Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2022 31
Um liðna helgi var sannköll
uð glímuveisla í Búðardal þar sem
Glímufélag Dalamanna og Glímu
deild Njarðvíkur sameinuðu krafta
sína í Dalabúð og héldu sameigin
legar æfingar fyrir börn og ung
menni. Hópurinn æfði saman ís
lenska glímu og deildu þekkingu
og reynslu sín á milli. Glímu
deild Njarðvíkur heldur einnig
uppi öflugu starfi í júdó, backhold
og brasílísku Jii Jitsu. Dalabörnin
fengu að spreyta sig í helstu grunn
atriðum þessara íþrótta undir leið
sögn þjálfara GDN. „Helgin vakti
mikla lukku hjá hópnum og miklar
líkur á að svona sameiginlegar æf
ingar verði endurteknar við fyrsta
tækifæri,“ segir í frétt frá Glímufé
lagi Dalamanna. mm/glþ
ÍA lék tvo leiki í vikunni í 1. deild
karla í körfuknattleik og var sá fyrri
gegn liði Hamars á föstudaginn og
fór hann fram í íþróttahúsinu við
Vesturgötu á Akranesi. Leikurinn
var fremur jafn allan tímann, en
lukkudísirnar voru með Hamars
mönnum og lokastaðan 81:84 fyr
ir þeim.
ÍA og Hrunamenn mættust síðan
á mánudagskvöldið og fór leikurinn
fram á Flúðum. Leikurinn byrjaði
fjörlega og jafnræði var með liðun
um út fyrsta leikhluta, staðan 21:24
fyrir ÍA. Í öðrum leikhluta voru
Skagamenn með yfirhöndina fyrri
hlutann en Hrunamenn náðu að
minnka muninn fyrir hálfleikshléið
og staðan 48:49 fyrir ÍA.
Spennan hélt áfram í leiknum í
þriðja leikhluta og var nánast jafnt
á öllum tölum. Hrunamenn voru
þó ívið sterkari og höfðu sex stiga
forskot þegar leikhlutanum lauk,
70:64. Í fjórða og síðasta leikhluta
hélt spennan áfram, ÍA náði góð
um kafla og komst sex stigum yfir
en heimamenn neituðu að gefast
upp og komust einu stigi yfir undir
lok leiksins með þriggja stiga körfu
Clayton Ladine. Cristopher Clover
kom Skagamönnum yfir á síð
ustu mínútunni en Kristófer Tjörvi
Einarsson svaraði með tveggja stiga
körfu þegar tólf sekúndur voru eft
ir af leiknum. Skagamenn geystust
í sókn en þriggja stiga skot Lucien
Christofis fór ekki ofan í og Hruna
menn fögnuðu naumum sigri, 93:92.
Stigahæstir hjá ÍA í leiknum voru
þeir Lucien Christofis og Cristopher
Clover með 25 stig hvor, Aron Elvar
Dagsson var með 16 stig og Þórð
ur Freyr Jónsson með 15 stig. Hjá
Hrunamönnum var Clayton Ladi
ne með 28 stig og 10 stoðsendingar,
Kent Hanson var með 26 stig og 11
fráköst og Yngvi Freyr Óskarsson
með 20 stig.
Skagamenn eru sem fyrr neðst
ir með tvö stig í deildinni og Ham
ar þar fyrir ofan með átta stig en eitt
lið fellur. ÍA á fjóra leiki eftir og eru
á hraðri leið niður í 2. deild. Næsti
leikur ÍA er á fimmtudaginn gegn
Hetti fyrir austan og hefst klukkan
19.15. vaks
Skallagrímur fór í langferð síð
asta föstudag og lék gegn liði Hatt
ar í 1. deild karla í körfuknattleik
og fór leikurinn fram í MVAhöll
inni á Egilsstöðum. Leikurinn var
jafn í byrjun, um miðbik fyrsta leik
hluta var staðan 11:11 en þá skor
uðu heimamenn ellefu stig í röð og
staðan allt í einu 22:11 fyrir Hetti.
Staðan breyttist lítið eftir það og
var hún 26:17 fyrir Hött við lok
fyrsta leikhluta. Skallagrímur var
snöggur til að jafna metin í öðrum
leikhluta og var munurinn aðeins
þrjú stig þegar liðin fóru inn í hálf
leikshléið, staðan 43:40 og allt útlit
fyrir spennandi leik.
En heimamenn voru ekki á sama
máli, náðu fljótt undirtökunum í
þriðja leikhluta og leiddu með tólf
stigum þegar flautan gall, 71:59.
Hattarmenn gengu síðan á lagið í
fjórða og síðasta leikhluta, keyrðu
yfir gestina sem voru fámennir
og unnu öruggan sigur, lokatölur
104:85 fyrir Hött.
