Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 23
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 2021 23 Tómstundafulltrúa Reykhólahrepps Dagur í lífi... Nafn: Jóhanna Ösp Einarsdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý í kaplaskjóli í Reykhólasveit með manninum mínum og þremur börnunum okkar. Starfsheiti/fyrirtæki: Ég vinn fyrir Reykhólahrepp sem tóm- stundafulltrúi. Er svo bóndi í hjá- verkum, sveitarstjórnarfulltrúi, nemi og formaður Fjórðungssam- bands Vestfirðinga. Áhugamál: Mér finnst ofsa- lega gaman að hlaupa þegar ég hef tíma í það, eða eins og lítil frænka sagði í fyrradag að ég væri nú eiginlega ekki að hlaupa held- ur bARA skokka. Svo hef ég líka gaman af því að vera á hestbaki. Þetta felst bæði í því að vera í náttúrunni sem er eitt af því sem á hug minn allan og nú er að hefjast eitt skemmtilegasta tímabil árs- ins, smalamennskur sem taka ansi marga daga á fjöllum. Dagurinn: Fimmtudagurinn 26. ágúst 2021 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Ég vaknaði kl. 6:30 og það fyrsta sem ég gerði var að fá mér kaffi og var svo í launaskráningu fyr- ir starfsfólk tómstundastarfsins á meðan ég drakk kaffibollann áður en að börnin vöknuðu. Svo voru þessi tvö eldri græjuð og send í skólabílinn og þá gaf ég mér tíma í að horfa á einn þátt af grey´s Anatomy þangað til að sú yngsta (sem er lasin) vaknaði. Hvað borðaðirðu í morgunmat? tvær ristaðar brauðsneiðar. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég var með veikt barn heima í dag þannig að ég fór ekki í vinn- una mína sem tómstundafulltrúi fyrr en klukkan 11:30 og þar sem það eru 52 kílómetrar í vinnuna þá fór ég á kíunni minni (bíll). En áður en ég fór í vinnuna fór ég á fund með fjórðungssambandinu klukkan 9 og með sveitarstjórum á Vestfjörðum kl. 10:30. Fyrstu verk í vinnunni? Sko, fyrsta verk um morguninn var að kíkja á tölvupóstinn en svo þegar ég var komin inn á Reyk- hóla mætti ég beint inn í frí- stundadagskrá og mitt fyrsta verk þar var bara að heilsa krökkunum og starfsfólkinu. Hvað varstu að gera klukkan 10? klukkan tíu var ég í tölvuvinnu, það er mikið að gera á haustin í að fara yfir skráningar í klúbba í félagsmiðstöðinni og setja upp stundatöflu fyrir tómstundastarf- ið þannig að öll börn hafi eitthvað við að vera og nái að taka þátt í öllu sem þau hafa áhuga á. Svo er uppgjör eftir sumarið, að skrifa upp á reikninga og senda út reikn- inga. Hvað gerðirðu í hádeginu? Mamma kom til að vera með yngstu stelpuna mína rétt fyrir há- degi svo ég gæti mætt í frístund- astarfið þannig að ég tók hádegis- matinn í bílnum á leiðinni og drakk þennan dýrindis kEA skyr- drykk og borðaði banana. Hvað varstu að gera klukkan 14? Ég var í rannsóknarvinnu varð- andi fiðrildi sem frístundar krakk- arnir fundu, til að reyna að komast að því hvaða tegund það væri. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti klukkan þrjú og það síð- asta sem ég gerði var að ganga frá dýnum í íþróttahúsinu á Reykhól- um og slökkva ljós. Þegar vetrar- starfið er komið á fullt er ég yfir- leitt ekki búin fyrr en klukkan 20 en félagsmiðstöðin er báta- og hlunnindasýningin á sumrin þann- ig að við fáum hana ekki afhenta fyrr en í næstu viku og þá byrjum við af krafti. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég fór á vinnufund sveitarstjórnar áður en ég fór heim. Þannig að ég var komin heim upp úr sex og þá var bara þetta hefðbundna, matur og heimalestur. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það var afgangur af lamba fillet sem maðurinn minn grillaði í gær. Svo var stóra stelpan mín búin að baka pizzasnúða og súkkulaði brauðhorn sem var gott í eftirrétt. Hvernig var kvöldið? Það var bara ansi rólegt. Það er fyrsta vika í haust rútínu þann- ig að við erum bara aðeins þreytt seinnipartinn. Svo var maðurinn minn aldrei þessu vant ekki heima og einn veikindapési þannig að þetta var voða mikið bara gefa á garðann og tala við krakkana. Hvenær fórstu að sofa? klukkan 10. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Þvoði mér í framan og burstaði tennur. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Sennilega var það spennan yfir fiðrildinu. Eitthvað að lokum? Haustið er svo dásamlegt að það er ekki annað hægt en að vera bara ánægður í vinnunni og rútínunni. Næstkomandi laugardag heldur hönnuðurinn brynja Þóra guðna- dóttir fyrirlestur við Háskólann á bifröst um frumkvöðlaverkefni sem hún stendur að í sjálfbærum arkitektúr, heilsusamlegum efnum og nýsköpun á sviði byggingarlist- ar. Fyrirlesturinn verður sendur út í opnu streymi kl. 12:30 – 13:30. brynja Þóra fjallar m.a. um um hugmyndafræði sjálfbærs arkitekt- úrs og notkun náttúrulegra lausna í húsahönnun. Hún hannar um þess- ar mundir byggingu á vistvænu húsi á lóð í Þingvallasveit. Ferlið verður um leið bæði tilraun og rannsókn á sjálfbærum arkitektúr í fram- kvæmd. Hringrásarhugsun í húsahönnun verður gerð sérstök skil, hvernig vatn er endurunnið og þjappaður jarðvegur úr nærumhverfi nýttur sem aðalbyggingarefni og einnig hvernig orkuþörf í húshitun er lág- mörkuð, svo að dæmi sé tekin. Þá verður vikið að heilsusamleg- um byggingarefnum og í hve mikl- um mæli hættuleg efni eru notuð í húsgögn og innréttingar. Einn- ig mun brynja koma inn á þá ný- sköpun og miklu gerjun sem er að eiga sér stað á meðal hönnuða hér á landi í sjálfbærri byggingarlist. Fyrirlesturinn er liður í samtali um skapandi greinar á vegum Há- skólans á bifröst og verður í opnu streymi á Fb síðu skólans. Fyrir- lesturinn verður haldinn í Aðalbóli á bifröst. Nemendur og kennarar á bifröst eru velkomnir á meðan hús- rúm og sóttvarnarreglur leyfa. mm Framkvæmdir hófust fyrir nokkrum dögum við gerð göngustígs neðan við keflavíkurgötu á Hellissandi sem tengir Hellissand við Rif og Ólafsvík og er alls um níu kílómetra langur. Á mánudag var lokið við að malbika um 300 metra göngu- stíg fyrir neðan keflavíkurgötu sem lengir stíginn inn í þéttbýlið á Hellissandi og meðfram strandlín- unni. Stígurinn verður síðan lagður áfram inn að keflavíkurvörinni eft- ir að búið verður að lengja sjóvörn- ina sem nú er. gert er ráð fyrir því að það verði árið 2024 en fram að því verður lagður bráðabirgðastíg- ur að keflavíkurgötu. vaks Ljósm. Snæfellsbær Nýr göngustígur sem tengir Hellissand við Rif og Ólafsvík Fyrirlestur um sjálfbæra húsahönnun

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.