Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 202226 Landsbankamót unglinga í badmint­ on fór fram um helgina í íþróttahús­ inu við Vesturgötu á Akranesi. Alls tóku þátt 150 keppendur frá níu fé­ lögum og tókst mótið vel. Keppend­ ur frá ÍA stóðu sig mjög vel á mótinu, fengu fjögur gull og eitt silfur. Í flokki U11 varð Davíð Logi Atla­ son ÍA í 1. sæti og Hilmar Karl Krist­ jánsson BH í 2. sæti. Í U15 A sigr­ aði Máni Berg Ellertsson ÍA Eggert Þór Eggertsson TBR í úrslitaleik. Í U15 í tvíliðaleik unnu Máni Berg ÍA og Halla Stella Sveinbjörnsdótt­ ir BH þau Stefán Loga Friðriksson og Lenu Rut Gígja BH í úrslitum. Í U15 B varð Samin Esco bedo KR í 1. sæti og Davíð Logi Heiðarsson ÍA í 2. sæti og í U15 B auka flokki sigr­ aði Hafdís María Arnórsdóttir Snæ­ dísi Önnu Heimisdóttur TBR í úr­ slitaleik. Badmintonfélag Akraness segir í færslu sinni á facebook: „Við þökk­ um öllum sem komu og tóku þátt og erum svo þakklát fyrir að hafa get­ að haldið jafn stórt mót og vera með fulla stúku af áhorfendum. Badmin­ ton á Íslandi á svo sannarlega bjarta framtíð.“ vaks/ Ljósm. Badmintonfélag Akraness. Í lok febrúar fór fram Norður­ landamót ungmenna í klifri. Mótið var haldið í Bison Boulders í Kaup­ mannahöfn og tók stór hópur klifrara frá Íslandi þátt, þar af sjö klifrarar frá Klifurfélagi ÍA. Flest þeirra voru að klifra á erlendum vettvangi í fyrsta skipti og því var mikil spenna í hópnum. Undankeppnin fór fram laugar­ dagsmorguninn 26. febrúar og hátt í 100 klifrarar frá fjórum lönd­ um voru skráðir til leiks. Þar voru klifraðar átta leiðir með flass formi, en átta klifrarar frá Íslandi komust áfram eftir erfiða keppni. Skaga­ klifrararnir Sverrir Elí Guðnason (Youth B) og Sylvía Þórðardóttir (Youth A) voru meðal þeirra sem komust áfram í úrslit og kepptu því aftur að kvöldi laugardags. Úrslitalotan var ansi strembin og leiðirnar í erfiðari kantinum. Sverr­ ir Elí fór inn í úrslit með fjóra toppa í átta leiðum. Sverrir átti ágæta til­ raun í fyrstu leið, hröð hlaupaleið sem breyttist í tæpar jafnvægis­ hreyfingar, en var of seinn að finna réttan takt til að grípa zone­gripið og var óheppinn að toppa ekki leið nr. 2, þar sem hann datt í lokahreyf­ ingunni. Sverri Elí hafnaði því í ní­ unda sæti með 1 zone í fimm til­ raunum sem er flott niðurstaða á fyrsta móti erlendis. Keppni í kvennaflokki var mjög jöfn en Sylvía var fjórða inn í úr­ slitin og því í góðri stöðu fyrir lokasprettinn. Hún klifraði vel og náði zone í annarri og þriðju leið og þurfti til þess níu tilraunir, en einungis þrjár tilraunir skildu að Sylvíu og bronssætið. Fimmta sæti varð því niðurstaðan sem er hennar besti árangur til þessa og lofar góðu fyrir komandi Norðurlandamót. Fram undan hjá Klifurfélagi ÍA er Bikarmeistaramót Íslands um miðjan mars og Norðurlandamótið í grjótglímu sem fram fer í Gauta­ borg þriðju helgina í mars, en þangað fara þau Sylvía, Sverrir Elí og Þórkatla Þyri Sturludóttir sem keppir í B­flokki stúlkna. -þs Dagana 12. til 13. mars nk. verður ungmennaþing Vesturlands haldið á Lýsuhóli í Staðarsveit. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfé­ laga á Vesturlandi, ungmennaráðs Vesturlands og samtaka sveitar­ félaga á Vesturlandi (SSV). Þetta kom fram á vefsíðu Snæfellsbæjar. Markmiðið með þinginu er að fá ungt fólk af öllu Vesturlandi saman, stuðla að uppbyggingu í þágu ungs fólks í landshlutanum, skapa vett­ vang fyrir samtal ungmenna við frambjóðendur sveitarstjórnar­ kosninganna sem fara fram 14. maí næstkomandi og kynnast öðrum ungmennum, njóta og hafa gaman. Þátttakendur munu ræða stöðu ungmenna á Vesturlandi frá ýms­ um hliðum auk þess sem boðið verður upp á kynningar sem tengj­ ast málefnum ungs fólks og ung­ mennaráða. Þingið er ætlað ungu fólki á aldrinum 14 til 25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 40 manns og er lágmarksfjöldi tryggð­ ur frá hverju sveitarfélagi. Þátttak­ endum yngri en 18 ára þarf að fylgja fullorðinn einstaklingur. Þátttaka er gjaldfrjáls og innifalið í þátttöku er gisting, matur, vinnugögn og annað tilheyrandi. vaks Hafdís María sigraði í U15 auka flokki. Landsbankamótið fór fram um helgina Davíð Logi sigraði í U11 flokki. Máni Berg og Halla Stella sigruðu í tvíliðaleik í U15 flokki. Tóku þátt í Norðurlandamótinu í klifri Ungmennaþing Vesturlands verður haldið á Lýsuhóli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.