Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2022 15 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Sunnudagur 13. mars Sunnudagaskóli kl. 10 Messa kl. 11 Leirárkirkja guðsþjónusta kl. 11 Innra-Hólmskirkja guðsþjónusta kl. 20 Miðvikudagur 16. mars Bænastund kl. 12:15 – súpa að lokinni bænastund í Vinaminni Karlakaffi kl. 13:30 - Gestur fundarins verður Ólafur Aldolfsson formaður Þróunarfélags Grundartanga sem fjallar um það sem er í deiglunni þar. Garða- og Saur- bæja prestakall SK ES SU H O R N 2 02 2 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Verkalýðsfélag Akraness S K E S S U H O R N 2 02 2 Orlofshús VLFA -PÁSKAR – Vikuna 7-15 mars er hægt að sækja um páskavikuna í orlofs- húsunum okkar. Hafið samband við skrifstofu í síma 430-9900 eða með tölvupósti á netfangið vlfa@vlfa.is Við drögum út páskavikuna eftir hádegi þann 16. mars. Hringt verður í þá heppnu samdægurs. -SUMAR – Sumarúthlutun í alla bústaði félagsins er þann 4. apríl 2022. Umsóknartímabilið er 1. - 31. mars. Hægt er að sækja um á félaga- vefnum okkar inni á vlfa.is en þar er einnig hægt að nálgast umsókn sem hægt er að fylla út og koma til okkar á Þjóðbraut 1. Við vekjum sérstaklega athygli á að félagið hefur tekið á leigu orlofsíbúð á Spáni en allar upplýsingar um hana eru komnar á heimasíðuna okkar vlfa.is. Þjóðbraut 1 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | skrifstofa@vlfa.is Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aflaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útflutning á óunnum gámafiski, en slíkt myndi skapa fjölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og efla atvinnulífið. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórefla upplýsingaflæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakerfisins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakerfisins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is l l l l l l l l l l l l l l l Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Stykkishólmsbær Hafnargötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 433-8100 netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 SK ES SU H O R N 2 02 2 AUGLÝSING Samþykkt deiliskipulag fyrir Súgandisey í Stykkishólmsbæ Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti þann 24. febrúar, 2022 tillögu að deiliskipulagi fyrir Súgandisey í Stykkishólmi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. desember til og með 4. febrúar 2022. Athugasemdir sem bárust gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún nú verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Deiliskipulagið má finna á heimasíðu Stykkishólms. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Stykkishólmi, 4. mars 2022. Kristín Þorleifsdóttir Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög H r y l l i n g s ­ myndahátíð­ in Frostbiter verður haldin í sjötta skipt­ ið á Akranesi um helgina. Hátíðin hefst klukkan 18 á fös tudaginn og verða all­ ir viðburð­ ir henn­ ar haldnir á fyrstu hæð­ inni í Gamla Landsbanka­ húsinu á Suðurgötu 57 við Akratorg. Opnunar­ mynd há­ t í ð a r i n n ­ ar er myndin M i r a c l e Valley eftir Greg Sestero og mætir Se­ stero sem sér­ stakur gestur á hátíðina og svarar spurn­ ingum gesta eftir sýningu myndarinn­ ar. Myndin fjallar um ljósmyndara og kærustu hans sem fara í eyði­ merkurferð í leit að afar s ja ldgæfum fugli. Þar er s a m b a n d i þeirra fljót­ lega ógnað af illum öflum sem veldur því að þau þurfa að horfast í augu við djöfla úr fortíð, nútíð og fram­ tíð. Greg Sestero er þekktastur fyrir leik sinn í bíómyndinni The Room frá árinu 2003 en sú mynd náði því í framhaldinu að verða valin ein besta versta mynd allra tíma. Óskars verðlaunamyndin The Disaster Artist í leikstjórn James Franco var byggð af bók Greg með sama nafni sem fjallaði um gerð þeirrar myndar en bróðir James, Dave Franco, leikur Greg í myndinni. Ársæll Rafn Erlingsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að það stefni í góða hátíð. „Við erum að fá á hátíðina þekkt­ an mann úr költ myndinni The Room sem margir hafa séð og er þetta fyrsta myndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Hann er bú­ inn að gera nokkrar stuttmyndir og er mikill hryllingsmynda aðdá­ andi. Á laugardagskvöldinu verð­ um við svo með „Party Screen­ ing“ þar sem við verðum með kjötsúpu og íslenskt brennivín og sýnum eina gamla og góða hryll­ ingsmynd til að loka hátíðinni með stæl.“ Fjöldi af hryllingsstuttmynd­ um frá öllum heimshornum verða sýndar á hátíðinni eins og frá Bretlandi, Kanada, Frakklandi, Chile, Spáni, Taívan, Grikklandi, Brasilíu og Íslandi ásamt sér­ stökum viðburðum. Frítt er á all­ ar sýningar og viðburði hátíðar­ innar. vaks Hryllingsmyndahátíðin Frostbiter á Akranesi um næstu helgi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.