Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 202210 Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að fiskvegur í jarð­ göngum við Barnafoss í Borgarfirði skuli háður mati á umhverfisáhrif­ um samkvæmt lögum nr. 111/2021. Fyrirhuguð framkvæmd felst í að gera jarðgöng sunnan Hvítár við Barnafoss. Erindið er lagt fram af Verkís fyrir hönd Veiðifélags Hvítár og Norðlingafljóts en Stefán Stef­ ánsson í Fljótstungu er skrifaður fyrir fyrirspurninni. Í greinargerð vegna verkefnisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að neðri endi fisk­ vegarins opnist út í Hvítá um 70 metra neðan við göngubrú skammt frá Barnafossi. Frá þeim stað mun fiskvegurinn liggja í jarðgöngum í bergi austur með Hvítá og opnast að ofanverðu um 40 metra ofan við Barnafoss. Jarðgöngin verða á um 10 metra dýpi. Áætlað er að göngin verði um 240 metra löng, 3,6 metr­ ar á breidd og 4,1 metri á hæð. Fiskvegurinn verður svokallað­ ur raufastigi og til hliðar við hann verður göngubraut til viðhalds og eftirlits. Þrep í fiskvegi verða stein­ steypt með járnbentri steypu. Í fyrirspurn framkvæmda aðila kemur fram að tilgangur fram­ kvæmdarinnar sé að gera Hvítá lax­ genga ofan við Barnafoss með það að markmiði að koma upp sjálf­ bærum laxastofni í Norðlingafljóti. „Framkvæmdin mun ekki hafa áhrif á eðli eða ásýnd fossanna á svæðinu og ekki á náttúrulega þró­ un Barnafoss. Framkvæmdin muni ekki hafa neikvæð áhrif á þau verð­ mæti sem friðlýsingu náttúruvætt­ isins er ætlað að vernda. Göngur á laxi í Norðlingafljót munu ekki hafa áhrif á stofna bleikju og urriða ofan Barnafoss, sem hafa aðgang að vatnasvæði Arnarvatnsheiðar. Auk­ in framleiðni Norðlingafljóts opnar nýja tekjumöguleika á svæðinu og er framkvæmdin líkleg til að hafa jákvæð áhrif á efnahag nærsamfé­ lagsins,“ segir í fyrirspurn fram­ kvæmdaaðila um matsskyldu. Líkleg til að hafa umhverfisáhrif Ákvörðun Skipulagsstofnunar er afdráttarlaus, en í niðurstöðu segir: „Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofn­ unar að fyrirhuguð framkvæmd er líkleg til að hafa umtalsverð um­ hverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmd­ in háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 30. gr. laga um um­ hverfismat framkvæmda og áætl­ ana má kæra ákvörðunina til úr­ skurðarnefndar umhverfis­ og auð­ lindamála. Kærufrestur er til 1. apr­ íl 2022.“ Skipulagsstofnun rökstyð­ ur ákvörðun sína m.a. með því að mikill fjöldi ferðamanna heimsæki Hraunfossa og Barnafossa ár hvert auk þess sem um er að ræða friðlýst náttúruvætti. „Möguleg áhrif fram­ kvæmda varða því mikinn fjölda fólks. Um er að ræða óafturkræfa framkvæmd. Að mati Skipulags­ stofnunar er mikil óvissa um áhrif framkvæmdarinnar en í ljósi stærð­ ar, hönnunar og umfangs fram­ kvæmdarinnar og verndargildis svæðisins eru þau líkleg til að verða umtalsverð.