Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 202222 Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Félag eldri borgara á Akra­ nesi og í nágrenni munu á næst­ unni bjóða eldri borgurum á Akra­ nesi (60 ára og eldri) upp á nám­ skeið í tölvulæsi, næringu og slök­ un. Námskeiðin eru öll ókeypis fyr­ ir þátttakendur. Námskeið í tölvu­ læsi er fyrst á dagskrá. Alls verð­ ur boðið upp á námskeið fyrir sex hópa í tölvulæsi, eða 48 þátttak­ endur og kennsla fyrir fyrsta hóp­ inn hefst í dag, miðvikudag, þann 9. mars klukkan 16. Kennt verður á miðvikudögum og fimmtudögum klukkan 16 til 18, alls fjögur skipti, tvær klukkustundir í senn í húsnæði Félags eldri borgara að Dalbraut 4. Í námskeiðinu fá þátttakendur kynningu á ýmsum þáttum tölvu­ læsis. Í fyrsta hluta er fjallað um rafræn skilríki og notkun þeirra á þeim síðum sem krefjast þeirra. Annar hluti snýr að notkun heima­ banka og stafrænum viðskiptum í netverslunum þar sem einnig er fjallað um öryggi í fjármálavið­ skiptum á netinu. Þriðji hluti snýr að samfélagsmiðlum og efnisveit­ um og hluti af því er nethegðun og rýni í efni, þ.e. að geta borið kennsl á falsfréttir, auglýsingar, falska not­ endur og svik á netinu. Lokahlut­ inn snýr að notkun tölvupósts, raf­ rænna skilaboða, ýmissa nýtilegra forrita og smáforrita og netleitar. Fyrsti hópurinn verður nokkurs konar prufuhópur og því auglýs­ ir FEBAN aðeins eftir þátttakend­ um á Facebook. Aðeins er pláss fyr­ ir átta þátttakendur á hverju nám­ skeiði, og því er mikilvægt að þeir sem skrá sig skuldbindi sig í að mæta í öll fjögur skiptin en taki ekki pláss frá öðrum. Þeir sem skrá sig eftir að fullt er orðið í hópinn verða í forgangi á næstu námskeið en þurfa þó aftur að skrá sig þegar þar að kemur, til að staðfesta skrán­ ingu sína. Tímasetningar á þeim námskeiðum eru ekki fast mótað­ ar en reiknað er með að hafa eitt til tvö námskeið í viðbót á vorönn og svo hin í haust. Þegar þessu námskeiði lýkur verður síðan boðið upp á næringar­ fræðinámskeið og svo eftir páska verða einn til tveir hópar í viðbót í tölvulæsi og einnig verður boðið upp á slökunarnámskeið. Nánari upplýsingar um þau námskeið verða gefnar síðar. Þeir sem vilja skrá sig geta gert það inn á facebook síðu FEBAN með því að skrifa athugasemd við færsluna og gefa upp farsíma­ númer. Leiðbeinandinn, Ívar Örn Reynisson, frá Símenntunarmið­ stöð Vesturlands, mun síðan hafa samband við þátttakendur í síma til að fá frekari upplýsingar og gefa frekari leiðbeiningar. vaks Föstudaginn 25. febrúar síðast­ liðinn varði Sigurður Trausti Kar­ velsson doktorsritgerð sína í líf­ og læknavísindum við Lækna­ deild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: „Kerfislíffræðileg efna­ skiptagreining á brjóstaþekjufrum­ um við bandvefsumbreytingu.“ Tíðindamaður Skessuhorns heyrði í Sigurði Trausta eftir athöfnina og spurði m.a. hvort hann gæti sagt lesendum frá því í stórum dráttum um hvað ritgerðin og rannsóknir hans fjalla um og hverju þetta get­ ur áorkað í framtíðinni. Starfar nú hjá Alvotech Sigurður Trausti er fæddur 1992 og því fremur ungur að vera kom­ inn þetta langt að geta titlað sig doktor í sinni fræðigrein. Hann er sonur þeirra Karvels L. Karvels­ sonar og Hrefnu Sigurðardóttur á Akranesi. „Ég er í sambúð með Margréti Helgu Isaksen hjúkr­ unarfræðinema og búum við í eldri hluta Akraneskaupstaðar. Saman eigum við hina fjögurra ára Ást­ hild i Leu og eins árs Harald Óla. Áhugamálin mín hafa lengi tengst vinnunni minni. Það má segja að námið mitt og vinna síðustu árin hafi mótað áhugamálin að miklu leyti og hef ég eytt miklu púðri í að auka skilning minn og getu í for­ ritun og gagnavísindum. Þess utan hef ég áhuga á matseld og líkams­ rækt og nýlega hef ég tekið upp á því að hlusta á hljóðbækur,“ seg­ ir Sigurður Trausti. Síðasta haust hóf hann störf hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech, þar sem hann vinnur hjá R&D að búa til líkön fyrir fram­ leiðsluferla lyfja. Líf- og sameindalíf- fræði varð fyrir valinu „Eftir útskrift úr Grundaskóla á Akranesi fór ég í Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem náttúrufræði­ braut varð fyrir valinu. Eftir út­ skrift þaðan tók ég eitt ár í lífeinda­ fræði við Háskóla Íslands, en skipti svo yfir í lífefna­ og sameindalíf­ fræði við sama skóla árið 2012. Ég kláraði BS gráðu í því og hélt beint áfram í meistaranám hjá Haraldi Halldórssyni við Læknadeild Há­ skóla Íslands þar sem ég rannsak­ aði boðskipti æðaþelsfruma. Sum­ arið 2017 byrjaði ég svo í dokt­ orsnámi undir handleiðslu Óttars Rolfssonar og Steins Guðmunds­ sonar hjá Kerfislíffræðisetri Há­ skóla Íslands. Beinist að að rannsókn- um á brjóstakrabba- meini Doktorsritgerð Sigurðar Trausta beinist að rannsóknum á brjóstakrabbameini. „Doktors­ ritgerðin fjallar um rannsókn­ ir á þeim efnaskiptabreytingum sem eiga sér stað við bandvefsum­ breytingu. Bandvefsumbreyting er þroskunarfræðilegt ferli sem krabbameinsfrumur nýta sér við myndun meinvarpa,“ segir Sig­ urður Trausti. „Ritgerðin byggir á þremur vísindagreinum. Fyrsta greinin fjallar um 13C samsæt­ ugreiningu á efnaskiptamengi brjóstaþekjufrumna fyrir og eft­ ir bandvefsumbreytinguna. Þar fundum við að frumurnar breyta nýtingu sérstakra næringarefna samhliða ferlinu sem hefur mark­ tæk áhrif á svörun þeirra við lyfj­ um sem hindra mTOR kínasann. Önnur greinin fjallar um notkun efnaskiptalíkana til að spá fyrir um heildræna breytingu í efnaskipta­ kerfinu samfara bandvefsum­ breytingu. Þessi líkön spáðu því að við bandvefsumbreytinguna yrði töluverð breyting á efnaskipt­ um kólesteróls, ásamt því að mikil­ vægi ensímsins ASL fyrir lifun fru­ manna myndi aukast. Við stað­ festum þessar spár með frumulíf­ fræðilegum tilraunum og notuð­ um svo líkönin í að greina gögn frá brjóstakrabbameinssjúkling­ um. Í þriðju greininni skoðuðum við próteinmengjagögn úr brjósta­ þekjufrumunum fyrir og eft­ ir bandvefsumbreytinguna ásamt brjóstaþekjufrumum þar sem búið var að oftjá æxlisgenið HER2. Greining á gögnunum benti á að jákvætt samband væri á milli magns ensímsins GFPT2, sem er hluti af fjölsykruefnaskiptum fru­ manna, og bandvefsumbreytingar­ stöðu þeirra. Ennfremur sýndum við fram á að sama ensím hefði mikilvægu hlutverki að gegna í svörun frumanna við oxunarálagi.“ Margþættur sjúkdómur Brjóstakrabbamein er margþættur sjúkdómur þar sem boðskiptaferli, genatjáning, efnaskiptaferli og vaxtarferli í brjóstavef eru gölluð. Sjúkdómurinn veldur dauða yfir 600.000 einstaklinga í heiminum á ári hverju. Með því að rannsaka líf­ fræðilegt ferli í eðlilegum brjósta­ vef fæst betri innsýn í meinafræði brjóstakrabbameins. Í ritgerð Sig­ urðar Trausta var einblínt á þrosk­ unarfræðilegt ferli sem nefnist bandvefsumbreyting sem talin er nauðsynleg fyrir myndun mein­ varpa. Sérstaklega var einblínt á efnaskiptabreytingar samhliða þessu ferli í brjóstaþekjufrumum. Andmælendur við doktorsvörn­ ina voru Dr. Vignir Helgason, dós­ ent við University of Glagow, og Dr. Jason Locasale við Duke Uni­ versity School of Medicine. Um­ sjónarkennari og leiðbeinandi var Óttar Rolfsson prófessor og með­ leiðbeinandi Steinn Guðmunds­ son prófessor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Margrét Þorsteins­ dóttir prófessor, Skarphéðinn Halldórsson og Þórunn Rafnar, yfirmaður krabbameinsrannsókna ÍE. Þórarinn Guðjónsson, prófess­ or og deildarforseti Læknadeildar, stjórnaði athöfninni sem fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands. se Húsnæði eldri borgara á Akranesi á Dalbraut 4. Ljósm. vaks Námskeið í boði fyrir eldri borgara á Akranesi Varði doktorsgritgerð í rannsóknum sem snúa að brjóstakrabbameini Rætt við Skagamanninn Sigurð Trausta Karvelsson Systkini Sigurðar Trausta héldu honum smá veislu að lokinni doktorsvörninni. Frá vinstri: Karvel Lindberg, Ólafur, Andri, Sigurður Trausti, Olgeir og Dóra Marín. Sigurður Trausti Karvelsson. Sigurður Trausti og Margrét Helga með börnum sínum, þeim Ásthildi Leu og Haraldi Óla.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.