Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Side 27

Skessuhorn - 01.09.2021, Side 27
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 2021 27 Pennagrein Atvinnulíf er síbreytilegt. Þetta líf sem er undirstaða byggðar og bú- setuskilyrða. Hvort heldur eru tækniframfarir á tölvuöld eða breytingar í fjölda atvinnutækifæra þá má sjá víða merki breytileika á Vesturlandi – til sjávar og sveita. Það vita allir að áföll í atvinnulífi vega að búsetuskilyrðum, en fjölg- un starfa er tekið fagnandi og sem merki um framfarir og hagsæld. Á Vesturlandi þekkir fólk báðar hlið- ar þessara mála. Það er því sameig- inlegt verkefni okkar að leita leiða þar sem þróun, hugvit og nýsköpun vinnur með samfélaginu að fjölgun starfa og fjölbreyttu atvinnulífi. Með bættum samgöngum og ljósleiðurum hafa opnast ný tæki- færi sem birtast í samvinnurýmum þar sem störf eru unnin án stað- setningar. Stofnun nýsköpunarsetra laðar að sér hugmyndaríkt fólk og áherslur háskólanna á Hvanneyri og í bifröst um aukin tengsl við íbúa og atvinnulíf gefa fyrirheit um að spennandi verkefni geti orðið að veruleika. Á þessum vettvangi er pláss fyrir alla – einstaklinga og fyr- irtæki af öllum stærðum. Augljóst er að tækifærin nýtast best í frjóu umhverfi samstarfs og miðlunar upplýsinga. til þess að styðja við áhuga stofnana, skóla, einstaklinga og fyrirtækja á þróun og nýsköpun er í undirbúningi að stofna Nýsköpunarnet Vesturlands (NýVest). Stefnt að því að þessi vettvangur verði formlega stofnað- ur á haustmánuðum. Markmið NýVest verða: Að vera vettvangur samstarfs • og upplýsingamiðlunar. Að aðstoða við að þroska og • þróa álitlegar hugmyndir og stuðla að lífvænleika áhuga- verðra verkefna, Að tengja saman hagaðila sem • vinna að nýsköpun á Vestur- landi; skóla, fyrirtæki og ein- staklinga, Að auka og efla tengsl fyrir-• tækja/atvinnulífs við sterkt þekkingarumhverfi á Vestur- landi, Að styðja við frumkvæði í • heimabyggð þannig að setur og samvinnurými verði drif- kraftur NýVest Og að vera faglegur bakhjarl • nýsköpunar og frumkvöðla- starfs á Vesturlandi. Á næstunni verður hugmyndin að baki NýVest kynnt á Vesturlandi, en vettvangurinn verður sjálfseign- arstofnun, sem verði í tengslum við SSV sem um árabil hefur komið að stuðningi við nýsköpun á Vestur- landi með einum eða öðrum hætti. Allir sem áhuga hafa geta orðið stofnfélagar, þar sem einstakling- ar leggi fram 15.000 króna stofnfé, en fyrirtæki 30.000 krónur. Vett- vangurinn verður síðan opinn öll- um sem áhuga hafa á. Með öflugu samstarfi og tengingum má ná ár- angri í þróun nýrra starfa, nýsköp- un og fjölgun starfa án staðsetning- ar. Nýsköpunarnetinu er ætlað að styðja við þá þróun. Í þessu greinarkorni viljum við hvetja einstaklinga og fyrirtæki til þess að gerast stofnfélagar vett- vangsins, en stofnfundur er áætlað- ur í októbermánuði og verður aug- lýstur með góðum fyrirvara. Í þró- un og nýsköpun liggur urmull tæki- færa, stór og smá og á fjölmörgum sviðum. Nýting þessara tækifæra er undir íbúunum komin, vilja þeirra og áhuga á að taka með beinum hætti þátt í að efla atvinnulíf á Vest- urlandi. Máltækið „Situr sveltandi kráka en fljúgandi fær“ getur átt við um það hvort við látum skeika að sköpuðu í þeirri hröðu þróun sem á sér stað í nýsköpun og breyttu samfélagi eða hvort við leggjum okkar að mörkum á þeim vettvangi