Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 1
Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 35. tbl. 24. árg. 1. september 2021 - kr. 950 í lausasölu Fjármála- og tryggingaráðgjöf á einum stað í útibúum Arion banka Þú getur hitt ráðgjafa frá Verði í útibúum Arion banka á Höfða, Smáratorgi, Selfossi og í Borgarnesi. Pantaðu fund í útibúi eða fjarfund á arionbanki.is. arionbanki.is Ný og öflug vefverslun ALLA LEIÐ Hleypum lífi í sjávarbyggðirnar! Eyjólfur Ármannsson Oddviti í Norðvesturkjördæmi Stærsta kassabílarallý ársins fór fram á hafnarsvæðinu á Akranesi síðastliðinn laugardag. Skemmtileg stemning skapaðist þegar fjölmargir keppendur og kassabíla- smiðir komu saman og háðu drengilega keppni. Sjá myndasyrpu á bls. 20. Ljósm. mm Liðskiptaaðgerðum verður fjölg- að umtalsvert hér á landi með opn- un nýrrar skurðstofu á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Akranesi. Á nýju liðskiptasetri verður ein- göngu sinnt liðskiptaaðgerðum og gert ráð fyrir að það taki til starfa í mars á næsta ári. Stofnunin verður þá með getu til að framkvæma um 430 aðgerðir á ári sem er rúmlega tvöföldun á núverandi afkastagetu. „Stofnun liðskiptaseturs er liður í víðtækari áætlun sem unnið hefur verið að síðustu misseri í samræmi við ákvörðun heilbrigðisráðherra, til að mæta vaxandi þörf fyrir þess- ar aðgerðir, stytta bið fólks í brýnni þörf, bæta verkferla og samræma þjónustuna,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Að jafnaði eru gerðar ríflega 1.500 liðskiptaaðgerðir á ári hér á landi og eru þær framkvæmdar á Landspítalanum í Reykjavík, Sjúkrahúsinu á Akureyri og HVE á Akranesi. Með tilkomu liðskipta- setursins þar er nú stefnt að var- anlegri árlegri fjölgun liðskipta- aðgerða um 260 á ári. Vegna Co- vid-19 hafa aðgerðir síðustu miss- eri verið nokkru færri en að jafnaði. Því hefur verið ákveðið að ráðast í sérstakt átak til 12 mánaða til að fjölga aðgerðum enn frekar tíma- bundið og stytta biðlista. Í því átaki er gert ráð fyrir að gerðar verði um 300 liðskiptaaðgerðir sem koma til viðbótar þeirri fjölgun sem leiðir af opnun liðskiptasetursins á Akra- nesi. Undirbúningur að stofnun lið- skiptasetursins stendur nú yfir á Akranesi og unnið við umfangs- miklar breytingar og endurnýjun sjúkradeilda, kaup á tækjabúnaði og ráðningar starfsfólks. Í sumar hefur m.a. verið unnið við stækk- un handlækningadeildar HVE þar sem rúmum verður fjölgað úr 10 í 16 en deildin tekur á móti sjúkling- um í kjölfar liðskiptaaðgerða. Ný skurðstofa verður byggð og þarf að breyta núverandi húsnæði nokkuð til að koma henni fyrir í tæka tíð fyrir opnun í mars á næsta ári. mm Liðskiptasetur sett á fót á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.