Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 12
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 202112 Líkt og undanfarin mörg ár tóku bændasamtök Íslands saman lista yfir fjárréttir á landinu. Listinn var gerður opinber í síð- ustu viku. Sem fyrr verða fyrstu réttir haustsins í Hvítársíðu, þegar réttað verður í Nesmelsrétt næstkomandi laugardag. Réttir haustsins á Vesturlandi eru í stafrófsröð, samkvæmt samantekt bændasamtakanna: Arnarhólsrétt í Helgafellssveit, sunnudaginn 19. sept. kl. 11.00 Bláfeldarrétt í Staðarsveit, laugardaginn 25. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, sunnudaginn 12. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 26. sept. Brekkurétt í Saurbæ, Dölum, sunnudaginn 19. sept. kl. 11.00, seinni réttir sun. 3. okt. kl. 13.00 Fellsendarétt í Miðdölum, dölum, sunnudaginn 19. sept. kl. 14.00, aðrar réttir sun. 26. sept. kl. 14.00, þriðju réttir sun. 3. okt. kl. 14.00 Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dölum, laugardaginn 18. sept., seinni réttir lau. 2. okt. Fljótstungurétt á Hvítársíðu, laugardaginn 11. sept. og sun. 12. sept. Seinni réttir lau. 25. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dölum, sunnudaginn 19. sept. kl. 12.00, seinni réttir sun. 3. okt. kl. 16.00 Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf., laugardaginn 25. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, þriðjudaginn 14. sept. kl. 10.00, aðrar réttir mán. 27. sept. kl. 14.00, þriðju réttir mán. 4. okt. Hítardalsrétt í Hítardal, mánudaginn 13. sept. kl. 9.00, aðr- ar réttir 26. sept. kl. 16.00, þriðju réttir mán. 4. okt. Hornsrétt í Skorradal, Borgarf, sunnudaginn 12. sept. kl. 10.00 Hólmarétt í Hörðudal, Dölum, sunnudaginn 12. sept. kl. 10.00, aðrar réttir sun. 26. sept. kl. 10.00 Hrafnkelsstaðarétt í Grundarfirði, laugardaginn 18. sept. Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu, sunnudaginn 5. sept. kl. 11.00 Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dölum, laugardaginn 18. sept, seinni réttir lau. 2. okt. Klofningsrétt í Beruvík, Snæf, laugardaginn 25. sept. Langholtsrétt í Eyja- og Miklaholtshr., Upplýsingar vantar. Ljárskógarétt í Laxárdal, Dölum, laugardaginn 11. sept. Mýrar í Grundarfirði, laugardaginn 18. sept. Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðjudaginn 21. sept. kl. 16.00, seinni réttir sun. 10. okt. kl. 16.00 Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugardaginn 4. sept. Núparétt í Melasveit, Borgarf, sunnudaginn 12. sept. kl. 13.00, seinni réttir lau. 25. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal Borgarfirði, miðviku- daginn 15. sept. kl. 9.00, seinni réttir sun. 3. okt. kl. 10.00 Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, laugardaginn 18. sept. Ósrétt á Skógarströnd, Dölum, föstudaginn 1. okt. kl. 10.00 Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, borgarfirði, sunnudaginn 19. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 3. okt. kl. 14.00 Reynisrétt undir Akrafjalli, Hvalfj.sv., laugardaginn 18. sept. Skarðsrétt, Skarðsströnd, Dölum, sunnudaginn 19. sept. kl. 11.00, seinni réttir sun. 3. okt. kl. 14.00 Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dölum, sunnudaginn 19. sept. kl. 11.00, seinni réttir sun. 3. okt. kl. 13.00 Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borgarfirði, sunnudaginn 19. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 3. okt. Svignaskarðsrétt, Borgarfirði, mánudaginn 13. sept. kl. 10.00, aðrar réttir mán. 27. sept., þriðju réttir mán. 4. okt. Tungurétt á Fellsströnd, Dölum, föstudaginn 17. sept. Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dölum, laugardaginn 18. sept. kl. 13.00, seinni réttir sun. 10. okt. kl. 13.00 Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Upplýsingar vantar. Þverárrétt í Þverárhlíð, Borgarfirði, mánudaginn 13. sept. kl. 07.00, aðrar réttir mán. 20. sept. kl. 10.00, þriðju réttir mán. 27. sept. kl. 10.00 Þæfusteinsrétt á Hellissandi/Rifi, laugardaginn 18. sept. Ölkeldurétt í Staðarsveit, laugardaginn 25. sept. mm Ákveðið hefur verið í atvinnuveg- aráðuneytinu að fela Landbúnað- arháskóla Íslands að móta tillögu að fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland. kristján Þór Júlíusson ráðherra og Ragnheiður i. Þórarinsdóttir, rekt- or Landbúnaðarháskóla Íslands, hafa undirritað samning þess efn- is. til grundvallar stefnumótuninni liggur meðal annars skýrsla Land- búnaðarháskólans um fæðuöryggi sem skilað var til ráðuneytisins í febrúar 2021. Skólanum er einn- ig ætlað að kynna sér sambærilega stefnumótun í nágrannalöndunum og gildandi þjóðaröryggisstefnu stjórnvalda að því marki sem hún snertir fæðuöryggi og afla annarra nauðsynlegra gagna til að stefnu- mótunin verði sem best úr garði gerð. drög að stefnunni eiga að liggja fyrir í apríl 2022. Í framangreindri skýrslu kom fram að innlend matvælaframleiðsla stendur fyrir stórum hluta fæðu- framboðs á Íslandi og þá sérstak- lega próteini. garðyrkjan sér fyrir um 43% af framboði grænmetis og búfjárrækt um 90% af kjöti, 96% af eggjum og 99% af mjólkurvörum. Fjallað er um veikleika íslenskr- ar matvælaframleiðslu og lagt mat á áhrif þess ef upp kæmi skortur á aðföngum sem nauðsynleg eru fyrir framleiðsluna. Í skýrslunni er enn fremur farið yfir það til hvaða þátta ætti helst að horfa við mótun fæðuöryggisstefnu sem eru meðal annars mat á eftir- farandi þáttum: • Nauðsynlegt framboð með tilliti til fæðutegunda og magns. • Þörf fyrir auðlindir og innviði til framleiðslu, svo sem ræktunarland og fiskistofna auk nauðsynlegrar þekkingar og tækjabúnað til fram- leiðslu. • Nauðsynlegar birgðir lykilað- fanga svo sem eldsneytis, áburð- ar og fóðurs sem og birgðir mat- væla sem nauðsynlegar eru fæðuör- yggi en ekki er raunhæft að innlend matvælaframleiðsla geti framleitt. mm bókasafn grunnskóla grundar- fjarðar skoraði á nemendur, for- eldra, ömmur og afa í 500 mínútna sumarlestraráskorun í byrjun sum- ars, en áskorunin er hluti af átaki á landsvísu á vegum Menntamála- stofnunar. Áttu þátttakendur að skila á bókasafnið sérstöku skrán- ingarblaði fyrir hverjar 500 lesnar mínútur nú í lok sumars. Var þátt- takendum frjálst að skila þá inn eins mörgum blöðum og þeir gátu og var einn sigurvegari svo dreginn út. Alls voru 37 blöð í pottinum sem gera 18.500 lesnar mínútur, eða 12 daga, 20 klukkutíma og 20 mínútur. Sævar Hjalti Þorsteinsson í 4. bekk var sá heppni sem kom upp úr pott- inum en Sævar skilaði inn 12 blöð- um og las því í 6000 mínútur eða fjóra sólarhringa og fjóra klukku- tíma. Fékk hann í verðlaun glæ- nýjan ipad sem Fisk Seafood gaf. arg Lilja Magnúsdóttir starfsmaður á bókasafni Grunnskóla Grundarfjarðar og Anna Kristín Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri afhentu Sævari Hjalta glænýjan Ipad í verðlaun fyrir að vera mesti lestrarhestur sumarsins. Ljósm. tfk Sævar Hjalti sigraði lestrar- áskorun í Grundarfirði Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við LBHÍ og verkefnisstjóri verkefnisins, Ragn- heiður I. Þórarinsdóttir rektor LBHÍ, Kristján Þór Júlíusson ráðherra og Sigurður Eyþórsson, verkefnisstjóri fyrir hönd ráðuneytisins. LbhÍ mun stýra vinnu um gerð fæðuöryggisstefnu Fjárréttir á Vesturlandi í haust Fé rekið til Svignaskarðsréttar. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.