Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 202212
Fermingarbörn í Borgarbyggð ætla
að dansa í sólarhring frá föstudegi
til laugardags og um leið að safna
fyrir vatnsbrunni í Eþíópíu. „Vatns
söfnun fermingarbarna er eitt
stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkj
unnar. Okkar fermingarbörn hér í
sveitinni búa ekki við að geta geng
ið á milli húsa og safnað pening og
ætla þau að leysa það með sólar
hrings dansmaraþoni og safna um
leið áheitum,“ segir Hildur Björk
Hörpudóttir sóknarprestur í Reyk
holti í samtali við Skessuhorn. Alls
munu 45 krakkar taka þátt og munu
þau dansa á vöktum frá klukkan tvö
á föstudaginn til tvö á laugardaginn
en auk þess sem þau fá sólar hrings
fermingarfræðslu og munu vinna
ýmis verkefni. Kristín Ólafsdótt
ir frá Hjálparstarfi Kirkjunnar ætl
ar einnig að kíkja til þeirra með
fræðslu um söfnunina. „Hún mun
segja þeim nákvæmlega af hverju
við erum að safna fyrir þessu mál
efni, hvert brunnurinn sem þau eru
að safna fyrir mun fara og svo fá
þau að sjá myndband frá því svæði,“
segir Hildur Björk.
Krakkarnir munu vera í kirkjunni
í Reykholti í sólarhring; „og það er
ekkert skemmtilegra þegar maður
gistir í kirkju en að fara í ratleik svo
við munum að sjálfsögðu gera það,“
segir Hildur Björk. „Við erum svo
með pizzahóp sem ætlar að baka
pizzur en þau hafa skipt verkum
og munu sjá að mestu um allt sjálf
þennan sólarhring. Það er svo ótrú
lega skemmtilegt að gista í kirkju
og það býður upp á skemmtilegar
umræður sem fermingarbörn
in munu taka þátt í svo ég er mjög
spennt,“ bætir hún við. Fermingar
börnin hafa sjálf séð um að safna
áheitum með því að hringja í fólk
og banka upp á hjá nágrönnum sín
um. Hver og einn ræður hversu háa
upphæð hann gefur og svo þegar
krakkarnir hafa lokið við dansinn
láta fermingarbörnin alla vita sem
hafa skráð sig á þeirra lista og pen
ingnum verður safnað inn á reikn
ing. Spurð hvert hægt sé að leita ef
fólk vill styrkja, en hefur ekki feng
ið símtal frá fermingarbarni, segir
Hildur: „Þá er alltaf hægt að hafa
samband við okkur eða Heiðrúnu
Bjarnadóttur í Borgarnesi og við
finnum þá fermingarbarn sem hef
ur laust pláss á sínu blaði og setj
um viðkomandi þar,“ svarar Hildur
Björk. arg
Víkingur AK kom með um 500
tonn af loðnu til löndunar á Akra
nesi á fjórða tímanum í fyrrinótt
og var þetta önnur löndun úr skip
inu á nokkrum dögum. Vikuna
áður höfðu fleiri skip landað, með
al annarra Ásgrímur Halldórsson
SF og Svanur RE. Stöðugt er því
komið með hráefni til frystingar og
bræðslu á Akranesi þar sem unnið
er á vöktum allan sólarhringinn.
Loðnan er nú býsna dreifð um
veiðisvæðið sunnan og vestan við
landið, allt frá Fjallasjó undir Eyja
fjöllum og vestur um að Ísafjarðar
djúpi. Geirs Zoëga er skipstjóri á
grænlenska uppsjávarveiðiskipinu
Polar Ammassak. Haft er eftir hon
um á vef Síldarvinnslunnar, um síð
asta túr á skipinu, að þeir hafi byrj
að að veiða vestur af Bjargtöngum
og fengu þar um 700 tonn. Síð
an var haldið inn á Breiðafjörð og
þar hafi fengist 600 tonn í tveim
ur köstum áður en skipið var fyllt
í Nesdýpi vestur af Vestfjörð
um. Geir segir að loðnan hagi sér
undarlega og geri sjómönnum erfitt
fyrir. Hún bæði standi djúpt og sé
gisin. Þá segir Geir mikið af hval á
miðunum og hann skapi heilmikil
vandræði við veiðarnar.
Ef marka má veiðislóð Víkings
AK úr síðasta túr er svipaða sögu
að segja. Talsvert hafi þurft að hafa
fyrir þessum skammti, eins og sést á
meðfylgjandi korti af Marintraffic.
mm/ Ljósm. Guðm. St. Valdimars-
son.
Minjavernd hefur selt Hótel Fla
tey á Breiðafirði. Í frétt á visir.is
um söluna kemur fram að bæði
rekstur og húsakostur hafi ver
ið seldur. Kaupendurnir eru ekki
nefndir en haft eftir Þorsteini
Bergssyni framkvæmdastjóra
Minjaverndar að kaupendurn
ir áformi að halda áfram gisti
rekstri og ferðaþjónustu á svæð
inu. Gengið var frá kaupsamningi
í lok janúar.
Hótelið sjálft, sem heitir Stóra
pakkhús, var byggt árið 1908 en
auk þess er um að ræða Samkomu
húsið, byggt árið 1900, og Eyjólf
spakkhús frá 1908. Árið 2019 voru
svo byggð starfsmannahús ásamt
geymslu og bílskúr. Alls er húsa
kosturinn 678 fermetrar.
Húsin hafa verið í eigu Minja
verndar frá árinu 2007 sem hefur
staðið að umfangsmikilli endur
byggingu húsanna. Endurbót
um eldri húsanna lauk á árunum
2003 til 2007 og 2018 voru byggð
hús þar sem starfsmenn gætu gist.
Húsin voru áður í eigu Flateyj
arhrepps sem fékk þau úr þrota
búi gamla Íslandsbanka. Reyk
hólahreppur átti forkaupsrétt að
eignunum en sveitar stjórn tók þá
ákvörðun að nýta hann ekki. mm
Minjavernd hefur
selt Hótel Flatey
Fermingarbörn safna fyrir
vatnsbrunni með dansi
Síðastliðinn laugardagsmorgun kom
Svanur RE til hafnar á Akranesi með
loðnu. Á hinum hafnarkantinum lá
svo við kaja Wilson Garston sem var
að lesta loðnumjöli sem framleitt
hefur verið á vertíðinni.
Loðnan er mjög dreifð og þarf að hafa fyrir veiðunum
Víkingur AK kom með um 500 tonn á Akranes aðfararnótt þriðjudags. Hér má sjá siglingaleið Víkings úr síðasta túr, með upphafs- og lokapunkt á Akra-
nesi, en síðan allt frá sunnan við land og vestur í djúp.