Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2022 21 Stykkishólmsbær Hafnargötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 433-8100 netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 SK ES SU H O R N 2 02 2 AUGLÝSING Samþykkt deiliskipulag fyrir miðbæ austan Aðalgötu í Stykkishólmsbæ Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti þann 9. desember, 2021 tillögu að deiliskipulagi fyrir miðbæ austan Aðalgötu í Stykkishólmi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 19. maí 2021 til og með 30. júní 2021. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar. Óverulegar breytingar á tillögunni gáfu ekki tilefni til þess að hún yrði auglýst að nýju og hefur hún nú verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Deiliskipulagið má finna á heimasíðu Stykkishólms. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Stykkishólmi, 4. mars 2022. Kristín Þorleifsdóttir Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar Skagabón ehf. auglýsir eftirfarandi nýjung! Við hjá Skagabón þökkum Skagamönnum og nærsveitungum fyrir frábærar viðtökur! Nú erum við hjá Skagabón ehf. að fara af stað með áskriftarkerfi fyrir fyrirtæki og einstaklinga! Áskriftarkerfi: Pakki 1: 202.000kr Í áskrift 120.000kr Pakki 2: 150.000kr Í áskrift 100.000kr Pakki 3: 96.000kr Í áskrift 75.000kr Pakki 4: 68.000kr Í áskrift 45.000kr Pakki 5: 142.000k Í áskrift 100.000kr Pakki 6: 122.000kr Í áskrift 80.000kr Pakki 7: 118.00kr Í áskrift 67.000kr Hægt er að sjá kerfin inn á SkagaBón facebook síðu, en von bráðar opnar bókunarsíðan www.skagabon.is Sími 771-6866, Instagram: Skagabon. Stöðvarstjóra N1 í Ólafsvík Dagur í lífi... Nafn: Einar Rúnar Ísfjörð Fjölskylduhagir/búseta: Bý í Ólafsvík með konu minni Guðnýju Maríu Bragadóttur og uppkomn­ um syni mínum Ágústi Ísfjörð. Ég á einnig dóttur, Elsu Björk Einars­ dóttir, en hún býr í Reykjavík ásamt manni sínum Daníel Inga og syni, Aroni Gauta Daníelssyni. Starfsheiti/fyrirtæki: Stöðvar­ stjóri hjá N1 Ólafsvík Áhugamál: Allskonar græjur og tæki, er mikill græjukarl (mynda­ vélar, drónar o.fl.) og síðan húsbíll­ inn okkar Guðnýjar minnar sem við köllum Tene. Dagurinn: Fimmtudagurinn 3. mars 2022 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Ég vakna klukkan 6.40 og á það til að setja klukkuna í símanum á snooze (hver kannast ekki við það)? Ég fer á fætur kl. 7.15 og byrja á því að skella mér í sturtu, þá vakn­ ar maður vel. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég borða ekki þannig morgunmat og fæ mér yfirleitt ekkert að borða fyrr en um klukkan 10 á morgn­ ana nema þá að ég sé á Tenerife, þá klikka ég ekki á morgunmatnum. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fer af stað í vinnuna um 7.45 og fer á bílnum (ætti samt að labba ... hóst). Fyrstu verk í vinnunni? Opna stöðina, moka frá hurðinni ef það hefur snjóað eitthvað, tek inn blöð­ in og kem í standinn. Síðan er far­ ið í að gera bakkelsið klárt í ofninn fyrir bakstur dagsins. Hvað varstu að gera klukkan 10? Spá í hvort ég ætti nú ekki að fá mér einhvern morgunmat. Hvað gerðirðu í hádeginu? Þá er ég nú í flestum tilfellum að afgreiða svanga viðskiptavini N1 Ólafsvík­ ur með pylsu eða eitthvað bakkelsi. Hvað varstu að gera klukkan 14? Taka saman pöntun fyrir viðskipta­ vini sem við síðan keyrðum út til þeirra. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Í flestum tilvikum hætti ég um klukkan 16 og þá er ég búinn að fara út með allt rusl og pappa. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fer heim og slappa aðeins af, kíki að­ eins í tölvuna og spila kannski einn tölvuleik. Hef gaman af MS Flight Simulator og tek stundum flug yfir Snæfellsnesið, það er bara sturl­ un að fljúa í þessum hermi og þá í sýndarveruleika VR. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Það var nýtt sem ég fann á netinu, kjúklingur og eggjanúðl­ ur með eggjum, sojasósu og sesam­ olíu, klikkar ekki. Og já, ég eldaði sjálfur. Hvernig var kvöldið? Kvöldið var frekar rólegt, var algjör sófakartafla og horfði á Sjónvarp Símans (sem er hættulegt þegar heilu þátta­ raðirnar eru komnar inn). Maður á stundum erfitt með að hætta að glápa. