Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 20226 Sest í forstjóra- stól Samkaupa LANDIÐ: Ómar Valdimars­ son, sem verið hefur forstjóri Samkaupa undanfarin 13 ár, hefur ákveðið að láta af störf­ um hjá félaginu. Gunnar Eg­ ill Sigurðsson tekur við starfi forstjóra en hann hefur starf­ að hjá Samkaupum í tvo ára­ tugi, nú síðast sem fram­ kvæmdastjóri verslunarsviðs. Forstjóraskiptin munu eiga sér stað um mánaðamótin mars – apríl, í kjölfar kynningu árs­ uppgjörs síðasta árs sem var afar gott í rekstri fyrirtækis­ ins þrátt fyrir miklar áskoran­ ir síðustu ára vegna heimsfar­ aldursins. -mm Undir áhrifum HVALFJ.SVEIT: Ökumað­ ur var stöðvaður aðfararnótt laugardags þegar hann var að koma upp úr Hvalfjarðar­ göngunum og var látinn blása í áfengismæli lögreglu. Próf­ ið reyndist jákvætt og er öku­ maður grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lög­ reglustöðina. Mál hans fer í hefðbundið ferli. -vaks Keyrði út af og valt AKRANES: Að morgni síðasta laugardags varð bílvelta á Akrafjallsvegi þegar ökumaður á suðurleið kom að Akranesafleggjaranum en náði ekki beygjunni og ók beint út af og velti bílnum. Að sögn öku manns hafði hann blind­ ast vegna birtuskilyrða þenn­ an morguninn og hemlaði síðan of seint við gatnamótin. Hringt var í Neyðarlínuna og komu tvær lögreglubifreið­ ar og sjúkrabifreið á vettvang. Fjórir voru í bílnum, ekki urðu slys á farþegum en voru þeir fluttir á HVE til nánari skoðunar. -vaks Rúta fór út af DALABYGGÐ: Óhapp varð í umferðinni á laugardags­ kvöldið á Bröttubrekku þegar rúta fór út af veginum með 14 manns innan borðs. Engin slys urðu á fólki og voru far­ þegar fluttir yfir í aðra bíla. Engar teljanlegar skemmdir urðu á rútunni og var hún sótt síðar um kvöldið. -vaks Veist að starfs- manni við eftirlit LANDIÐ: Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lög­ reglu vegna atviks þar sem veist var að starfsmanni stofnunar­ innar þegar hann var að sinna eftirliti. Ekki kemur fram hvar eða hvenær umrætt atvik átti sér stað. „Þetta er í þriðja sinn á sl. þremur árum þar sem máli er vísað til lögreglu vegna þess að veist er að eftirlitsmanni stofn­ unarinnar við störf hans. Í 106. gr. almennra hegningarlaga segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um of­ beldi á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldu­ starfi sínu eða sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfs skal sæta fangelsi allt að sex árum. Jafnframt segir að beita megi sektum ef brot er smáfellt. Allt ofbeldi eða hótan­ ir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvælastofnunar verður kært til lögreglu,“ segir í yfirlýsingu. -mm Rýmka reglur um íbúakosningar LANDIÐ: Drög að frum­ varpi til breytinga á sveitar­ stjórnarlögum vegna íbúakosn­ inga sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila inn um­ sögn er til og með 15. mars nk. Megin tilgangur frumvarps­ ins er annars vegar að einfalda og skýra reglur sem gilda um íbúakosningar sveitarfélaga og hins vegar að rýmka og lögfesta varan lega heimildir sveitarfé­ laga til að halda íbúakosningar með rafrænum hætti. Í frum­ varpinu eru einnig gerðar smá­ vægilegar breytingar á hinu lögbundna ferli, sem fylgja þarf þegar kemur að sameiningu sveitarfélaga. -mm Miklar framkvæmdir standa nú yfir á veitingastaðnum Narfeyrar­ stofu í Stykkishólmi þar sem verið er að grafa upp kjallara hússins til að stækka staðinn. „Það hefur lengi verið planið hjá okkur að bæta þess­ um kjallara við staðinn okkar, þetta er stærsta einstaka rýmið í hús­ inu,“ segja þau Sæþór Þorbergsson og Steinunn Helgadóttir eigend­ ur Narfeyrarstofu í samtali við Skessuhorn. Vegna þess hversu lágt var til lofts í kjallaranum þarf að moka töluvert úr honum svo hægt sé að nýta bet­ ur lofthæðina. „Við erum komin al­ veg niður um þrjá metra svo núna erum við bara á fullu að undirbúa að taka þetta í notkun. Planið er að vera þarna með bar sem þjónar þeim tilgangi að taka við fólki bæði fyrir og eftir mat. Þannig vonumst við til að leysa biðlistavandamálið sem við höfum oft verið að glíma við,“ segir Sæþór. „Við missum oft marga gesti því við erum ekki með neina biðstofu fyrir fólk. Vonandi náum við með þessu að halda fólk­ inu og getum boðið þeim að bíða inni,“ bætir Steinunn við. Við moksturinn komu í ljós gamlar minjar undir húsinu en þar voru nokkrar hleðslur, sú elsta talin vera frá 1750­1800. „Húsið er sennilega byggt á grunni annars húss,“ segja þau. „Hleðslurn­ ar verða allar lagaðar til og svo verða þær sýnilegar auk þess sem við ætlum að láta bergið halda sér í tveimur veggjum,“ segja Sæþór og Steinunn. „Við erum á fullu að byrja að byggja upp núna og ætlum að opna ekki seinna en í júní.“ arg Mjög víða eru þjóðvegir, sem og götur í þéttbýli, illa farnir eft­ ir tíðarfarið í vetur. Vegfarendur kannast við slitlagsskemmdir og jafnvel djúpar og varasamar holur sem víða hafa myndast í leysingun­ um. Sé óvarlega ekið er hægt að skemma bæði hjólbarða og felgur. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru því í önnum þessa dagana við við­ gerðir. Töluvert er af holum sem þarf að fylla í ásamt því að lagfæra eða skipta um stikur sem hafa farið úr skorðum vegna veðurs eða snjó­ ruðnings. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Guðjón Hrannar Björnsson og Sigurjón Hilmarsson starfsmenn Vegagerðarinnar sem voru að nýta góða veðrið fyrir síðustu helgi til að sinna þessum verkefnum á Snæ­ fellsnesi. Þeir höfðu um morguninn byrjað á Hellissandi og voru komn­ ir austur fyrir Búlandshöfða þegar ljósmyndari hitti þá félaga. Stefnan hjá þeim var að klára að holufylla og laga stikur að Grundarfirði áður en þeir hættu. Áætluðu þeir að nota þrjú tonn af viðgerðarefni í þennan kafla vegarins. mm/ Ljósm. þa Vegir eru víða illa farnir eftir veturinn Unnið í kjallaranum. Hleðslur fundust við uppgröftinn sem verða sýnilegar gest- um. Ljósm. aðsend Stækka Narfeyrarstofu í Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.