“ mm Mikill velvilji er í samfélaginu vegna ástandsins í Úkraínu og ná­ grannalöndum þess sem hafa tek­ ið á móti fólki á flótta. Á sérstöku vefsvæði þar sem tekin eru saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda við innrás Rússlands í Úkraínu er að finna upplýsingar um hvernig einstaklingar geta veitt stuðning til Úkraínu þannig hann nýtist sem best. Stjórnarráð Íslands tók með­ fylgjandi saman: „Um leið og fréttir bárust af innrásinni ákvað Ísland að veita þá þegar 150 millj. kr. til mannúðar­ aðstoðar vegna Úkraínu sem skipt­ ast jafnt á milli Alþjóðaráðs Rauða krossins, Úkraínusjóðs samhæf­ ingarskrifstofu Sameinuðu þjóð­ anna í mannúðarmálum (OCHA) og Flóttamannastofnunar Sam­ einuðu þjóðanna (UNHCR). Viðbótarframlag að upphæð 150 millj. kr. var svo veitt þann 2 mars. Á næstu dögum skýrist hvernig framlaginu verður best varið til að mæta brýnum mannúðarþörfum. Beinn fjárhagstuðning- ur og sending hjálpar- gagna Bein fjárframlög frá almenningi koma eins og sakir standa að betri notum en útbúnaður og gögn. Því er mælst til þess að þeir sem vilja leggja hjálparsamtökum og öðr­ um lið vegna stöðunnar í Úkra­ ínu skoði beinan fjárstuðning við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök sem nú þegar eru á vettvangi. Eftirfarandi fjár­ safnanir eru í gangi á vegum ís­ lenskra félagasamtaka og eru í samstarfi við utanríkisráðuneytið: Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Hjálpar starf kirkjunn­ ar, Rauði krossinn á Íslandi, SOS barnaþorpin á Íslandi, Landsnefnd UNICEF á Íslandi og Landsnefnd UN Women á Íslandi. Sendingar sem ekki hefur bein­ línis verið óskað eftir eiga það á hættu að teppa flutningsleiðir fyrir forgangssendingum. Rétt er því að vekja athygli á því að ekki er æski­ legt að hefja sendingar á birgðum eða vistum á eigin spýtur nema móttaka og ráðstöfun gagnanna hafi fyrirfram verið tryggð af hálfu móttakanda. Sendingar með ýms­ um varningi eru þegar teknar að hrannast upp í hjálparmiðstöðvum grannríkja Úkraínu. Yfirvöld vinna af fullum krafti við að skipuleggja sem best allar hliðar hjálparstarfs. Ísland er að­ ili að Almannavarna­ og mann­ úðarsamhæfingardeild Evrópu­ sambandsins (The Emergency Response Coordination Centre ERCC) sem gegnir samhæf­ ingarhlutverki neyðaraðstoð­ ar vegna Úkraínu og nágranna­ ríkjanna. Lögð er mikil áhersla á að löndin veiti skipulagða aðstoð sem er vandlega forgangsraðað. Almannavarnadeild ríkislögreglu­ stjóra er tengiliður Íslands við þetta samstarf og sér um samhæf­ ingu vegna þess hér innanlands. Sjálfstæð félagasamtök vinna jafnframt af fullum krafti að því að veita liðsinni í gegnum þau skipu­ lögðu úrræði og tengingar sem þau samtök hafa á alþjóðavísu. Fólk á flótta Ef þú þekkir til eða ert í samskipt­ um við fólk á flótta sem vill leggja leið sína til Íslands er þér bent á upplýsingasíðu Útlendingastofn­ unar á íslensku og á ensku. Þar koma alltaf fram nýjustu upplýs­ ingar fyrir fólk frá Úkraínu sem hyggst koma til Íslands. Að undangengnu samráði, inn­ an lands sem utan, hefur dóms­ málaráðherra ákveðið að virkja 44. gr. útlendingalaga nr. 80/2016 þegar í stað, vegna fjöldaflótta í kjölfar innrásar Rússlands í Úkra­ ínu. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá ákvörðun ESB að virkja samskonar úrræði með tilskipun nr. 2001/55/EB um tímabundna vernd vegna fjöldaflótta. Móttaka flóttamanna hérlendis mun ná til sömu skilgreindu hópa og þeirra sem ESB hefur ákvarðað. Þessi að­ ferð er fyrst og fremst til þess að geta veitt þeim sem flýja Úkra­ ínu skjóta og skilvirka aðstoð, nán­ ar tiltekið tímabundna vernd, án þess að móttakan og aðstoðin verði verndarkerfi Íslands ofviða. Þá hef­ ur