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að sofa seint (var að glápa á sjónvarp­ ið) fór ekki að sofa fyrr en klukkan að ganga eitt. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Fékk mér vatnsglas og var að spá í að fá mér appelsínukex en hætti við það. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Tja, bara góður dag­ ur að vanda hérna í Ólafsvík, gleði í hjarta með að vonandi sé þessu leiðinda veðri að fara að slota og koma sumar. Eitthvað að lokum? Nei ekkert sérstakt , það er gaman að fá að taka þátt í svona. Dagur í lífi fékk mig til að hugsa einmitt um hvað er það sem maður er að gera heilu dagana og hvað gerir maður þegar heim er komið. He, he, það er kannski of oft sem maður er góður við sjálf­ an sig og gerist sófakartafla frekar en að reyna að gera eitthvað fyrir til dæmis heilsuna og fara að ganga eða eitthvað. Þegar ég fer í þann gírinn: Nú skal fara í göngutúr eða taka til í kompunni... Þá sest ég oft í sófann og þessi hugsun líður hjá! Takk fyrir mig. Á dögunum hélt drengja­hluti Club71 aðalfund sinn. Club71 er félagsskapur úr árgangi fólks fædd­ um 1971 á Akranesi og er mark­ miðið að sameina það að gleðjast og láta gott af sér leiða í leiðinni. Á aðalfundinn að þessu sinni mætti fjölda góðra gesta en boðið var upp á kótelettur í raspi og tilheyrandi meðlæti. Heiðursgestir voru tón­ listarparið Regína Ósk og Svenni Þór sem fluttu nokkur góð lög en tóku einnig nokkur lög með fundarmönnum við mikinn fögn­ uð. Á fundinn mætti einnig Lena Daníelsdóttir en klúbburinn af­ henti henni fyrsta framlagið í söfn­ un sem hún er að hleypa af stokk­ unum fyrir bróður sinn, Pétur Daníelsson, sem glímir við erfið veikindi. Pétur er sonur Rakelar Rutar Þórisdóttur sem er einmitt úr ár­ gangi 71 á Akranesi. Hann fæddist með alvarlegan hjartagalla og hefur þurft að glíma við ýmislegt í lífinu. Í september árið 2020 lenti Pétur, þá aðeins 27 ára gamall, í því að fá mjög alvarlegt heilablóðfall. Pétur lamaðist á hægri hlið og var í hjóla­ stól fyrstu vikurnar og átti mjög erfitt með að tala og tjá sig. Þarna þurfti hann að læra allt upp á nýtt. Er hann nú búinn að vera í langri endurhæfingu sem hefur sem bet­ ur fer gengið ágætlega en hann var mjög lengi að ná að geta geng­ ið aftur og hann haltrar enn og er með hamlaða hreyfigetu. Pétur er tveggja barna faðir. „Það var því heiður fyrir klúbb­ inn að leggja fram fyrsta fram­ lagið í söfnunina. Þeir sem vilja rétta fram hönd til hjálpar Pétri þá er það hægt að gera með styrk í gegnum eftirfarandi reikning: Kt: 150694­3029. Reikningsnúmer: 0537­14­400623,“ segir í tilkynn­ ingu frá Club71. Hópur sem kemur víða við Eins og lesendur Skessuhorns þekkja er árgangur 71 á Akranesi óvenju samheldinn og hefur sem hópur staðið fyrir ýmsum góð­ gerðarmálum og menningarvið­ burðum á Akranesi síðustu 15 árin eða svo. Ber þar hæst Þorrablót Skagamanna sem hópurinn kom í gang og sá um í tíu ár samfellt, en þessi viðburður hefur gefið af sér nokkrar miljónir árlega sem runnið hafa óskiptar til góðgerðar­ og íþróttamála á Akranesi. Einnig Að gleðjast og láta gott af sér leiða er markmið Club71 mætti nefna Brekkusöng bæjarhá­ tíðarinnar Írskra daga, en þennan viðburð sækja þúsundir manna á ári hverju í boði hópsins og sam­ starfsaðila. Ýmsir einstakir við­ burðir hafa verið haldnir á vegum félagsskaparins í gegnum tíðina en hópurinn fékk Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar árið 2016. Síðasta vor stóð félagsskapurinn fyrir viðburðinum „Stokkið fyr­ ir Svenna.“ Tilgangurinn var að safna áheitum til kaupa á sér stöku rafhjóli fyrir einn úr árgangn­ um, Sveinbjörn Reyr, sem lenti í alvarlegu slysi. Viðburðurinn fór langt fram úr væntingum og 177 stökkvarar stukku í sjóinn af smá­ bátabryggjusvæðinu á Akranesi. Rúmlega átta milljónir króna söfn­ uðust en markmiðið var 2­3 millj­ ónir. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.