Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Qupperneq 24

Skessuhorn - 09.03.2022, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 202224 Helgina 18.­20. mars næstkomandi ætlar listakonan Jaclyn Poucel að halda sýningu á málverkum sínum á Akranesi. Jaclyn er 28 ára lista­ kona og fótboltakona frá Lancast­ er í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. „Það er ekki langt frá Philadelphia,“ útskýrir hún. Jaclyn flutti fyrst til Íslands árið 2016 til að spila fót­ bolta með ÍA í Pepsi deildinni. Hún kynntist þá Skagamannin­ um Benedikt Árnasyni og giftu þau sig árið 2019. „Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var fjögurra ára, mamma mín var fótboltakona og hún var fyrirmyndin mín og þjálf­ aði mig þegar ég var ung stelpa,“ segir Jaclyn. Hún spilaði í 1. deild í háskóladeild í Bandaríkjunum, með liði University of Pittsburgh áður en hún fór í atvinnumennsku í Finnlandi, Íslandi og svo Skotlandi, þar sem hún spilaði með Celtic FC áður en hún flutti aftur til Íslands árið 2020. „Ég giftist og flutti aftur til Íslands og byrjaði að spila aftur með ÍA þar til ég varð ófrísk í fyrra,“ segir hún og bætir við að hún stefni á að spila aftur með ÍA næsta sum­ ar. „Ég mun alltaf spila með ÍA ef ég get. Það var fyrsta liðið mitt hér og hér á ég heima. Ég er mjög stolt af ÍA og Akranesi,“ segir Jaclyn. Aðspurð segir Jaclyn töluverð­ an mun vera á Íslandi og Pennsyl­ vaniu í Bandaríkjunum. „Þar sem ég ólst upp voru margir sveitabæir og tré og það varð rosalega heitt á sumrin, en við fáum samt alls kon­ ar veður þar líka. En sjórinn þar er alveg nokkrar klukkustundir í burtu frá þeim stað sem ég er frá svo ég hafði ekki sama útsýni þar og hér á Akranesi,“ segir hún og bætir við að kúltúrinn sé líka nokkuð frá­ brugðinn. „Akranes er lítill staður og náið samfélag af fólki, sem hefur svo marga góða kosti. En það er svo mikið stærra samfélag þaðan sem ég er frá, í útskriftarárgangi 1993 í skólanum heima voru rúmlega 450 nemendur,“ segir hún. Abstrakt listakona Jaclyn hefur alltaf verið mjög list­ ræn manneskja og hefur verið að mála síðan hún var barn. „Sem barn var ég alltaf að mála og teikna og reyna að skapa eitthvað fallegt,“ segir hún. Jaclyn lærði myndlist á heiðursstigi í skóla sem barn. „Ég málaði mjög lengi en hætti svo í nokkur ár á meðan ég var að byggja upp ferilinn í fótbolta. Þegar ég flutti svo til Íslands og Covid skall á byrjaði ég að mála aftur,“ segir hún. Jaclyn er abstrakt listakona, segist láta liti og mismunandi áferð segja sögu eða koma tilfinningum á fram­ færi. „Ég elska að geta séð og fundið hluti á ákveðinn hátt og málað það og fólk getur svo horft á verkið og séð og fundið eitthvað allt annað. Ég vil að fólk finni það sem ég mála en ofgreini það ekki alveg í smáat­ riði. Ég elska að það er ekki hægt að segja hvað verkin mín eru eins og: „Þetta er málverk af báti“ og þú sérð bara bát. Ég er hrifin af því að í abstrakt málverkum eru engar regl­ ur,“ útskýrir Jaclyn og bætir við að hún taki við sérpöntunum óski fólk eftir því. „Ég geri margar sérpant­ anir og ég nýt þess að skapa eitthvað sérstakt fyrir ákveðin rými á heimil­ um fólks eða skrifstofum. Jaclyn mun vera með sýn­ ingu á verkum sínum í Hafnarf­ irði um næstu helgi, 11.