Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 26
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 202126 Vísnahorn „Það var um kvöld eitt að kötu ég mætti,“ var stundum sungið í gamla daga og heyrist jafnvel enn. Ætli það hafi ekki samt flestir lagt af engja- heyskap nú til dags og vafalaust sjá menn bæði jákvæðar og neikvæð- ar hliðar við það eins og gengur en höfundur næstu vísu mun hafa heit- ið tómas Jónsson og kann ég svo- sem ekki á honum frekari deili: Heyjar peyinn engjum á ei er meyjum styggur sleginn, dreginn dengir ljá deigju feginn þiggur. Á árunum eftir stríð voru allmikl- ar deilur milli atómskálda eða þeirra sem ortu óbundið og hinna hefð- bundnu og ýmislegt sem fæddist af því tilefni. Ásgrímur kristinsson frá Ásbrekku orti: Geymdi þjóðin andans auð unni ljóðum hreinum. Er nú glóðin alveg dauð aska í hlóðarsteinum. Fáum betur yrkir óð atómleturs kálfur. Út á setur ýmsra ljóð ekkert getur sjálfur. Margir eiga að ég tel andans forða í sjóði. Aldrei get ég unað vel órímuðu ljóði. Drjúgum tryllist þessi þjóð þroska spillir sönnum að hlusta á illræmd atómljóð og öskur í villimönnum. Sonur Ásgríms, Þorsteinn Ás- grímsson, yrkir síðar að vorlagi: Veðrafjandinn frá mér snýr fjármannsvanda lýkur. Sunnanandi óskahlýr yfir landið strýkur. Og einn Húnvetningurinn til, Þormóður Ísfeld pálsson frá Njáls- stöðum segir: Út á tímans ólguflaum æskan burt er flotin. Liggja bak við gamlan glaum glösin týnd og brotin. Já margt hefur nú skeð í „göml- um glaumi“. Sumu má segja frá og sumu ekki eins og gengur og þarf svo sem ekki endilega gamlan glaum til enda sagði okkar ástkæri kristján Eldjárn: Allt það sem hafa menn hátt um hugsa og tala ég fátt um. En ég hugsa um hitt ---slíkt er háttalag mitt--- sem talað er lítið og lágt um. Sverrir Hermannsson var um margt eftirminnilegur maður og talaði stundum „hreina íslensku“ þegar honum þótti við þurfa. Ein- hvern tímann þegar hann hafði tek- ið nokkuð stórt upp í sig í ræðustól Alþingis sagði torfi Þorsteinsson: Mörg eru Sverris málblóm kunn meðal landsins dætra og sona. Fleiri eiga þó flónskan munn en flíka honum ekki svona. Margt hefur nú verið sagt á Al- þingi Íslendinga. Sumt gáfulegt (en ekki allt). Reyndar hef ég enga hug- mynd um hverja Halldór Laxness hafði í huga þegar hann orti: Út í botnlaust orðadý oft var margur sækinn og að bæta bunu í bakkafullann lækinn. Hallmundur kristinsson orti um þá sem búa með orð og raða þeim saman sér til lífsviðurværis, nú eða bara til skemmtunar þó enginn verði svo sem saddur af þeim einmata: Orðsins bændur engu gleyma upp þeir hefja raust. Ferskeytlurnar frá þeim streyma fyrirhafnarlaust. Ekki veit ég hvort Jón Ólafsson í Langey orti þessa mannlýsingu um þingmann eða bara svona einhvern „venjulegan“ en ekki er hægt að neita því að örlítið er hún meinleg: Höldinn knáa hér má sjá hirða dável seiminn en loforð á og sannleik sá sýnist ávallt gleyminn. Organistanámskeið Þjóðkirkjunn- ar voru merkilegar og oft fjölsóttar samkomur. Eitt sinn er slíkt mót var haldið í Skálholti var félagsheimilið Aratunga nýtt sem gistipláss en þó orðið þröngt mjög og lítið orðið um dýnur nema örmjóar en þá gjarnan notaðar fleiri. Árni bjarnason á Upp- sölum gisti ásamt fleiri blöndhlíð- ingum í herbergi með þessum mjóu dýnum þegar koma enn tvær kon- ur langt að komnar og þreyttar og varð það þrautaráð inga Heiðmars sem var búðastjóri að sækja dýnur til þeirra blöndhlíðinga. Þegar þeir Árni hittust í morgunkaffi spurði Heiðmar hann afsakandi hvernig far- ið hefði um þau og svaraði Árni þá: Erfið var nóttin, aumur ég sat allur því skakkur að vonum því Heiðmar reif undan mér allt sem hann gat og afhenti vonlausum konum. ingibjörg bergþórsdóttir orti við æfingar á fjörgömlum sálmalögum, svonefndum grallarasöng: Við skulum gaula Gregorsöng. Grimmt við skulum stund´ann. Sé bænin nógu leið og löng lætur Drottinn undan. Íslenskan flækist stundum fyrir útlendingum og þarf reyndar ekki alltaf útlendinga til. Málfræðin rugl- ar marga í ríminu að ekki sé talað um orðanotkun og orðaröð. Helgi ingólfsson yrkir um fleirtöluna: Í fleirtölu „hakk“ yrði „hökk“, svo held ég að „flakk“ yrði „flökk“ og „malt“ yrði „mölt“ og „allt“ yrði „öllt“. Að endingu „snakk“ yrði „snökk.