Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 202230 Hvaða lag vinnur Söngva- keppnina um næstu helgi? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Valgerður Valsdóttir „Tökum af stað ­ Reykjavíkur­ dætur.“ Lára Dóra Valdimarsdóttir „Þaðan af ­ Katla.“ Snorri Kristleifsson „Með hækkandi sól ­ Sigga, Beta og Elín.“ Ásdís Vala Óskarsdóttir „Með hækkandi sól.“ Rakel Rósa Þorsteinsdóttir „Með hækkandi sól.“ Skagamenn léku í hádeginu á laugardaginn í Akraneshöllinni gegn Lengjudeildarliði Fjöln­ is í Lengjubikarnum og unnu 3­1. Steinar Þorsteinsson og Gísli Lax­ dal Unnarsson komu Skagamönn­ um í 2­0 eftir rúman 20 mínútna leik áður en Baldvin Þór Bernd­ sen minnkaði muninn fyrir gestina skömmu fyrir leikhlé. Gísli Laxdal gulltryggði sigur ÍA á 65. mínútu og eru þeir efstir ásamt Breiðabliki í riðli 2 með níu stig en hafa leikið einum leik meira. Víkingur Ólafsvík lék á laugar­ daginn gegn liði KH í Akraneshöll­ inni og varð að sætta sig við tap, 1­3. Jón Örn Ingólfsson og Fannar Freyr Bergmann skoruðu sitt hvort markið í fyrri hálfleik fyrir KH en í millitíðinni var Ó lsarinn Ísak Máni Guðjónsson rekinn út af . Það var síðan Alexander Lúðvígsson sem kom gestunum í þriggja marka for­ ystu þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum en Andri Þór Sólbergs­ son skoraði sárabótarmark fyrir Víking á lokamínútu leiksins. Kári lék gegn ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn í sama riðli og tap­ aði 4­1. Reynir Haraldsson kom heimamönnum yfir á 28. mínútu og eftir rúmlega klukkustundar leik voru þeir komnir í 4­0 með mörk­ um frá Helga Snæ Agnarssyni, Pétri Hrafni Friðrikssyni og Jorgen Pettersen. Steindór Mar Gunnars­ son skoraði fyrir Kára níu mínútum fyrir leikslok en það dugði skammt. Kvennalið ÍA lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á föstudags­ kvöldið í Akraneshöllinni á móti Hamri frá Hveragerði og unnu ör­ uggan sigur, 3­0. Erna Björt Elías­ dóttir kom þeim yfir með marki á 12. mínútu og bætti við öðru marki úr víti á 59. mínútu. Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði þriðja og síðasta mark ÍA á lokamínútunni og Skagastúlkur byrja vel í Lengjubik­ arnum þetta árið. Reynir Hellissandi byrjaði ekki vel í Lengjubikarnum í ár þegar þeir mættu Ísbirninum í Kórnum á laugardaginn. Maciej Maliszewski og Goran Vunduk komu heima­ mönnum í 2­0, Benedikt Björn Ríkharðsson minnkaði muninn fyr­ ir Reyni í 2­1 áður en Orats Garcia bætti við þriðja markinu rétt fyrir hálfleik. Alvaro Leon og Vladimir Panic skoruðu síðan í seinni hálf­ leik fyrir Ísbjörninn og stórsigur þeirra í höfn, 5­1. Skallagrímur var á sömu nótum og Reynir en þeir léku á sunnu­ daginn einnig sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum gegn Ham­ arsmönnum úr Hveragerði. Atli Þór Jónasson kom Hamri yfir á 15. mínútu og það voru síðan þeir Sig­ urður Ísak Ævarsson og Atli Þór Jónasson sem gulltryggðu öruggan sigur gestanna í seinni hálfleik, lokastaðan 0­3 fyrir Hamarsmönn­ um. vaks Laugardaginn 5. mars var haldið fótboltamót 6 – 9 ára barna að Laugum í Sælingsdal. Var boð­ ið til keppninnar af nýja íþróttafé­ laginu Undra, en börn frá Geisla á Hólmavík mættu félaginu. Óhætt er að segja að stemningin hafi verið góð, þétt setið í stúkunni og börn­ in á vellinum fengu mikla hvatn­ ingu. Spilað var í 2x5 mínútur á hvern hóp og fjórir í hverju liði, en þáttakendur voru átta af Strönd­ um og 15 úr Dölunum. Keppend­ ur voru til fyrirmyndar í alla staði og fengu allir medalíur að keppni lokinni. Er ætlunin að gera mótið að árlegum viðburði félagsins. Segja má að þessi fjörugi laugardagsmorgun sé táknrænn fyrir endalok heimsfaraldurs í Dölunum. Fram kom í samtali fréttaritara við foreldra á staðn­ um að fram á vorið sé þétt dag­ skrá fjölbreyttra viðburða fyrir börn á öllum aldri, námsvökur, böll, árshátíðir og ýmiskonar mót og fundir, sem gæti orðið flókið að raða saman fyrir barnmargar fjölskyldur. En gleðin yfir því að fá loksins að vera saman, hitt­ ast út fyrir nánasta vinahring og taka þátt í allskonar samkomum er þess virði. bj Íþróttamaður vikunnar Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta­ manna úr alls konar íþróttum á öll­ um aldri á Vesturlandi. Íþrótta­ maður vikunnar að þessu sinni er sundmaðurinn Enrique Snær frá Akranesi. Nafn: Enrique Snær Llorens Fjölskylduhagir? Móðir mín heit­ ir Silvía Llorens og er í sambúð með Dean Martin. Faðir minn heitir Sigurður Kári, maki hans heitir Bjarney og ég á tvö systkini, þau heita Natalía og Anael Teitur. Hver eru þín helstu áhugamál? Synda, fjallganga, skíða og hitta vini mína. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Ég vakna um klukkan sjö og fer síðan á æf­ ingu í svona einn og hálfan tíma. Síðan fer ég heim og borða, fer síð­ an í skólann og ég er þar oftast til klukkan fjögur. Eftir skóla fer ég heim, borða og læri til svona fimm og síðan er aftur æfing en hún er í tvo tíma. Eftir það fer ég heim að borða og sofa. Hverjir eru þínir helstu kost- ir og gallar? Í sundi eru gallarn­ ir mínir stungur og snúningar en kostirnir eru að ég er með gott þol og er fljótur. Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi ellefu sinnum í viku. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Anton McKee. Af hverju valdir þú sund? Út af því að mér fannst þetta skemtileg­ asta íþróttin. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Það er hún Karen. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast er að æfa hana og það leiðinlegasta er að bíða eftir að þú ferð að keppa þegar þú ert á mótum. Er með gott þol Úr leik ÍA og Hamars í Lengjubikar kvenna á föstudagskvöldið. Ljósm. sas. Misjafnt gengi Vesturlandsliðanna í Lengjubikarnum í knattspyrnu um helgina Pollamót Undra markaði upphaf endaloka heimsfaraldurs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.