Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 31
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 2021 31 Íslandsmeistaramót í bekkpressu og klassískri bekkpressu hjá kraft- lyftingasambandinu fóru fram á laugardaginn og var það Stjarnan í garðabæ sem annaðist mótshald- ið. Fyrst var keppt í búnaði og urðu stigahæst þau Einar Örn guðnason frá Akranesi og Þóra kristín Hjalta- dóttir frá Massa. Einar Örn er því Íslandsmeistari í -120kg flokki með og án búnaðar. Í klassískri bekkpressu urðu stiga- hæst þau Ríkharð bjarni Snorrason frá bolungarvík og María krist- björg Lúðvíksdóttir frá LFk. mm káramenn gerðu sér ferð í breið- holtið á föstudagskvöldið og töp- uðu gegn ÍR með fjórum mörkum gegn einu í 2. deild karla í knatt- spyrnu. pétur Hrafn Friðriksson skoraði tvö mörk með stuttu milli- bili um miðjan fyrri hálfleik fyr- ir ÍR og á 67. mínútu bætti Reynir Haraldsson þriðja markinu við fyr- ir heimamenn. garðar bergmann gunnlaugsson minnkaði muninn fyrir kára þremur mínútum fyr- ir leikslok en það var síðan berg- vin Fannar Helgason sem átti loka- orðið fyrir ÍR á lokamínútunni og öruggur sigur heimamanna í húsi, 4-1. Með þessu tapi er kári nánast fallinn úr annarri deildinni en kári á þrjá leiki eftir og er nú níu stigum frá öruggu sæti þar sem Leiknir frá Fáskrúðsfirði situr. Næsti lei- kur kára er gegn toppliði Þróttar í Vogum í Akraneshöllinni næsta föstudag og hefst klukkan 19.15. vaks Skagamenn léku tvo leiki í vikunni í pepsi Max deildinni og sá fyrri var gegn kR á Akranesvelli síðasta mið- vikudag. gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust yfir á 14. mínútu þegar kjartan Henry Finnboga- son renndi boltanum í netið eftir góðan undirbúning Stefáns Árna geirssonar. Markið var þó umdeilt en kjartan virtist brjóta á guð- mundi tyrfingssyni, hægri bakverði Skagamanna, í aðdragandanum og vildu Skagamenn fá brot en ekkert var dæmt. Nokkrum mínútum síð- ar var kennie Chopart nálægt því að bæta við öðru marki úr auka- spyrnu fyrir kR-inga. Þrumuskot hans fór í slá og niður en kR-ingar héldu því fram að boltinn hefði far- ið inn fyrir línuna. Viktor Jónsson kom sér í gott færi undir lok fyrri hálfleiks til að jafna leikinn en skot hans fór hárfínt fram hjá og staðan í hálfleik 0-1 fyrir Vesturbæinga. Eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik bættu kR-ingar við öðru marki. Eftir snarpa skyndisókn barst boltinn til kjartans Henry sem átti sendingu inn fyrir vörnina og þar renndi guðmundur tyrf- ingsson sér á boltann með mann í bakinu en varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiðinni. Ekki var mikið um marktækifæri það sem eftir lifði leiks en undir lok leiks- ins átti Ægir Jarl Jónasson skot í slá fyrir gestina en ekki fór boltinn inn og lokatölur 0-2 fyrir kR. Skagamenn léku síðan gegn liði kA á greifavellinum á Akureyri á sunnudag og töpuðu þar þriðja leiknum í röð í deildinni. Leikur- inn byrjaði fjörlega og Skagamenn fengu fyrsta færi leiksins þegar Wout droste átti skot af stuttu færi sem fór fram hjá marki kA-manna. Fyrsta mark leiksins kom á 26. mínútu þegar bjarni Aðalsteins- son skallaði boltann í fjærhornið eftir fyrirgjöf og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn. Eftir þetta tóku kA-menn öll völd á vellinum og á 37. mínútu átti Árni Marinó afleita hreinsun frá marki beint í fæturna á bjarna sem lagði boltann til hlið- ar á Jakob Snæ Árnason sem skor- aði af öryggi undir Árna Marinó í markinu og staðan í hálfleik 2-0 fyrir kA. Skagamenn komu grimmir til leiks í seinni hálfleik og voru óheppnir að skora ekki á fyrsta korteri leiksins. Steinþór Már Auð- unsson, markvörður kA, varði tvisvar frábærlega fyrir kA. Fyrst varði hann frá Hákoni inga Jóns- syni af stuttu færi og ekki löngu síðar frá Sindra Snæ Magnússyni úr aukaspyrnu. Þrettán mínútum fyr- ir leikslok fengu kA-menn auka- spyrnu fyrir utan teig Skagamanna og Hallgrímur Mar Steingrímsson þrumaði boltanum að marki. Árni Marinó missti boltann hreinlega úr höndunum á