Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 202218 Stelpum og kynsegin ungmennum í Borgarbyggð bauðst í síðustu viku að sitja námskeiðið Stelpur Filma sem haldið var á vegum RIFF. Þar rækta þátttakendur innri sköpunar­ gáfu sína og læra undirstöðuatriði í kvikmyndagerð. Námskeiðið hef­ ur það markmið að valdefla ungar stúlkur og kynsegin ungmenni og leiðrétta þann kynjahalla sem hef­ ur verið í kvikmyndagerð. Á nám­ skeiðinu vinna þátttakendur í litl­ um hópum við gerð stuttmyndar frá grunni, sem mega vera allt að fimm mínútur að lengd. Myndirn­ ar verða svo sýndar RIFF hátíðinni í september. Blaðamaður Skessuhorns kíkti á krakkana á námskeiðinu síðast­ liðinn fimmtudag og fékk að fylgj­ ast með því sem þeir voru að gera. Flest voru þá að byrja að klippa myndefnið og greinilegt að þeim þótti gaman að fara yfir það efni sem búið var að taka upp. Vinkon­ urnar Hanna Eiríksdóttir og Díana Björg Guðmundsdóttir settust nið­ ur með blaðamanni í smá stund og sögðu frá verkefninu. Myndin þeirra var drama um þrjár vinkon­ ur þar sem ein var í neyslu en hin­ ar tvær voru hrifnar af sama strákn­ um. „Þetta er alveg svona ekta ung­ lingadrama,“ segja þær. Aðspurðar segja þær námskeiðið hafa kveikt meiri áhuga hjá þeim á kvikmynda­ gerð. „Þetta er ótrúlega skemmti­ legt námskeið og það er eiginlega mun auðveldara en við héldum að gera svona stuttmyndir,“ segja þær. „Við fengum líka fyrirlestur um jafnrétti sem var mjög skemmtileg­ ur og við lærðum ótrúlega margt,“ segja þær og bæta við að þar hafi þær til dæmis lært um það hvernig halli á konur í kvikmyndum. Ólafur Darri varð „star struck“ Á námskeiðið mætti svo leynigestur rétt fyrir hádegishlé á fimmtu­ daginn, en það var enginn annar en Ólafur Darri Ólafsson leikari sem kom til að spjalla við nemendurna. Það vakti mikla lukku þegar þau sáu hann ganga í salinn og höfðu krakkarnir margar spurningar fyrir hann. Ólafur Darri sagði krökkun­ um frá því hvernig hans ferill í leik­ list hófst og hvatti þau sem vildu feril í leiklist til að gefast ekki upp. Hann sagði hvernig hann hafi ætl­ að að verða eins og Ingvar E Sig­ urðsson, fjórum árum eftir að hann byrjaði nám í leiklist, en svo fjór­ um árum síðar hafi hann verið rek­ inn frá Borgarleikhúsinu. „Höfn­ un er stór hluti af þessu starfi,“ sagði hann. Ólafur Darri sagði frá því að hann hafi verið þakkl átur fyrir að ferillinn hafi farið hægt af stað og hann ekki orðið þekkt­ ur strax. Krakkarnir höfðu mikinn áhuga á að heyra hvernig það væri að vera frægur og fá að hitta fræga Hollywood leikara. Ólafur Darri sagði þeim frá því að þegar hann hitti Jennifer Aniston í fyrsta skipti hafi hann ekki komið upp orði því hann varð svo „star struck“. Eft­ ir gott spjall þar sem Ólafur Darri sagði skemmtilegar sögur gátu krakkarnir fengið að taka myndir af sér með honum áður en boðið var upp á köku í tilefni afmælis Ólafs Darra sem var einmitt þennan dag. arg Stelpur Filma í Borgarbyggð Ólafur Darri svarar spurningum. Hópmynd af nemendum og leiðbeinendum á námskeiðinu með Ólafi Darra Ólafssyni leikara. Hanna Eiríksdóttir og Díana Björg Guðmundsdóttir tóku þátt í námskeiðinu. Verið að klippa myndefnið. Verið að skoða upptökur. Krakkarnir fengu tækifæri til að taka myndir af sér með Ólafi Darra. Hér er brugðið á leik. Ólafur Darri sagði skemmtilegar sögur. Krakkarnir unnu stuttmyndir saman í litlum hópum. Afmæliskaka fyrir Ólaf Darra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.