Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.09.2021, Blaðsíða 10
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 202110 Ákveðið hefur verið að flytja starf- semi bæjarskrifstofa Akraneskaup- staðar úr Stillholti 16-18 í nýtt hús- næði að dalbraut 4 sem byggt var sem félagsaðstaða eldri borgara og verður tekið í notkun í haust. Þetta er gert vegna raka og myglu sem greinst hefur í húsnæði bæjarskrif- stofunnar. Fyrstu tíu starfsmenn bæjarskrifstofanna eru þegar flutt- ir yfir á dalbraut en þeir síðustu verða farnir eftir hálfan mánuð. Þetta staðfestir Sævar Freyr Þráins- son bæjarstjóri í samtali við Skessu- horn. Að sögn Sævars hefur sýna- taka úr húsnæðinu leitt í ljós raka og myglugró, sem talið er tengjast ófullnægjandi frágangi á gluggum og klæðningu hússins. Ekki ligg- ur fyrir hvenær viðgerðum lýk- ur en gert ráð fyrir að þær taki að minnsta kosti eitt ár. Eignarhald hússins við Stillholt 16-18 er á höndum Regins, Ríkis- sjóðs, Akraneskaupstaðar og ýmissa smærri eignaraðila. Akraneskaup- staður á um 20% í því húsnæði sem bærinn hefur til afnota. Undanfar- ið hafa átt sér stað fundir eigenda til að undirbúa næstu skref og við- gerðir. „Eftir er að búa til útboðs- gögn fyrir lagfæringar á húsinu. Nú er verið að skoða hversu umfangs- miklar viðgerðir þurfa að fara fram. Það liggur hins vegar fyrir að ófull- nægjandi viðgerð var gerð á húsinu fyrir þremur árum. Ytra byrðið var lagað en rakavandamálin voru skil- in eftir og hafa grasserað síðan.“ Samnýta með eldri borgurum Sævar Freyr segir mjög ánægjulegt að gott samkomulag er við stjórn FEbAN um að samnýta félagsað- stöðuna við dalbraut 4. „Við get- um á þessari stundu ekki tíma- sett viðveru okkar á dalbrautinni og búumst því við að verða í góðu samneyti við eldri borgara sem þar eru nú byrjaðir að koma sér fyrir. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að bæjarskrifstofan tekur þriðjung af samkomusal fyrir skrif- stofur og verður komið upp borð- um og búnaði og unnið í opnum vinnurýmum. Við munum fara að dæmi ýmissa fyrirtækja sem vinna í opnum vinnurýmum og koma upp um sjö borðum á hverja tíu einstak- linga sem hjá okkur starfa. Móttaka okkar mun hins vegar verða á jarð- hæð í rými sem ætlað er fyrir fata- hengi,“ segir Sævar. Húsið við dal- braut 4 er langt komið að öðru leyti en því að tafir hafa orðið á uppsetn- ingu tækja í eldhús og verður það því ekki komið í notkun fyrr en um áramót. Eftir að rakavandamál voru stað- fest í grundaskóla fyrr á þessu ári var ráðinn sérfræðingur frá Verkís. „Verkefni hans er að taka út allar stofnanir, skóla og byggingar í eigu bæjarins. Stjórnsýslubyggingin var fyrst í röðinni á eftir grundaskóla, en hann mun skoða aðra skóla og hús í eigu bæjarfélagsins. Sú vinna er nú í fullum gangi,“ segir Sævar. Þakka skilninginn bæjarráð Akraness fjallaði um mál- ið á fundi í síðustu viku. Þar kom fram að áætlað er að verja ríflega 14 milljónum króna til fyrirhug- aðra flutninga starfsfólks og starf- semi bæjarskrifstofanna. Í bók- un segir: „bæjarráð óskar eftir og vonast til að framkvæmd flutning- anna gangi sem best og að röskun á starfseminni verði sem minnst en þá kynnt þjónustuþegum á heima- síðu Akraneskaupstaðar. Þá þakkar bæjarráð forsvarsmönnum FEbAN fyrir þann góða skilning sem þeir hafa sýnt stjórnendum og starfs- fólki við þær erfiðu aðstæður sem skapast hafa í starfsemi kaupstaðar- ins vegna þessa.“ mm Síðastliðinn föstudagsmorgunn voru menn frá verktakafyrirtæki að plægja niður ljósleiðara í kolviðar- sundi, sem er mýrlendi í landi Mið- húsa í Álftaneshreppi á Mýrum. 24 tonna grafa fylgdi í kjölfar jarðýtu sem plægt hafði niður strenginn og var hlutverk gröfumannsins að lag- færa plógfarið. Ekki vildi betur til en svo að grafan sökk hratt. Ein- ungis bóman á gröfunni stóð upp úr eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru á laug- ardaginn. Eftir tilraunir verktak- anna til að ná tækinu upp var loks fengin aðstoð; mannskapur og öfl- ugar gröfur frá borgarverki í borg- arnesi og Þrótti á Akranesi til að halda við gröfuna og freista þess að ná henni upp. Áður var búið að reyna að púkka grjóti undir tækið til að það sykki ekki enn dýpra og hreinlega myndi hverfa mönnum sjónum. Á laugardagskvöldið tókst loks hálfpartinn að velta gröfunni upp á þurrt. Var henni komið mik- ið skemmdri upp á dráttarvagn. Þar sem grafan fór niður heitir kolviðarsund og hefur ætíð verið um illfæra leið að ræða samkvæmt heimafólki sem Skessuhorn ræddi við. Það kveðst ætíð hafa forðast að fara þarna um hvort sem var á hestum eða tækjum. Hönnuðir lagnaleiða ljósleiðarans virðast ekki hafa haft samráð við heimafólk um lagnaleiðina, en heimamenn höfðu sett sig í samband við verktakana og bent á að þar ætti við hið forn- kveðna, þ.e. „betri er krókur en kelda.“ Nágrannar segjast aldrei hafa mælt með þessari leið, hefðu þeir verið spurðir, heldur mælt með að farið yrði handan vegarins á vatnsbakkanum þar sem einmitt símastrengurinn var lagður á sínum tíma. Vera kann að sú leið verði far- in þar sem nýi ljósleiðarastrengur- inn fór í sundur við atganginn. Álftaneshreppsvegur var lokaður þessa tvo daga sem það tók að ná gröfunni á þurrt, en um „U“-leið er að ræða um hreppinn þannig að engir bæir voru einangraðir meðan á björguninni stóð. mm/ Ljósm. aðsendar. Grafa sökk í mýri á Mýrunum Stjórnsýsluhúsið við Stillholt 16-18. Bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar rýmdar vegna mygluvandamáls

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.