sér sem lak inn í markið en þó má setja spurningar- merki við varnarvegg Skagamanna í markinu þar sem einn leikmaður ÍA, Ísak Snær Þorvaldsson, hoppaði upp og fékk boltann í gegnum klof- ið. Sannfærandi sigur kA og í við- tali eftir leik sagði Jóhannes karl guðjónsson, þjálfari Skagamanna, aðallega vera svekktur með hvern- ig leikurinn hefði þróast og þá sér- staklega í fyrri hálfleik. Þeir hefðu ákveðið að verjast neðarlega á vell- inum og ætluðu ekki að gefa færi á sér en fyrsta markið hefði breytt leikplaninu. Um framhaldið sagði Jói kalli: „Það eru allavega níu stig eftir í boði fyrir okkur. Ef önnur úr- slit verða okkur í hag þá gæti þetta verið í okkar höndum að klára þessa þrjá leiki og tryggja það að vera í efstu deild að ári.“ Skagamenn eru sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með tólf stig þeg- ar þrjár umferðir eru eftir og fimm stigum frá öruggu sæti og verða hreinlega að vinna alla leikina sem eftir eru til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Næsti leikur Skagamanna er gegn Leikni eftir landsleikjahlé laugardaginn 11. september á Akranesvelli og hefst klukkan 14. vaks Víkingur Ólafsvík lék tvo leiki í Lengjudeildinni í liðinni viku og sá fyrri var gegn liði Vestra á Olís- vellinum á Ísafirði síðasta þriðjudag og varð að sætta sig við tap. pétur bjarnason kom heimamönnum yfir á 17. mínútu og fimm mínútum fyr- ir leikhlé bætti pétur við sínu öðru marki og staðan í leikhléi 2-0. guðmundur Arnar Svavarsson skoraði þriðja mark Vestramanna á 63. mínútu og allt útlit fyrir örugg- an sigur þeirra en með átta mín- útna millibili skoraði Harley bryn Willard tvö mörk fyrir Víking og tíu mínútur enn eftir af leiknum. En Vestramenn héldu forystunni út leiktímann og lokastaðan 3-2 fyrir Vestra. Víkingur tók síðan á móti liði Selfoss á laugardaginn og tap- aði leiknum með þremur mörkum gegn engu. Því er ljóst að Víking- ur er fallinn í 2. deild en liðið hef- ur spilað samfleytt í næstefstu deild frá árinu 2018. Selfyssingar komust yfir eftir hálftíma leik með marki Valdimars Jóhannssonar og á síð- ustu mínútu fyrri hálfleiks bætti Aron Einarsson við öðru marki og gestirnir fóru því með tveggja marka forystu inn í hálfleik. gary John Martin skoraði þriðja mark Selfyssinga eftir klukkutíma leik og gulltryggði sigurinn og um leið veru þeirra í Lengjudeildinni þetta árið. Þróttur úr Reykjavík er að öllum líkindum einnig fallinn úr deildinni og í stað Þróttar og Vík- ings koma líklega upp Þróttur Vog- um, Völsungur eða kV. Næsti leikur Víkings er á morg- un gegn liði kórdrengja á domus- novavellinum í breiðholti og hefst klukkan 18. vaks 4. flokkur ÍA/Skallagríms í knatt- spyrnu keppti í sumar í A-riðli á Íslandsmótinu í átta manna bolta. Liðið endaði í efsta sæti riðilsins ásamt grindavík með 21 stig í níu leikjum og komst í úrslitakeppn- ina sem haldin var á Skallagríms- velli í borgarnesi um helgina. Þar áttust við tvö efstu liðin úr A og b-riðli og í fyrsta leik mætti ÍA/ Skallagrímur liði kormáks/Hvöt og tapaði 2-4. Síðan komu sig- urleikir gegn tindastól 6-3 og gegn grindavík 4-2. kormákur/ Hvöt varð Íslandsmeistari með sjö stig, ÍA/Skallagrímur var með sex, tindastóll með þrjú og grindavík rak lestina með ekkert stig. Þjálf- ari silfurliðsins er declan Red- mond. vaks Víkingur Ólafsvík er fallinn í 2. deild. Svipmynd úr leiknum á laugardaginn. Ljósm. af. Víkingur Ólafsvík fallinn í 2. deild eftir tap gegn Selfossi Lið ÍA/Skallagríms sem lenti í öðru sæti. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. ÍA/Skallagrímur fékk silfur í 4. flokki Það bendir margt til þess að Skagamenn spili í Lengjudeildinni á næsta ári. Ljósm. úr safni. Skagamenn enn í fallsæti en eygja smá von um að halda sér uppi Einar Örn Guðnason og Þóra Kristín Hjaltadóttir. Ljósm. Kraftlyfingasambandið. Einar Örn Íslandsmeistari í bekkpressu Byrjunarlið Kára gegn ÍR í leiknum á föstudaginn. Ljósm. sgh Kári nánast fallinn eftir tap gegn ÍR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.