með hugvit, samvinnu og viljann að vopni. Páll Snævar Brynjarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) Gísli Gíslason, formaður starfshóps um NýVest. HUGMYNDASAMKEPPNI UM HÖNNUN OG SKIPULAG LANGASANDSSVÆÐISINS Á AKRANESI Um samkeppnina Akraneskaupstaður ákvað árið 2020 að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðisins á Akranesi í samstarfi við er að fá hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins í heild sem tengir m.a. strandsvæði, skólasvæði, framtíðar uppbyggingarreit og hafnar- svæðið. Svæðið sem um ræðir nær frá Innnesvegi til norðausturs, Langasandi og Leyni til suðvesturs, norðvestur afmarkast svæðið við gatnamót Jaðars- brautar og Faxabrautar, suðaustur af bæjarmörkum Akraneskaupstaðar. Svæðið er um 35 hektarar að stærð og er stór hluti svæðisins innan hverfisverndar í gildandi aðalskipulagi. Það nær yfir útivistarsvæði frá Leynisfjöru, Sólmundarhöfða, meðfram Langasandi að Faxabraut. Eftir svæðinu liggur strandstígur, íþróttasvæðið að Jaðarsbökkum, íbúðabyggð á Sólmundarhöfða, hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði sem og fjölbýlishúsalóðir við Garðabraut, Höfðabraut og Jaðarsbraut. Leiðarljós samkeppninnar Leiðarljós samkeppninnar er að skapa heildræna sýn á notkun og upplifun á Langasandi og skal við hönnun og skipulag svæðisins hafa eftirfarandi atriði í huga: • Hönnun og skipulag skal taka tillit til framþróunar í vistvænni byggingartækni og mannvirkjagerð ásamt því að tryggja lágmarks viðhalds- og rekstrarkostnað. • Hönnun og skipulag svæðisins komi til móts við þá sem nota svæðið og ýti undir afþreyingu, útivist og hreyfingu almennings á sem fjölbreyttastan hátt allan ársins hring og styrki aukna menningar- starfsemi. • Hönnun og skipulag skal stuðla að sjálfbærni svæðisins, s.s. sjálfbærri nýtingu auðlinda og kolefnisbindingu. Ásamt því skal hönnun og skipulag taka mið af vistvænum lausnum með það að markmiði að bæta gæði ofanvatns með blágrænum lausnum og stuðla að grænna umhverfi. • Tryggja skal náttúrulegan fjölbreytileika landslags, lífríkis og menningarminja með markvissri verndun og viðhaldi. • Tryggja öryggi á svæðinu og aðgengi fyrir alla. • Áherslur og þarfir íbúa Akraness séu höfð til hliðsjónar í hönnun og skipulagi svæðisins, þar sem staðarandi nýtur sín óskertur og tryggt að ánægja og áhugi fólks á notkun svæðisins glatist ekki. • Svæðið skal vera álitlegur áningastaður og stuðla að markmiðum Heilsueflandi samfélags og Bláfánavottunnar. • Að svæðið fái fallegt heildaryfirbragð og geti þróast og öðlast heild- stætt hlutverk til framtíðar sem stuðlar að fjölbreyttri notkun þess og skapi sér fastan sess í daglegri útivist sem flestra íbúa á Akranesi. Markmið samkeppninnar vellíðan, heilsu og upplifun fyrir alla notendur með eftirfarandi atriði í huga: • Hönnun og skipulag sé í samræmi við meginstefnu Aðalskipulag Akraness 2006-2017 ásamt drögum að endurskoðun Aðalskipulags Akraness 2020-2032. • Hugmyndir innihaldi tillögur um uppbyggingu Guðlaugar til framtíðar s.s. búnings- og sturtuaðstöðu, veitingasölu eða önnur tengd rekstrartækifæri sem eiga samleið með Guðlaugu og styrkja svæðið í heild. • Hönnun og skipulag tengist uppbyggingu og skipulagi íþróttamann- virkja á Jaðarsbökkum. • Hugmyndir innihaldi tillögur um framtíð útisvæða Knattspyrnufélags Akraness t.d. tilfærsla