman að vera með mína eigin stofu. Mig langar að sér- mennta mig í einhverju sem er ekki hér á Íslandi, en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég myndi vilja gera. Ég er mjög opin fyrir fram- tíðinni og finn að það er margt sem heillar mig. Ég er alls ekki stressuð yfir því heldur ætla ég bara að sjá hvað mun heilla mig mest í nám- inu,“ svarar Eva. „Ég er ótrúlega spennt og hlakka til að hitta alla aftur og byrja í skólanum. Ég við- urkenni að ég er alveg smá stressuð um að Covid taki yfir aftur og að skólinn loki eða eitthvað svoleiðis. En maður heldur bara í vonina, ég veit að þetta verður ótrulega gam- an,“ segir hún full tilhlökkunar fyr- ir komandi skólaári og segist jafn- fram hvetja alla til að læra það sem þá virkilega langar að læra. „Og prufa að flytja til útlanda. Ég upp- lifði svo mikið á þessum þremur mánuðum, þótt það sé mjög stutt- ur tími. Finnst ég líka hafa þroskast svolítið við að flytja ein út og vita ekkert hvað ég var að fara út í,“ seg- ir Eva Huld að endingu. glh/ Ljósm. aðsendar. Hefur alltaf litið á sig sem hálfgerða sveitastelpu -Rætt við Evu Huld sem er að hefja sitt annað ár í dýralæknanámi Eva Huld lærir dýralækningar í Slóvakíu. Eva er spennt að fara út og hefja sitt annað ár í náminu. Hér er hún einbeitt í verklegu námi. Evu hefur alltaf þótt dýr áhugaverð. Heimalærdómsaðstaða Evu í miðju Covid á síðasta skólaári.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.