­13. mars og svo viku seinna verður sýn­ ing á Akranesi yfir Vetrardaga, 18.­20. mars. „Ég vona svo að ég geti opnað mitt eigið gallerí einn daginn hér á Akranesi. En eins og er er ég með lítið stúdíó þar sem ég get boðið fólki að koma til að sjá verkin mín en ég get líka kom­ ið heim til fólks með verk sem það vill kannski sjá hvernig passar inn í rými.“ segir Jaclyn. Hægt er að fylgjast með henni á bæði face­ book og Instagram undir nafninu jaclynarnasonart. arg/ Ljósm. aðsendar Nú á dögunum kom út nýtt efni helgað íslenskum þjóðlögum. Það er Valgerður Jónsdóttir, núverandi bæjarlistamaður Akraness, sem á veg og vanda að útgáfunni en verk­ efnið vann hún ásamt manni sín­ um, Þórði Sævarssyni og dóttur þeirra Sylvíu. Þau þrjú hafa starfað saman undir nafninu Travel Tunes Iceland frá árinu 2016 og tekið á móti fjölda ferðafólks frá ýmsum löndum og kynnt þeim íslenskan þjóðlagaarf. Útgáfan felst í bók og geisladiski en í bókinni eru ljóðin við lögin á diskinum, skýringar á ensku og ljós­ myndir frá Íslandi. Síðast en ekki síst eru í bókinni svokallaðir QR kóðar, þannig að lesandinn getur auðveldlega fundið lögin á netinu með því að skanna kóðann gegnum þar til gert app í snjalltækinu sínu. Þannig er hægt að glugga í bókina og hlusta á lögin hvar sem er en geisladiskurinn fylgir með svo fólk eigi tónlistina líka á föstu formi. Tónlistin var tekin upp í Stúkuhús­ inu á Byggðasafninu á Akranesi, en það hús hefur verið helsta bækistöð Travel Tunes Iceland verkefni sins, þó fjölskyldan hafi tekið á móti gestum á fleiri stöðum, svo sem á heimili þeirra og á Smiðjuloftinu, afþreyingarsetri sem þau starfrækja á Akranesi. QR Tónlistarbókin, eins og Val­ gerður kýs að kalla útgáfuform­ ið, verður til sölu fyrir gesti Travel Tunes Iceland en einnig er í skoðun að hún verði seld á stöðum þar sem ferðamenn venja komur sín­ ar. Hægt er að panta eintak gegn­ um traveltunesiceland@gmail.com Valgerður hefur haft nóg fyr­ ir stafni síðan hún hlaut titilinn Bæjar listamaður Akraness 2021. Í desember 2021 gaf hún út nótna­ bókina Tónar á ferð ­ Söngbók með eigin tónlist í útsetningum fyrir barna­ og ungmennakóra. Valgerður vinnur einnig að útgáfu á fjögurra laga plötu, Ep útgáfu, með eigin lögum, sem hún stefnir á að komi út í apríl. Laugardaginn 5. mars kom hún fram sem gestur á fjölskyldutónleikum með Svavari Knúti í Akraneskirkju. Það er tón­ listarhátíðin Heima­Skagi sem stóð fyrir tónleikunum. mm Travel Tunes Iceland fjölskyldan; Sylvía, Þórður og Valgerður. Íslensk þjóðlög í nýrri QR-tónlistarbók frá Valgerði Útgáfan felst í bók og geisladiski. Jaclyn í leik með ÍA. Jaclyn setur upp sýningu á Vetrardögum á Akranesi Jaclyn listakona og fótboltakona frá Pennsylvaniu í Bandaríkjunum er nú búsett á Akranesi þar sem hún spilar með ÍA og málar fallegar myndir. Jaclyn er abstrakt listakona sem lætur liti og áferð segja söguna.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.