á keppnisvelli og mannvirkjum. • Hugmyndir styðji við varðveislu minja og náttúru svæðisins. • Hönnun og skipulag tengist uppbyggingu og skipulagi á Langasandsreit (Sementsreit). • Hugmyndir styðji við atvinnusköpun á svæðinu í anda heilsu og vellíðunar. • Hönnun og skipulag svæðisins tryggi aðgengi allra að svæðinu sem og einnig innan svæðisins ásamt góðu og öruggu aðgengi að fjörum svæðsins, þ.e. Langasandi og Leynisfjöru. • Hugmynd að hönnun strandstígar meðfram svæðinu, stígur sem hefur möguleika til góðra tenginga við núverandi stígakerfi og nærliggjandi svæði og verður fyrirmynd fyrir strandlengju Akraness. Hönnun stígs horfi til samspils gangandi og hjólandi umferðar. • Hönnun og skipulag geri svæðið líflegt, skapi skjólsæl svæði, stuðli að heilsueflingu, sé áhugavert og fræðandi og eftirsóknarvert fyrir fjölskyldur og aðra hópa. • Raunhæf framtíðarsýn við hönnun og skipulag þar sem virðing er fyrir því sem vel hefur verið gert á svæðinu, viðhalda sjónrænum tengslum við hafið og hugmyndir nýtist óháð árstíðum. styrki staðaranda svæðisins og tengist heilsu og vellíðan. uppbyggingu á svæðinu ásamt því að meta hvernig eða hvort núverandi mannvirki og/eða svæði geti nýst betur eða öðruvísi fyrir svæðið í heild. • Sérstaða svæðisins sé nýtt til fulls. Þitt álit skiptir máli Apríl Arkitekter, Kanon Arkitektar og Landmótun sf. ásamt Sei Stúdíó eru þau þrjú teymi sem taka þátt í hugmyndasamkeppni en þau voru formlega dregin í útdrætti þann 2. mars 2021. Hugmyndir þeirra eru hér til sýnis án auðkennis og á hvert teymi raðnúmer sem verður opinberað við niðurstöðu dómnefndar í byrjun september. Þitt álit skiptir okkur máli og óskum við eftir að heyra frá ykkur. Útbúin hefur verið rafræn viðhorfskönnun um hugmyndirnar sem íbúar geta fyllt út og sent dómnefndinni. Verða niðurstöður hafðar til hliðsjónar við ákvörðun um úrslit í samkeppninni. Allar nánari upplýsingar um Net tækifæra – nýsköpun og þróun Heilbrigðisráðherra ákvað á föstu- daginn að gera enn frekari tilslak- anir á samkomutakmörkunum sem tóku gildi 28. ágúst síðastliðinn. grímuskylda á viðburðum utandyra verður felld á brott og skýrar kveðið á um heimild til að halda einkasam- kvæmi í veislusölu og sambærilegu húsnæði fram yfir miðnætti. Ráð- herra hefur einnig ákveðið nánari útfærslu á notkun hraðprófa á við- burðum. tilslakanir gerast hratt. Um miðja síðustu viku féllst ráðherra á tillögur sóttvarnalæknis um til- slakanir frá fyrri reglum. Fólu þær m.a. í sér full afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og var áður, iðkendum var fjölgað í 200 manns á íþróttaæfingum og -keppn- um og sviðslistum, eins metra regla féll niður meðal áhorfenda á sitj- andi viðburðum, veitingasala verður heimiluð í hléum og leyfilegur há- marksfjöldi gesta á veitingastöðum fór úr 100 í 200 í rými. Þá er unn- ið að útfærslu á tillögum sóttvarna- læknis um að hægt verði að hafa allt að 500 manns í hólfi á sitjandi við- burðum og engin fjarlægðarmörk gegn hraðprófum. Sú útfærsla verð- ur unnin í nánu samráði við þá sem standa fyrir stórum viðburðum. Reglum um sóttkví var breytt í vik- unni með það að markmiði að þær séu síður íþyngjandi og settar hafa verið reglur um sjálfspróf og reglur um hraðpróf uppfærðar. mm Slakað verulega á sóttvarnareglum

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.