Skallagrímsmenn voru eins og
áður sagði frekar fámennir í leikn
um en einungis voru átta leik
menn á skýrslu vegna veikinda og
meiðsla í leikmannahópnum. Haf
þór Ingi Gunnarsson, sem fagn
aði fertugsafmæli sínu í september
á síðasta ári, svaraði kallinu og lék
alls í tíu mínútur í leiknum en náði
ekki að komast á blað. Hann náði
ekki heldur að verða föðurbetrung
ur því faðir hans, Gunnar Jónsson,
lék árið 2001 leik með Skallagrími
í efstu deild í körfubolta þá 41 árs
gamall. Til gamans má geta þess að
í þeim leik lék einnig sonur hans
umræddur og náðu þeir því að
leika saman feðgarnir í síðasta leik
Gunnars á ferlinum.
Stigahæstir í leiknum gegn Hetti
voru þeir Bryan Battle sem var með
38 stig, Simun Kovac var með 14
stig og þeir Davíð Guðmunds
son og Bergþór Ægir Ríkharðs
son með 11 stig hvor. Hjá Hetti
var Timothy Guers með 27 stig,
Arturo Rodriguez með 25 stig og
þeir Matija Jokic og Matej Karlovic
með 13 stig.
Næsti leikur Skallagríms er gegn
Hrunamönnum föstudaginn 11.
mars í Borgarnesi og hefst klukk
an 19.15.
vaks
Snæfell gerði sér ferð í Grafar
voginn síðastliðið miðvikudags
kvöld og lék gegn Fjölni B í 1. deild
kvenna í körfuknattleik. Fjöln
ir var fyrir leikinn í neðsta sætinu
ásamt Vestra með aðeins fjögur stig
á meðan Snæfell er í harðri baráttu
um að komast í úrslitakeppnina.
Það var þó ekki hægt að sjá mikinn
mun á liðunum í fyrsta leikhluta
því staðan eftir rúman fimm mín
útna leik var jöfn, 8:8. Bæði lið voru
að hitta mjög illa og stigaskorið eft
ir því en staðan við lok fyrsta leik
hluta var 12:10 Fjölni í vil. Spenn
an hélt áfram fram í miðjan annan
leikhluta og þá var staðan enn jöfn,
18:18, en þá tók Snæfell loks af
skarið. Þær skoruðu tólf stig gegn
aðeins fjórum stigum Fjölnis og
fóru inn í hálfleikinn með átta stiga
forystu, 22:30.
Í þriðja leikhluta breyttist stað
an ekki mikið, forskot Snæfells
var yfir leitt um og yfir tíu stig og
var ellefu stig þegar þriðji leik
hluti rann sitt skeið á enda, staðan
34:45 Snæfelli í vil. Það var síðan
ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem
getumunurinn á liðunum kom í
ljós. Þá lét Snæfell sverfa til stáls
ins og voru komnar með 20 stiga
forystu um miðbik leikhlutans,
38:58. Þá gáfust Fjölnisstúlkur upp
og gestirnir keyrðu yfir þær seinni
hluta leikhlutans, lokastaðan stór
sigur Snæfells, 45:72.
Snæfell var eftir leikinn í þriðja
sæti deildarinnar með 22 stig og í
mikilli baráttu við KR, Aþenu og
Þór Akureyri um að komast í úr
slitakeppnina en Ármann og ÍR
eru örugg með sæti í henni. Snæ
fell á tvo leiki eftir í deildinni, gegn
HamriÞór og ÍR og ætti að nægja
að vinna annan þeirra leikja til að
komast í úrslitakeppnina. Það er því
hörkubarátta fram undan og verður
spennandi að fylgjast með hvaða lið
tryggja sér sætin en deildinni lýkur
um miðjan mars.
Stigahæstar hjá Snæfelli voru þær
Rebekka Rán Karlsdóttir sem var
með 27 stig, Dagný Inga Magnús
dóttir var með 13 stig og Minea
Takala með 11 stig. Hjá Fjölni var
Emma Hrönn Hákonardóttir með
15 stig, Heiður Karlsdóttir með 9
stig og 10 fráköst og þær Stefania
Osk Olafsdottir og Stefanía Tera
Hansen með 6 stig.
Næsti leikur Snæfells er gegn
HamriÞór laugardaginn 12. mars
í Stykkishólmi og hefst klukkan 16.
vaks
Snæfell vann þægilegan sigur
á B-liði Fjölnis
Snæfell vann öruggan sigur á Fjölni B. Hér fyrir leik gegn Aþenu um síðustu helgi.
Ljósm. sá
Skagamenn töpuðu naumlega
fyrir Hamri og Hrunamönnum
Glímuveisla í Búðardal
Skallagrímur tapaði á móti Hetti fyrir austan