Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 20228 Vatn flæddi yfir vegarkafla BORGARFJ: Tilkynning barst til lögreglu á laugardags­ kvöldið um að vatn væri að flæða yfir Borgarfjarðarbraut rétt sunnan megin við gatna­ mótin við Lækjarbrekku en talsvert vatn flæddi yfir veg­ inn. Haft var samband við Vegagerðina og fóru starfs­ menn hennar á staðinn og skoðuðu ummerki. Ekki var hægt að aðhafast neitt vegna mikillar úrkomu en ætlunin er að merkja vegarkaflann hið fyrsta sitt hvorum megin þar sem flæddi. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 26. febrúar – 4. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 5.859.843 kg. Mestur afli: Víkingur AK: 2.296.432 kg í einni löndun. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu Grundarfjörður: 12 bátar. Heildarlöndun: 703.974 kg. Mestur afli: Kap II VE: 123.353 kg í fjórum róðrum. Ólafsvík: 13 bátar. Heildarlöndun: 253.998 kg. Mestur afli: Kristinn HU: 46.923 kg í fjórum löndunum. Rif: 16 bátar. Heildarlöndun: 606.074 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 150.818 kg í tveimur róðrum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 128.362 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 113.207 kg í tveimur löndun­ um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Víkingur Ak – AKR: 2.296.432 kg. 2. mars. 2. Venus NS – AKR: 2.074.325 kg. 27. febrúar. 3. Svanur RE – AKR: 1.489.086 kg. 1. mars. 4. Tjaldur SH – RIF: 87.812 kg. 27. febrúar. 5. Jökull ÞH – GRU: 83.597 kg. 1. mars. -arg Hvalfjarðarsveit fékk nýverið Ver­ kís til að gera úttekt á húsnæði leik­ skólans Skýjaborgar með tilliti til hugsanlegra rakaskemmda. Starfs­ maður á vegum Verkís tók húsnæð­ ið út á fimmtudaginn í liðinni viku og var tveimur rýmum á yngri deild skólans lokað í kjölfar úttektarinn­ ar. „Öðru rýminu var lokað af ör­ yggisástæðum því börnin leggja sig þar,“ sagði Linda Björk Páls­ dóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn síðastliðinn föstudag. Ekki hafði þá verið staðfest hversu mikill rakinn væri eða hvort um væri að ræða myglu og þar af leið­ andi sýkt húsnæði. „Við eigum eft­ ir að fá ástandsskýrslu og það hef­ ur því ekkert verið staðfest. En við bregðumst bara strax við og lok­ um þessari deild og byrjum á þessu verk efni strax á mánudaginn. Þá verður rifið upp eins og þarf til að finna rót vandans og svo byggjum við upp aftur,“ segir Linda þegar rætt var við hana á föstudag. arg Rafmagnsleysis varð vart sunn­ an Búðardals í Dölum á laugar­ dagskvöld og fram eftir að­ fararnótt sunnudags. Vakti það nokkra undrun íbúa, þar sem veðr­ ið var venju fremur gott og engar tilkynningar höfðu borist um mögulegar truflanir. Laxárdalur, Haukadalur, Miðdalir og Skógar­ strönd misstu rafmagn á tímabili á laugardagskvöldið, en eftir mikl­ ar prófanir og inn­ og útslátt raf­ magns kom í ljós að bilunin var á Skógarströnd, milli Gunnarsstaða og Dunks. Þess vegna var hægt að koma straumi á byggðina, sunnan Búðardals allt að Blönduhlíð, inn­ an ekki svo langs tíma. Samkvæmt upplýsingum hjá bilanadeild Rarik á Vesturlandi gengu starfsmenn Rarik með línunni á laugardags­ kvöldið til að finna hvar hún var biluð. Þegar bilunin fannst og farið var að reyna að setja saman strenginn sem rofnað hafði, var hann það lélegur að hann slitn­ aði ítrekað í sundur og kalla varð eftir liðsauka og nýjum streng úr Búðardal. Rafmagnslaust var því á Skógarströnd í á fjórtándu klukku­ stund og var farið að kólna í húsum þar á sunnudagsmorgun. Þessar rafmagnsbilanir eru þær síðustu í langri röð bilana síðustu vikur og orsakast af samspili gam­ alla raflína og slæmri tíð. Bæði menn og rafmagnstæki eru komin með ýmis þreytueinkenni af þess­ um sökum. Kerti og ennisljós eru nú tiltæk á öllum heimilum og þegar þessi frétt er skrifuð á mánu­ degi er einmitt slegið út í Saurbæ, þar sem unnið var að viðgerð, sem orsakaðist af illviðri nýlega. bj Athygli vakti á dögunum þegar neðri hæð gamla Búnaðarbanka­ hússins í Búðardal var kynnt á vef Veitingageirans, sem áhugavert viðskiptatækifæri í veitingarekstri, vel staðsett við þjóðveginn vest­ ur á firði. Leifur Steinn Elísson keypti húsið af Arion banka síðari hluta ársins 2019 og fékk það af­ hent eftir áramótin 2020. Leifur Steinn er Dalamaður í húð og hár, hagfræðingur og lengst af sviðs­ stjóri og aðstoðarforstjóri Visa Ís­ land. Leifur Steinn kveðst í samtali við Skessuhorn vera mjög áhuga­ samur um að fá líf í húsið, en vegna heimsfaraldurs tók hann til við endurnýjun og viðhald og er hús­ ið að verða tilbúið undir nýja starf­ semi. Húsið er á tveimur hæðum og hefur efri hæðin verið endurnýj­ uð með það að markmiði að leigja þar út herbergi í langtímaleigu, en neðri hæðin var einnig öll endur­ nýjuð. Þessir hlutar hússins eru nú aðskildir, þar sem gengið er inn á efri hæð utan frá, ólíkt því sem áður var. Leifur Steinn sagði í samtali við Skessuhorn að rétt vantaði herslu­ muninn á að neðri hæðin verði til­ búið til úttektar heilbrigðiseftirlits­ ins. Auk þess er búið að útbúa sal­ ernisaðstöðu, setja gólfhita og flísa­ leggja alla neðri hæðina. Í rými neðri hæðar bankans var alltaf læst hvelfing, mjög rammgerð, sem vakti áhuga fréttaritara. Leifur seg­ ir að það rými sé lítið breytt og geti vel nýst til kælingar eða frystingar. Að endingu upplýsir Leifur Steinn að hann hafi fengið allnokkur við­ brögð. Margir áhugasamir og verið sé að skoða ýmsa möguleika þessa dagana. bj Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Er úr safni Skessuhorns frá því raflínustaurar höfðu kubbast sundur í Staðar- sveit. Raflínustrengur slitnaði ítrekað Loka deild vegna raka á leikskólanum Skýjaborg Undirbúa nýja starfsemi í bankahúsið í Búðardal

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.