“ -- (Þið afsakið léttúðug læti, en limrugerð vekur oft kæti. Ljóð byggja á orðum. Hér allt er í skorðum sem ofstuðlað fleirtölublæti.) Og svo var það eintalan: Eintala af „kenjum“ er „kenj“ og kannski af „menjum“ þá „menj“, af „buxum“ er „buxa“... (Nú þarf ég að hugsa, því þegar við grenjum fæst „grenj“). Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Sé bænin nógu leið og löng - lætur Drottinn undan! UltraForm líkamsræktarstöð verð- ur opnuð á Akranesi miðvikudaginn 15. september næstkomandi. „Við erum fyrir með eina stöð í grafar- holti þar sem hátt í hundrað manns æfa,“ segir Sigurjón Erni Sturlu- son, eigandi UltraForm í samtali við Skessuhorn. UltraForm er hóp- tímastöð þar sem æfingarnar eru settar upp með þeim hætti að allir geti aðlagað þær að sinni getu. „Ef fólk þarf frekari skalanir á æfing- um eða sérhæfðar æfingar þá finn- um við út úr því með fólki. Það eiga allir að geta æft hjá okkur og það þarf ekki að taka neitt grunnnám- skeið fyrst. Æfingarnar eru þannig að fólk er að vinna með eigin lík- amsþyngd, þrektæki, hlaup/skokk/ göngu, ketilbjöllur eða handlóð. Hver og einn velur bara þá þyngd sem hentar. Það skiptir engu máli þó einn taki átta kílóa ketilbjöllu á meðan næsti maður er með 32 kíló. Hver og einn tekur bara það sem hann ræður við. Ég legg líka mikla áherslu á liðleika og samhæfingu í æfingum. En það er það sem fólk á til að missa meir og meir með aldr- inum og margir þurfa nú þegar að vinna í. Því er mikilvægt að halda þessu við og bæta,“ útskýrir Sigur- jón. Hlaupaþjálfun og hlaupafjarþjálfun Sigurjón lærði íþróttafræði á Laug- arvatni og hefur sótt ýmis þjálfara- námskeið. Auk þess er hann með margra ára reynslu af æfingum og keppnum og hefur náð langt í hlaupum hér á landi. Aðspurður segist hann hafa fengið boð um að leigja húsnæði og búnað Metabolic stöðvarinnar á Akranesi og ákveð- ið að slá til. Hann ólst sjálfur upp á innnesinu í Hvalfjarðarsveit og þekkir því vel til á svæðinu. til að byrja með verða í boði fjórir æf- ingahópar sem fólk getur skráð sig í en nú þegar eru tveir þeirra að fyll- ast. „Við ætlum að byrja bara smátt en ef eftirspurn verður mikil getum við alltaf bætt við fleiri hópum,“ segir hann. Hjá UltraForm er einnig boðið upp á hlaupaþjálfun. Í grafarvogi er Sigurjón með hlaupahóp sem æfir saman tvo virka daga í viku og aðra hverja helgi. Aðspurður segir hann það koma til greina að fara af stað með hlaupahóp á Akranesi líka. „Ef eftirspurnin er mikil er það alveg möguleiki. En þangað til þá bjóð- um við líka upp á hlaupafjarþjálfun. Það eru alveg samskonar æfingar og á pari við það sem við erum að gera með hlaupahópinn, nema fólk er ekki saman í hópi,“ segir Sigurjón. En til gamans má geta að hann var einmitt á leið heim úr fjallahlaupi í Frakklandi, sem margir telja með erfiðari fjallahlaupum sem fyrir- finnast, þegar blaðamaður heyrði í honum. „Ég hljóp 146 km kring- um fjallagarð Mount blanc með 9.100m hækkun og var rúmlega 25 klukkustundir á hlaupum,“ seg- ir Sigurjón. Hægt er að finna allar upplýsingar um UltraForm og skrá sig í æfingahópa á ultraform.is arg UltraForm stöð opnar á Akranesi í september Sigurjón Ernir Sturluson eigandi UltraForm. Ljósm. úr safni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.