Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 202214 Í Grundarfirði standa þær Ágústa Einarsdóttir og Rut Rúnarsdóttir, þjálfarar hjá Líkamsræktinni, fyr­ ir heilsueflingu eldri íbúa bæjarins. Þá kemur hópurinn saman fjór­ um sinnum í viku og stundar heil­ næma hreyfingu; tvisvar sinnum í sal Líkams ræktarinnar og tvisvar sinnum í sal íþróttahússins. Miðvikudaginn 2. mars síðast­ liðinn var hefðbundin dagskrá að­ eins brotin upp í tilefni Öskudags­ ins. Þá mætti sjúkraflutningamað­ urinn Tómas Freyr Kristjánsson og fór yfir fyrstu viðbrögð við með­ vitundarleysi og notkun hjarta­ stuðtækis í slíkum tilfellum. Iðk­ endur voru mjög áhugasamir um fræðsluna og fengu svo að æfa sig í hjartahnoði svona til að fá einhverja hreyfingu. Í lok tímans var svo skál­ að í engiferdrykk sem rann ljúflega niður. mm/ Ljósm. áe Vetrardagar verða haldnir á Akra­ nesi dagana 17. til 20. mars en þeir voru haldnir fyrst árið 2016 og hafa undanfarin ár verið und­ ir heitinu Írskir vetrardagar. Há­ tíðin var síðast haldin árið 2020 en var frestað í fyrra vegna far­ aldursins. Sigrún Ágústa Helgu­ dóttir hjá Akraneskaupstað seg­ ir að markmið Vetrardaga séu að stofnanir Akraneskaupstaðar, fyr­ irtæki og bæjarbúar eru hvatt­ ir til sjálfsprottinnar þátttöku til að glæða bæjarbraginn lífi. Þá er þetta kjörið tækifæri fyrir menn­ ingartengda viðburði, aukinn opnunartíma í verslunum, opn­ ar vinnustofur, „pop up“ matseðla á veitingahúsum eða aðrar uppá­ komur. Sigrún Ágústa segir einnig að þau treysti algjörlega á bæjarbúa, stofnanir og fyrirtæki til að setja saman dagskrá. Síðan er það sem er alltaf á boðstólum alla jafnan eins og til dæmis Fjölskyldutím­ ar á Smiðjuloftinu og Sögustund á bókasafninu þar sem verið er að benda á það sem er fyrir og til að vekja athygli á því. Þeir sem vilja enn taka þátt geta haft samband fyrir fimmtudaginn 10. mars. Staðfestir viðburðir á vetrar­ dögunum í ár eru til dæmis tón­ leikar hjá Karlakórnum Svönum og rokktónleikar í Landsbanka­ húsinu. Kellingar ganga heim að Görðum verður laugardaginn 19. mars þar sem gengið verður um Garðasvæðið og kirkjugarðinn. Föstudaginn 18. mars verður Dansstúdíó Díönu og FIMÍA með opna æfingu fyrir börn þriggja til sjö ára. Þá verður Hallbera Jó­ hannesdóttir með upplestur úr bókum sínum á Byggðasafninu sunnudaginn 20. mars. vaks Sigga Dóra Matthíasdóttir er ný hótelstýra á Laugum í Sælingsdal fyrir sumarið. Sigga Dóra var að­ stoðarhótelstýra síðasta sumar og þekkir því vel til svæðisins. „Hér er dásamlegt að vera og ég er rosalega þakklát að hafa fengið þetta starf,“ segir Sigga Dóra ánægð. Hótelið verður opnað 1. maí og ætlar hún að vera með mikið líf á svæðinu í allt sumar. „Ég ætla að vera með allskon­ ar skemmtilegar uppákomur fyr­ ir gesti og sveitunga, ég held að það vanti hér á svæðinu. Ég ætla að vera dugleg að fá hljómsveitir til að koma og aðra skemmtikrafta eins og Siggu Kling og fleiri,“ seg­ ir Sigga Dóra. „Það var mjög mikið að gera hér síðasta sumar og mikið fjör og ég get sagt að þetta sumar verður ekki síðra. Ég hef verið að stjórna alls konar skemmtikvöld­ um og svona viðburðum í gegnum árin og því alveg á heimavelli,“ bæt­ ir hún við. arg Sigga Dóra Matthíasdóttir verður hótel stjóri á Hótel Laugum í Sælings- dal í sumar. Ljósm. aðsend Ætlar að hafa líf og fjör á Hótel Laugum í sumar Laugar í Sælingsdal. Ljósm. úr safni Vetrardagar á Akranesi 17. til 20. mars Þær Ágústa Einarsdóttir og Rut Rúnarsdóttir stilltu sér upp fyrir framan hópinn að loknum tímanum. Farið yfir réttu handtökin í leikfimi eldri borgara Tómas Freyr kynnir réttu handbrögðin fyrir þessum duglega hópi. Jóhanna Hallgerður Halldórsdóttir hnoðar dúkkuna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.