Útlendingastofnun tekið saman upplýsingar sérstaklega fyrir fólk sem er að flýja frá Úkraínu. Aðstoð á Íslandi Flóttamannanefnd hefur verið falið að fylgjast náið með framvindu mála er varða fólk á flótta frá Úkra­ ínu, bæði í samráði við Norður­ lönd, önnur Evrópuríki sem og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem að fylgj­ ast sérstaklega vel með aðstæðum á landamærum nágrannaríkja lands­ ins. Félags­ og vinnumarkaðsráðu­ neytið hefur skipað sérstakt að­ gerðateymi vegna komu einstak­ linga á flótta frá Úkraínu. Teymið fer með yfirstjórn aðgerða og vinna að skipulagningu á móttöku fólks frá Úkraínu. Þá er ráðgert að opnuð verði sameiginleg rafræn gátt fyrir til­ boð um aðstoð svo tryggja megi yfir sýn og meta þörf og eftirspurn. Sérstaklega á það við um tilboð um húsnæði til skemmri eða lengri tíma.“ mm Vilhjálmur Birgisson, formað­ ur Verkalýðsfélags Akraness, hef­ ur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Starfsgreinasam­ bandi Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu Verkalýðsfélags Akra­ ness. Þing Starfsgreinasambands­ ins verður haldið dagana 23. til 25. mars næstkomandi á Akureyri og á þinginu verður meðal annars kos­ ið til formanns, varaformanns og í framkvæmdastjórn Starfsgreina­ sambandsins. Vilhjálmur segir á síðunni að undanförnu hafi hópur formanna innan SGS og fulltrúa sem munu sitja þingið hafa haft samband við sig og skorað á hann að bjóða sig fram til formanns SGS. Hann tek­ ur það einnig fram að formennska í SGS hafi ætíð verið hlutastarf og hafi því ekki áhrif á starf hans sem formaður í Verkalýðsfélagi Akra­ ness enda fari vinna við að vera for­ maður stéttarfélags og formaður Starfsgreinasambandsins mjög vel saman. Það hafi ætíð tíðkast að for­ maður frá einu af aðildarfélögum SGS hafi gegnt þessu starfi sam­ hliða starfi hjá sínu stéttarfélagi. „Í ljósi þessarar áskorunar, og einnig í ljósi þess að Björn Snæ­ björnsson núverandi formaður SGS hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram, hef ég tekið ákvörðun um að bjóða mig fram sem for­ mann Starfsgreinasambands Ís­ lands á komandi þingi SGS. Það liggur fyrir að Starfsgreina­ samband Íslands gegnir lykilhlut­ verki þegar kemur að því að semja um kaup og kjör fyrir verka­ og lág­ launafólk á íslenskum vinnumark­ aði og því skiptir máli að æðsta for­ ysta sambandsins hafi ætíð kjark, vilja og þor til að berjast af alefli fyrir bættum kjörum verka­ og lág­ launafólks á íslenskum vinnumark­ aði. Rétt er að geta þess að Starfs­ greinasamband Íslands er fjöl­ mennasta landssamband verkafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ með samtals um 72 þús­ und félagsmenn. Ég tel mig hafa víðtæka reynslu og þekkingu hvað verkalýðsbaráttu áhrærir og vera því rétti aðilinn til að takast á við það verkefni sem er að gegna stöðu formanns SGS,“ segir Vilhjálmur. vaks Vilhjálmur býður sig fram til formennsku Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ljósm. vlfa.is Fiskvegur í jarðgöngum við Barnafoss skal fara í umhverfismat Barnafoss er ofan við Hraunfossa í Hvítá. Meðfylgjandi mynd var tekin í vetrarríkinu síðastliðinn fimmtudag. Ljósm. mm. Upplýsingar vegna neyðar- og mannúðarhjálpar í Úkraínu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.